Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 55

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 55
Frjálsar íþróttafélög og klúbbar! Við bjóðum ýmsa hluti merkta eftir þínum óskum svo sem: Auglýsinganælur Ennisbönd Boli (stutterma og Handklæði háskólab.) Bróderuð merki Húfur Svuntur Regnhlífar Drykkjarmál Blöðrur Kveikjara Endurskinsmerki Hálsbindi Verðlaunaplatta Slæður úr hnotu og beyki Veski Lyklakippur Reglustikur Upptakara Prjónmerki Penna Golfkúlur íþróttatöskur Púða (kodda) Trefla o.m.fl. Athugaðu hvort við höfum eitthvaðfyrir þig. /m Dalshrauni 13 Hafnarfirði Sími: 54833 og 651999 vegalengdahlauparinn Guðmundur Sigurðsson UMSK íslandsmeistarinn í 800 og 1500 m. hlaupum. Millivegalengdir og langhlaup: Það er áhyggjuefni hversu fáir einstakling- ar undir tvítugu leggja stund á þessar greinar nú í dag. Steinn Jóhannsson (18) nær best 1:55.9 og Finnbogi Gylfa- son (16) 1:57.76 mín. eru einu undan- tekningarnar af þeim sem ná því marki að hlaupa undir 2 mín. Oddur Sigurðs- son reyndi fyrir sér í greininni snemma á keppnistímabilinu og er með besta árstímann 1:51.9. Guðmundur Sig- urðsson sýndi einnig góðar framfarir og nær best 1:52.6, en samtals hlaupa 10 hlauparar innan við tveggja mín. múrinn. í 1500 metrunum er ástandið slæmt, þar sem aðeins 4 fara undir íjögurra mín. múrinn. Þeir Hannes Hrafnkelsson og Guðmundur Sigurðs- son settu sterkan svip á greinina og náðu 3:57.4 og 3:54.6 í 1500 m., í réttri röð. í lengri vegalengdum hefur orðið mikil breyting hvað þátttöku varðar og gefur það vonir um auknar framfarir miðað við undanfarin ár. Eins og áður er getið var eina met ársins í karla- flokki sett í hálfmaraþonhlaupi er Sig- urður P. Sigmundsson hljóp á 67.09 mín. í 3000 m hindrunarhlaupi er Martha Erntsdóttir tók miklum fram- förum á árinu. Einbeitingin gefur til kynna að hún ætli að halda áfram á sömu braut. ástandið bágt enda leggur enginn stund á greinina. Grindahlaup: Stefán Þór Stefáns- son, 14.6 og Hjörtur Gíslason, 14.89 sek. voru bestir í háu grindinni en í þeirri löngu ber Aðalsteinn Bernharðs- son af með 52.54 sek. Sömu sögu er að segja hér. Allt of fáir leggja stund á þessar greinar svo hægt sé að binda vonir við góðar framfarir á næstunni. Stökk: Hvað breiddina varðar var þetta gott hástökksár. Sex stökkvarar stukku 2 m eða hærra. Unnar Vil- hjálmsson var með best 2.08 m og mjög efnilegir stökkvarar fylgja á eftir og ber helst að nefna þá Einar Kristj- ánsson, 2.02 og Jóhann Ómarsson, 2.01 sem báðir eru á 18. aldursári. í langstökkinu var Kristján Harðarson bestur með 7.55 m., og Friðrik Þór í þrístökkinu með 14.36 m. Friðrik sigr- aði í bikarkeppninni í 15. sinn en hefur þó ekki lagt mikla stund á íþróttina undanfarið. Hin hryggilega staðreynd er sú að enginn stundar þessa grein hér á landi svo ekki er von á miklum framförum í henni. í stangarstökkinu var Sigurður bestur eins og undanfarin ár með 5.25 m. Kristjan Gissurarson var einnig yfir 5 m með 5.06. Köst: Spjótkastarar okkar þeir Einar Vilhjálmsson, 80.18 m. og Sigurður Einarsson, 79.74 m. eru báðir í heims- klassa. Sigurður Matthíasson, 70.80 m komst einnig á blað síðla sumars með mjög frambærilegan árangur. í kringlukasti var Vésteinn Hafsteinsson aðeins frá sínu besta, 63.98 m en Egg- ert Bogason bætti sig vel eða í 62.56 m. Eggert var einnig með bestan ár- angur í kúluvarpi og sá eini yfir 18 m. og varpaði hann 18.13 m. Áhyggjuefni er hversu fáir fylgja hér á eftir. Eins og fram hefur komið í þessari samantekt er skortur á iðkendum í vissum greinum innan frjálsra íþrótta á íslandi í dag. Augljóst er að efla þarf unglingastarfið til að fá fleiri inn í íþróttina og reyna að bæta alla að- stöðu. Þar sem afrekin í einstökum greinum eru komin á heimsmælikvarða sýnist mér að þau verið varla bætt nema með dvöl erlendis meiri hlutann úr árinu, helst um nokkurra ára skeið. 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.