Íþróttablaðið - 01.10.1986, Síða 49

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Síða 49
íslandsmótið þeirra sem telja Guðbjöm í hópi bestu leikmanna landsins. ÍA varð bikarmeistari og í 3. sæti á íslandsmótinu sem verður að teljast góður árangur þótt ég þykist vita að á Akranesi sé allt fyrir neðan 1. sætið skoðað sem slök frammistaða. KR: Köflóttir KR-ingar. Með stórgóðum endaspretti tryggði KR sér 4. sætið en frammistaðan var „köflótt" í sumar. Það var búist við miklu af KR-ingum og upphaf móts benti til baráttu á toppnum enda var KR í efsta sæti eftir 6 umferðir. Þá tók við tímabil óhagstæðra úrslita sem erfitt er að finna skýingu á. Maður varð var við nokkra ólgu í herbúðum KR. Vildu sumir kenna þjálfaranum Gordon Lee um ófarimar. Öldumar lægðu og Gordon gerði breytingar á liði sínu. Inn komu ungir og stórefnilegir leikmenn og aðrir voru færðir til. En íyrst og síð- ast virtist um breytt hugarfar að ræða. Árangurinn lét ekki á sér standa. Fjórir sigrar og tvö jafntefli í síðustu 6 leikj- unum. Ef þessi stemmning næst upp á næsta keppnistímabili verður KR til alls líklegt. Vörn KR var sterk seinni hluta móts- ins með Iandsliðsmennina Ágúst Má Jónsson og Gunnar Gíslason í broddi fylkingar. Mjög kraftmiklir leikmenn og allt annað að sjá Gunnar í þessari stöðu sem honum hentar best — sem „sweeper". Aðrir leikmenn KR stóðu sig vel á köflum t.d. Sæbjörn Guð- mundsson sem náði að sýna sitt rétta andlit undir lokin eftir daufa byrjun. KR hefur yfir mörgum ungum og efni- legum leikmönnúm að ráða og framtíð- in hlýtur að teljast björt hjá Vestur- bæjarveldinu. ÍBK: Öllum erfiðir Keflavíkurliðið byrjaði keppnistíma- bilið mjög illa — með þremur ósigrum. Hólmbert þjálfari Friðjónsson var fjar- verandi vegna veikinda. En Hólmbert var ekki lengi frá og að venju tókst honum að ná upp samstilltu og bar- áttuglöðu liði sem varð betra og betra eftir því sem á keppnistímabilið leið. ÍBK var komið í toppbaráttuna undir lokin en gaf eftir á endasprettinum og hafnaði í fimmta sæti. Það má teljast mjög viðunandi árangur þótt hærra stefndi á tímabili. Besti leikmaður ÍBK er Þorsteinn Bjamason eða „maðurinn með staf- inn“ eins og hann er kallaður eftir um- mæli landsliðsþjálfarans á dögunum. Þrátt fyrir þau ummæli er Þorsteinn besti markvörður landsins að flestra dómi. Valþór Sigþórsson var brimbrjót- ur varnarinnar og á miðjunni var Gunnar Oddsson enn í framför, sívinn- andi og útsjónarsamur — mikið efni. Þór: Olli vonbrigðum Margir urðu fyrir miklum vonbrigð- um með frammistöðu eða öllu heldur frammistöðuleysi Þórs í sumar. Kröf- urnar voru miklar og því óánægja mikil þegar árangurinn lét á sér standa. Hitt er svo annað mál að Þór á ekki eins m —V" iOQ \ ‘2:25035 7 1 BSo) BSÍ HÓPFERÐABÍLAI kS25035y CJmferðarmiðstöðinni v/Vatnsmýrarveg. Símar 25035 og 22300. 49

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.