Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 47
íslandsmótið
Þá er henni lokið. Knattspyrnu-
vertíðinni. Fjölmennasta og um-
fangsmesta íþróttamóti á íslandi.
Nú þegar knattspymumennirnir
setja fótboltaskóna inn í geymslu
og knattspymudómararnir koma
flautum sínum fyrir uppi á hillu er
við hæfi að horfa um öxl og líta yfir
farinn veg. Hvað stendur upp úr i
endurminningunni um keppnis-
tímabilið sem nýliðið er? Hvernig
var íslensk knattspyrna árið 1986
og hverjir settu mestan svip á leik-
árið?
Við munum reyna að svara þessum
spurningum vitandi það að svörin
hljóta alltaf að vera einstaklingsbundin
og endurspegla skoðanir þess er svar-
ar.
Loksins — loksins
Þar kom að því að knattspyrnufélag-
ið Fram náði á toppinn aftur eftir 14
ára fjarveru af tindinum. Framsigur í
fyrstu deild er nokkuð sem beðið hefur
verið með óþreyju af fjölmörgum að-
dáendum félagsins og reiknað með af
öðrum knattspyrnuáhugamönnum því
liðið hefur eflst og styrkst með hverju
árinu. Nú stendur það uppi með ís-
landsbikarinn eftirsótta.
Enginn skyldi segja að það sé ekki
verðskuldað. Lið fá það sem þau eiga
skilið og Fram hefur virkilega gert sitt
til þess að hreppa sæmdarheitið „Besta
knattspyrnulið íslands."
Til hamingju Framarar!
Einn Framari hefur öðrum fremur
ástæðu til að gleðjast en það er
„stormsenterinn" og markamaskínan
Guðmundur Torfason. Í viðtali við
íþróttablaðið í upphafi keppnistíma-
bilsins s.l. vor sagðist Guðmundur þrá
það heitast að verða íslandsmeistari en
hann hafði þá aldrei borið þann titil.
Nú er takmarkinu náð og í leiðinni
jafnaði Guðmundur markamet Skaga-
mannsins Péturs Péturssonar er hann
skoraði 19 mörk í 18 leikjum. Glæsileg-
ur árangur og áttu þess mörk hans svo
og frammistaða hans í heild ekki
minnsta þáttinn í að tryggja Fram sig-
ur í 1. deild. Stórgóð frammistaða Guð-
mundar Torfasonar hefur heldur ekki
farið framhjá andstæðingum hans í
hinum 1. deildar félögunum. Þeir
völdu Guðmund „leikmann ársins“ en
það er einn mesti heiður sem innlend-
um knattspymumanni getur hlotnast.
Leikmennirnir sjálfir vita best hverjir
hafa skarað fram úr og eru dómbærast-
ir á hver þeirra er bestur. Stundum eru
skoðanir skiptar enda erfitt að dæma
um getu þegar mælistiku verður ekki
við komið en síðan Samtök 1. deildar
leikmanna voru stofnuð fyrir tveimur
árum hefur valið á leikmanni ársins
verið óumdeilanlegt. Bjarni Sigurðs-
son landsliðsmarkvörður var valinn
1984, Guðmundur Þorbjörnsson 1985
og nú Guðmundur Torfason. í öllum
tilfellum hefur valið verið óvéfengjan-
legt.
Stiklað á stóru
Fyrir utan langþráðan Framsigur og
jöfnun á markameti í 1. deild stendur
ýmislegt annað upp úr þegar keppnis-
tímabilið er grannskoðað. Markamask-
ínan Tryggvi Gunnarsson KA hélt
uppteknum hætti. Hann skoraði alls 28
mörk í 2. deildar keppninni. Valur lék
gegn Juventus í Evrópukeppni meist-
araliða. Endurkoma Péturs Pétursson-
ar í ÍA-liðið varð Skagamönnum sú
vítamínssprauta sem fleytti liðinu upp í
3. sæti 1. deildar og gerði það að bikar-
meisturum, sigurvegurum í öðru
stærsta knattspyrnumóti landsins. Það
var virkilega gaman að sjá Pétur leika
að nýju í 1. deildinni en þátttaka hans í
leikjum ÍA varð tilefni enn eins kæru-
málsins. Það er sem betur fer til lykta
leitt en er ekki kominn tími til að leika
eitt keppnistímabil án þess að svona
leiðindamál komi upp? Allt sem þarf
eru skýrar reglur og eðlilegur frágang-
ur félagaskipta þar sem eitt gengur yfir
alla.
