Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Side 38

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Side 38
Michael Laudrup tel ísafjörðu 511 nútímaþœgindi # í hrikalegu umhverfi skutulsfjarðar Hvort heldur þig langar á skíði á Seljalandsdal, einu fegursta skíóa svæði landsins eða „ aðeins að njóta lífsins í ' * ^ þægilegu umhverfi í ^ 1 faðmi vestfirskra fjalla, er nýja hótelið á Eyri við Skutulsfjörð rétti staðurinn. Við bjóðum 30 þægileg herbergi m/baði, allar veitingar og ráðstefnu aðstöðu fyrir smærri hópa. hótel ísaíjözóur silfurtorgi 2, simi 94-4111 /v éH I% bí'V.v? m Mi c&n n 1 I 8 P| || stórtap gegn Spáni 1-5. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu danska iandsliðsins framan af en síðan kemur tapleikurinn gegn Spáni. Þrátt fyrir það tap held ég að við höfum sannað getu okkar sem landslið og haft góð áhrif á knattspyrnuna í heiminum. Mér finnst alveg grátlegt að falla úr keppni í fyrsta tapleiknum og er ég ekki sáttur við fyrirkomulagið á keppninni. Sjáðu Belgíu — þeir verða í 3.sæti í sínum riðli en komast alla leið í undanúrslit. Mér finnst þetta ekki sanngjarnt. Von- andi verður gamla fyrirkomulagið tek- ið upp að nýju. — Voru vonbrigðin ekki mikil eftir tapleikinn gegn Spáni? „Vitanlega voru menn sárir en svona er fótboltinn. Við færum þeim mark á silfurfati og síðan leikum við illa í seinni hálfleik. Ef til vill voru það mis- tök á leika með 3 framlínumenn en alltaf er hægt að vera vitur eftir á. Arnesen var í leikbanni og í hans stað kom Erikson. Dæmið gekk einfaldlega ekki upp og skiptast svo sannarlega á skin og skúrir í knattspyrnunni. Takt- íkin sem danska landsliðið spilaði var mjög frjáls. Við höfum mjög hæfileika- ríkum leikmönnum á að skipa sem geta leikið nánast hvar sem er á vellinum. Þetta býður upp á mikla möguleika og njóta menn sín betur.“ — Af hverju var Mölby ekki not- aður? „Ég veit það ekki — engin staða var laus fyrir hann í liðinu fyrst Lerby var með. Þeir eru mjög svipaðir spilarar og annar varð að víkja. En Mölby er mjög góður leikmaður." — Hvernig var andinn í liðinu, eru þið allirgóðir vinir? „Mórallinn í liðinu var mjög góður. Leikmenn eru ekki neinir sannir vinir; en vitaskuld erum við góðir félagar. Milli leikja spiluðum við á spil eða gerðum eitthvað til þess að dreifa hug- anum.“ — Það vakti athygli að eiginkonur ykkar fengu að fara til Mexíkó and- stætt því sem leyfðist hjá flestum öðrum landsliðum. „Konurnar okkar dvöldu í Mexíkó í 10 daga töluvert frá okkar hóteli og fengum við aðeins að hitta þær þrisvar sinnum. Þær höfðu ekki nein áhrif á spilamennsku okkar nema ef vera skyldi til hins betra.“ ATVINNUMENN VANMETA EKKI ANDSTÆÐINGANA Michael Laudrup hefur aðeins einu sinni leikið á íslandi en það var árið 1982 er landslið þjóðanna skipuð leik- mönnum 21 árs og yngri skildu jöfn 1-1. Fyrsta A-landsleikinn lék Laudrup á 18 ára afmælisdeginum gegn Norð- mönnum og skoraði mark. Síðan hefur hann klæðst landsliðstreyjunni 33 sinnum og skorað 19 mörk — frábær árangur hjá 22 ára gömlum leikmanni. Á síðasta keppnistímabili lék hann 29 leiki með Juventus og skoraði 7 mörk. En hvað ætli Laudrup viti um íslenska knattspymu og knattspyrnumenn? „Satt best að segja hef ég ekki hugs- að um íslenska knattspymu síðan ég lék á íslandi. Ég kannast aðeins við tvo af ykkar leikmönnum en það eru Arnór Guðjohnsen og Ásgeir Sigurvinsson. Þeir eru víst báðir mjög góðir.“ — Hafa leikmenn Juventus eitt- hvað rætt um mótherja ykkar Val í Evrópukeppninni. Komið þið til með að vanmeta áhugamennina frá íslandi? „Leikmenn hafa ekki rætt neitt sér- taklega um þann leik nema hvað að gaman verður að fara til íslands. And- stæðingar okkar verða ekki vanmetnir frekar en önnur lið sem við leikum gegn hvar sem er í heiminum. í at- vinnumennsku er ekkert til sem heitir vanmat því við berum virðingu fyrir öllum andstæðingum hvort sem um er að ræða atvinnumenn eða áhugamenn. Úrslit leikja í hvers kyns mótum hafa sýnt að lið frá lítt þekktum löndum geta gert risunum skráveifu hvenær og hvar sem er“, sagði Laudrup að lokum. Að spjalli loknu gengum við út fyrir og beið þar hópur aðdáenda Juventus. Frægðinni fylgir fjöldi og því fá leik- menn Juventus að kynnast líkt og at- vinnumenn annars staðar í heiminum. Hvergi er stundlegur friður — hvorki fyrir eða eftir æfingu. Allir vilja fá eigin- handaráritun hjá stjörnunum og fylgir fjöldi fólks leikmönnunum hvert fót- mál. Þetta er hlutur sem þeir hafa þurft að venjast en er án efa mest pirr- andi við það að vera stjarna. 38

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.