Íþróttablaðið - 01.10.1986, Síða 48

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Síða 48
íslandsmótið átti sérlega gott tímabil. Vamarmenn- irnir Þorsteinn Þorsteinsson og Jón Sveinsson komu vel út og var Jón einn þeirra sem var spáð titlinum „besti ungi leikmaðurinn" einkum eftir stór- góða frammistöðu með U-21 ára lands- liðinu í Finnlandi. Besti varnarmaður- inn er þó Viðar Þorkelsson — geysi- sterkur en um leið vel spilandi og á mörkum þess að verðskulda landsliðs- sæti. Einn besti leikmaður landsins um þessar mundir og enn á uppleið. Lykil- leikmaður í miðjuspilinu er Pétur Ormslev sem stóð sig mjög vel í sumar, einkum fyrri hluta mótsins. Það er áberandi hve mikla þýðingu Pétur hef- ur fyrir framherja Framliðsins, einkum Guðmund Torfason sem er mjög háður snilldarsendingum Péturs og á erfitt uppdráttar þegar Pétur er ekki í stuði. Ekki svo að skilja að hinir miðvallar- leikmenn Fram þeir Ómar ðrlygsson, Steinn Guðjónsson, Gauti Laxdal og Kristinn Jónsson hafi verið farþegar í Framliðinu. Öðru nær. Þeir stóðu sig allir vel, mikilvægir hlekkir í liðskeðj- unni og Gauti kórónaði sitt fyrsta tíma- bil í meistaraflokki með því að vera val- inn „besti ungi leikmaðurinn" af félög- unum í 1. deild í lokahófinu glæsilega í Broadway. Geysilega efnilegur piltur, leikinn, með mikla yfirsýn og góðar sendingar. Sóknarleikurinn hefur verið aðall Framliðsins undanfarin ár og var hann einnig mjög beittur í ár um leið og aðrir liðshlutar styrktust. Nafnarnir Guðmundur Torfason og Guðmundur Steinsson fyrirliði eru besta miðherja- par í íslensku knattspymunni. Frammi- staða Guðmundar Torfasonar er rakin hér annars staðar en kafteinn Guð- mundur Steinsson stóð sig einnig afar vel og var m.a. næst markahæstur í deildinni með 10 mörk. Aðrir leikmenn sem komu við sögu voru m.a. Þórður Marelsson, Arnljótur Davíðsson, Öm Valdimarsson, Þorsteinn Vilhjálmsson ogfl. Þjálfari liðsins, hinn geðþekki Ás- geir Elíasson á stóran þátt í frábærum árangri Fram s.I. tvö ár. Hann hefur skapað lið sem er í hópi þeirra bestu sem fram hafa komið á íslandi og er gaman að íslenskur þjálfari skuli ná svo góðum árangri. Rós í hnappagat Ásgeirs Elíassonar. Ekki má skiljast við Fram án þess að minnast á hina ötulu forystusveit fé- lagsins. Knattspyrnudeildinni er stjórnað af nokkrum hörkuduglegum ungum mönnum sem eru hreinlega eins og giftir félaginu. Undir stjórn Halldórs Jónssonar formanns er knatt- spyrnudeild Fram án vafa sú best rekna í landinu og það skilar sér í góðum árangri meistaraflokks og mjög öflugu unglingastarfi. Til hamingju Framarar!. Valur: Gott tímabil — Evrópusætið tryggt „38 stig nægja til að vinna mótið,“ sagði Ian Ross þjálfari Vals í upphafi móts og hann reyndist sannspár, eins og oft áður. Þegar það varð Ijóst eftir sigur Vals á ÍA í síðustu umferðinni og jafntefli Fram gegn KR að Fram væri íslandsmeistari á betri markatölu en Valur sagði Ross: „Það er aldrei gaman að tapa af titlum en ef það er hægt að tapa titli á virðingarverðan hátt (with dignity) gerðum við Valsmenn það núna.