í kvennaknattspyrnunni bar hæst
nokkra yfirburði Valsstúlknanna yfir
stöllur sínar. Valur, undir stjórn
Róberts Jónssonar, vann tvöfalt í ár —
bæði deild og bikar og skærasta stjarna
liðsins, Kristín Arnþórsdóttir var valin
leikmaður ársins af nýstofnuðum sam-
tökum 1. deildar kvenna. Sú efnileg-
asta var kjörin Halldóra Gylfadóttir úr
ÍA. íþróttablaðið óskar báðum þessum
landsliðskonum til hamingju.
Sömuleiðis sendum við hamingju-
óskir norður yfir heiðar til nýju 1.
deildar liðanna í karlaknattspyrnunni,
Völsungi og KA. Þau taka sæti ÍBV og
Breiðabliks sem stíga hin þungu skref
niður í 2. deild en miðað við frammi-
stöðu beggja liðanna í lokaumferðum
1. deildar verður þess ekki lengi að
bíða að þau leiki aftur meðal hinna
bestu. Það er sérstakt ánægjuefni að fá
Völsung frá Húsavík upp í 1. deild, en
„Völli“ hefur aldrei leikið þar áður og
verður fróðlegt að fýlgjast með hvernig
þeim vegnar á næsta ári.
Snemma varð ljóst að Skallagrímur
úr Borgarnesi myndi ekki ná að halda
sæti sínu í 2. deild. Félagið hafði misst
marga leikmenn frá fyrra ári og þoldi
ekki slíka blóðtöku. UMFN féll einnig í
3. deild. Upp í aðra deild koma Leiftur
frá Ólafsfirði og ÍR úr Reykjavík. Úr 3.
deild falla Leiknir frá Fáskrúðsfirði,
Valur frá Reyðarfirði, Ármann og HV
sem reyndar hætti þátttöku í íslands-
mótinu. Sæti þeirra taka Afturelding,
Sindri, Haukar og HSÞ-b.
Þá er komið að því að skoða árangur 1.
deildar liðanna út frá þeim væntingum
sem til þeirra stóðu s.l. vor og þeim
markmiðum sem sett voru þegar ýtt
var úr vör.
Fram: Allt nema bikarinn!
Stórkostlegt tímabil hjá Fram. ís-
landsmeistaratitilinn langþráði í höfn
eftir 14 ára bið, Reykjavíkurmeistarar
og sigurvegarar í Meistarakeppni KSÍ.
Það vantaði bara sigur í mjólkurbikar-
keppninni en þar komst Fram í úrslit á
móti ÍA.
Eftir að hafa verið í efsta sæti 1.
deildar lengst af gaf Fram eftir um mið-
bik mótsins og menn veltu því fýrir sér
hvort liðið ætlaði aftur að springa á
limminu og sjá íslandsbikarinn renna
sér úr greipum yfir í gráðugar hendur
Valsmanna. Hefði slíkt gerst aftur væri
erfitt að vera Frammari um þessar
mundir. Spurningar um „karakter“ fé-
lagsins og leikmanna hefðu vafalítið
vaknað en nú eru þær óþarfar. Fram
náði í þau stig sem þurfti — það síð-
asta í þrúgandi taugaspennu gegn KR
sem hafði unnið Val auðveldlega 3-0 í
næst síðustu umferð.
Helsta ástæða þess að Fram varð ís-
landsmeistari er sú að félagið hafði
bestu leikmennina! Þar er valinn mað-
ur í hverju rúmi: Friðrik Friðriksson er
einn albesti markvörður landsins og
47