Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 50

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 50
íslandsmót Sá efnilegasti: Hinn stórefnilegi miðvallarleikmaður Gauti Laxdal lék vel í sumar °g var vel að vegsemdinni kominn. „Besti ungi leikmaðurinn í 1. deild“, að mati andstæðinganna. Ekki slæmt á fyrsta ári! sterkt lið og t.d. Fram, Valur og ÍA svo allt tal um toppsæti var óraunhæft. Akureyrarliðið varð að sjá á eftir Ósk- ari Gunnarssyni einum besta leikmanni sínum sem lést við upphaf móts og hef- ur það vafalítið haft slæm áhrif. Þá meiddist Bjarni Sveinbjörnsson aftur og missti annað keppnistímabilið úr af þeim sökum. Sá sem komst einna best frá sumrinu var Jónas Róbertsson hinn leikni miðvallarleikmaður sem einnig getur skilað bakvarðarstöðu með sóma. Halldór Áskelsson var ekki á skotskónum en það dylst engum að þar fer hæfileikamikill leikmaður sem á framtíðina fyrir sér. Hlynur Birgisson vakti athygli á sínu fyrsta keppnistíma- bili í 1. deild. Víðir: Markmiðinu náð Það þótti gott hjá Víði að halda sér uppi í 1. deild í fyrra og ekki er það lak- ara afrek í ár þegar andstæðingarnir voru búnir að kynnast grimmd Garðs- manna og reyna að finna svar við henni. Aðall Víðis var sem fyrr gengd- arlaus barátta og voru þeir bræður Einarssynir framarlega í flokki. Daníel var mjög sterkur, einkum sem mið- vörður og Grétar Einarsson sýndi skemmtilega takta. Fyrirliðinn Guðjón Guðmundsson er einn af þeim leikönn- um sem leggja sig alla fram, duglegur vinnuhestur sem aldrei gefur eftir. Mark Duffield lék með Víði og stóð vel fyrir sínu — sterkur leikmaður. FH: Geta betur en vantar reynslu Hafnfirðingamir byrjuðu betur en áður og léku á köflum ágætlega eink- um fyrri hluta móts. Seinni hluta móts- ins var FH sama „jó-jóið“ og oftast áður, vann Þór, gerði jafntefli við Fram í Laugardal en tapaði fyrir ÍBV sem var þá þegar fallið í 2. deild. FH heldur sætinu í 1. deild en ljóst er að breyt- inga er þörf ef félaginu á að takast að komast í hóp hinna bestu. Þjálfari liðs- ins Ingi Bjöm Albertsson lék stórt hlutverk í sumar eins og jafnan áður. Hann skoraði mörg mörk framan af en lék síðari hluta mótsins meiddur og brá sér þá í vömina. Þar stóð hann sig afar vel enda leikmaður með mikla reynslu sem les leikinn vel og getur örugglega spilað sem „sweeper" í 1. deild fram að fimmtugu! Ólafur Jó- hannesson lék eitt aðalhlutverkið í FH- liðinu, góður leikmaður sem styrkja myndi flest lið deildarinnar. Guðmund- ur Hilmarsson er traustur leikmaður sem ávallt stendur fyrir sínu og Kristján Gíslason er vaxandi leikmaður sem gaman verður að fylgjast með. UBK: Of góðir fyrir aðra deild Blikamir eru á hoppi milli deilda um þessar mundir. Þeir komu upp eftir síðasta keppnistímabil eftir eins árs dvöl í 2. deild og fara strax niður aftur. Ekki kæmi á óvart þótt deildarhoppið héldi áfram hjá þeim. A.m.k. er liðið sem lék síðustu leiki deildarinnar alltof gott til að vera lengi í annarri deild. UBK byrjaði vel og sýndi einnig mikla baráttu og liðseiningu í lokin þegar öll sund virtust lokuð en hvað gerðist um miðbikið? Hvar var stemmningin og baráttugleðin þá? Margir ágætir leik- menn léku með Breiðabliki í sumar. Einna mesta athygli vöktu framherjinn knái Jón Þórir Jónsson og Guðmundur Guðmundsson, stórskemmtilegur mið- vallarleikmaður sem getur náð langt. ÍBV: Sjáanlegar framfarir Dvöl Eyjamanna í 1. deild varð stutt að þessu sinni, aðeins eitt tímabil. ÍBV missti Tómas Pálsson og Hlyn Stefáns- son fyrir mót og mátti alls ekki við því. Töluverðar mannabreytingar urðu í liðinu á meðan á mótinu stóð en flestir eru sammála um að liðið tók framför- um í sumar og var alls ekki auðveld bráð undir lokin. Þannig vann ÍBV tvo síðustu leiki sína gegn FH og Víði og hlaut fyrir það 6 stig, helming þess stigafjölda sem liðið fékk í allt sumar. Ómar Jóhannsson var í nokkrum sér- flokki útileikmanna liðsins, einn af betri leikmönnum 1. deildar og er eftir- sjá af honum úr deildinni. Þorsteinn Gunnarsson markvörður er mikið efni og kæmi ekki á óvart þótt hann kæmist síðar meir í fremstu röð. Ef Eyjamenn halda flestum leikamanna sinna kom- ast þeir örugglega fljótt upp aftur. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.