“ Þetta má til sanns vegar færa. Valur varð fyrir mikilli blóðtöku fýrir keppn- istímabilið er fjórir af lykilleikmönnum íslandsmeistaraliðsins frá í fyrra hættu að Ieika með liðinu. Félagið fékk að vísu nokkra sterka leikmenn í staðinn en það tekur tíma að búa til nýtt lið. Valsmenn áttu von á því að verða í 3.-5. sæti í mótslok. En eins og undan- farin tvö tímabil óx liðinu ásmegin með hverjum leik og í seinni umferðinni var liðið komið á fulla ferð í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn. En þegar Þor- grímur Þráinsson fyrirliði var kominn með aðra höndina á bikarinn kom slæmt tap fyrir KR og Fram fékk tæki- færi á að tryggja sér titilinn. Eigi að síður gott keppnistímabil Vals og Ian Ross þjálfari sýndi enn einu sinni hæfni sína að búa til sterkt lið sem er á toppnum á réttum tíma. Erfitt er að tína út þá leikmenn Vals sem stóðu upp úr í sumar. Þar hefur ein- faldlega verið reynt að búa til sterkt lið þar sem einstaklingarnir leika hver fyrir annan, engar stjörnur. Þetta hefur tekist vel en frammistaða Guðmundar Hreiðarssonar vakti þó sérstaka at- hygli. Eftir að hafa verið í skugganum og vermt varamannabekkina undanfar- in ár fékk Gummi loks tækifæri er Stefán Arnarson meiddist. Guðmundur greip tækifærið báðum höndum svo og flesta þá bolta sem á Valsmarkið komu og var einn besti markvörður landsins í sumar. Aðrir áberandi leikmenn voru m.a. Guðni Bergsson hinn eldfljóti varnarmaður sem bætti enn við sig í leikskilningi og þroska og er í hópi bestu varnarmanna landsins. Nýliðam- ir Sigurjón Kristjánsson og Ámundi Sigmundsson vom helstu markaskor- arar Vals og stóðu sig mjög vel, hvor á sinn hátt. Einnig er barátta Ámunda og ósérhlífni til hreinnar íyrirmyndar. Magni Pétursson er þýðingarmikill hlekkur í Valskeðjunni en fær ekki alltaf þá jákvæðu umfjöllun sem hon- um ber. Aðrir stóðu sig einnig vel — en eins áður sagði er Valsliðið fyrst og fremst sterk heild. ÍA: Enn einn titillinn á Akranes Það bjuggust ekki allir við miklu af ÍA-liðinu í sumar. Þrátt fyrir reynslu- mikinn hóp töldu margir sem það vant- aði þetta nauðsynlega hungur í árang- ur sem þarf til að fleyta liðum alla leið á toppinn. Enda gekk upp og niður hjá Skagamönnum fram í mitt mót er þeim bættist óvæntur liðsauki. Pétur Pét- ursson gekk í sitt gamla félag. Endur- koma Péturs hafði góð áhrif á Skaga- liðið. Bæði er Pétur hörkugóður Ieik- maður og svo virtist hann hafa mjög góð áhrif á félaga sína í liðinu og smit- aði þá með krafti sínum og leikgleði. En ÍA-liðið er ekki bara Pétur. Birkir markvörður Kristinsson er með þeim betri í deildinni og hefur vafalítið haft gott af leiðsögn þjálfara síns, Jim Barron fyrrverandi markvarðar. ÍA átti og eitt af upphrópunarmerkjum sum- arsins ef svo má að orði komast — Heimi Guðmundsson sem er sérlega Ieikinn og skemmtilegur bakvörður. Ólafur Þórðarson er hættur að vera efnilegur og orðinn góður. Einhver vanmetnasti leikmaður landsins er miðvallarleikmaðurinn Guðbjörn Tryggvason, sannkallaður Iiðsspilari sem sjaldan á slæman dag. Mikill vinnuhestur sem leikur stórt hlutverk bæði í varnarleik og sóknarleik ÍA- liðsins. Barron þjálfari ÍA var hissa á því að hægt skyldi að ganga framhjá Guðbirni við val í landsliðið og Ian Ross Valsþjálfari er sömuleiðis meðal 48

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.