Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 53
Frjálsar
Guðmundur Sigurðsson í harðri baráttu við Guðmund Skúlason (t.v.) og
höfuðkeppinaut sinn frá síðasta keppnistímabili. Hannes Hrafnkelsson
(t.h.).
einfalt. En bundnar höfðu verið vonir
við að 8—10 íslendingar myndu taka
þátt í mótinu en þeir voru aðeins 4
þegar upp var staðið. Ein aðalástæðan
mun felast í þeirri staðreynd að allur
hópurinn saman stóð af íþróttafólki
sem stundar nám í háskóla í Bandaríkj-
unum. Fyrir þennan hóp hefst keppnis-
tímabilið í mars/apríl sem hefur í för
með sér að hann þarf að tvítoppa,
þ.e.a.s. að ná hámarksformi tvisvar
sinnum á keppnistímabilinu því ekki er
hægt ao hefja keppnistímabilið svo
snemma og halda formi fram í Iok
ágúst. Þetta er ekki bara þjálffræðilegt
vandamál heldur kemur að auki um-
hverfisbreyting þegar komið er heim til
íslands í lok maí.
Útlendingahersveitin:
Flutningur afreksmanna okkar út í
heim til að skapa sér betri aðstöðu til
æfinga og keppni er ein leið til að geta
staðist samkeppni á alþjóða vettvangi.
Það sýnir sig best þegar við lítum á
hvernig lið okkar hefur verið skipað á
síðustu stórmótum eða nær eingöngu
meðlimum sem búa erlendis % úr árinu
eða meira. Þetta gengur þó ekki end-
anlega upp fyrr en þeir sem stunda
nám og æfingar vestra geta unnið úr
getu sinni yfir heilt keppnistímabil.
Með öflugri starfsemi félaganna og
með nýtilkomnu styrkjakerfl frjáls-
íþróttasambandsins ætti að verða kleift
að senda afreksfólkið í fleiri keppnir á
alþjóðlegum mælikvarða og þar með
að eignast betra afreksfólk og fleira.
Það hefur færst í vöxt á síðari árum að
félögin skipuleggi hópferðir fyrir
íþróttafólk sitt bæði til æfinga og
keppni. Til þessara ferða þarf að vanda
geysilega bæði hvað varðar undirbún-
ing og val í hópinn svo að sem mestu
gagni megi verða.
Bikarkeppnin:
Bikarkeppni frjalsíþ róttasambands-
ins fór fram dagana 9,—10. ágúst og
var hart barist á öllum vígstöðvum.
Annars vegar til að sigra í viðkomandi
deild og hins vegar til að verjast falli
niður í lægri „klassa“. Bikarmeistara-
tign ÍR-inga varð að staðreynd í fimmt-
ánda sinn í röð. Urðu ÍR-ingar að leysa
Ieynda krafta úr læðingi til að verja
hinn eftirsótta titil enda grunaði þá að
róðurinn yrði harðari en oft áður. End-
urkoma Óskars Jakobssonar í kast-
hringinn gladdi ekki bara ÍR-inga held-
ur alla sanna fylgjendur íþróttarinnar
því hann sýndi slíkan afbragðs árang-
ur. Hefur hann fáu gleymt þó hann hafi
ekki lagt stund á íþróttina í tvö ár.
Annars er einkennandi fyrir bikar-
keppnina að mannfæð félaganna kem-
ur þar fram. Mikið álag er á fáum ein-
staklingum enda situr stigakeppnin í
fyrirrúmi en ekki árangurinn. Betra
væri því að bikarkeppnin væri fyrr á
keppnistímabilinu svo íþróttafólkið
gæti einbeitt sér meira að betri árangri
í sinni sérgrein í stað þess að vera að
safna stigum fyrir félag sitt á þeim tíma
keppnistímabilsins sem það er í sínu
besta formi. Þessi tímasetning kemur
einnig í veg fyrir að keppendur geti
verið á keppnisferðalagi erlendis því
allir verða jú að vera með í bikarkeppn-
inni. Áherslan er einnig svo mikil á
þetta mót sem ætíð er fyrri hlutann í
ágúst að allt loft er úr kjarnanum að
því loknu. Það er allt of snemmt að
ljúka keppnistímabilinu fyrri hlutann í
ágúst.
Met á árinu:
Hér verður aðeins fjallað um ný met
sem sett voru í karla- og kvennaflokki
á keppnistímabilinu. Aðeins voru sett 8
met, 7 í kvennafokki og eitt hjá körl-
um. Eins og fram mun koma í umfjöll-
un um hinar ýmsu greinar hér á eftir er
það engin tilviljun að eina metið sem
sett var í karlaflokki var í lengri vega-
lengdum en breiddin hefur einmitt
aukist mjög í þeim greinum. Þess ber
þó að geta sérstaklega að ekki verða
skráð nein met í spjótkasti þetta árið
og skekkir það vissulega heildartölu
settra meta miðað við fyrra ár.