Íþróttablaðið - 01.10.1986, Síða 62
„AudrLQumennimir
eru mun betri en
áhugamennirnir“
— segir Sigfried Held, landsliðsþjálfari.
Það vakti töluverða athygli þegar Þjóðverjinn Sigfried Held var valinn
þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Hópur reynslumikilla manna
sótti um starfið en Sigfried var valinn þrátt fyrir litla þjálfunarreynslu.
Ljóst er að mikið mun mæða á Sigfried á næstu mánuðum. Evrópukeppni
landsliða er framundan svo og forkeppni Ólympíuleikanna.
íþróttablaðinu þótti því kjörið að fá Sigfried í stutt spjall og stutt varð
það að vera, því tveir dagar voru í landsleikinn gegn Frökkum og lands-
liðsþjálfarinn hafði önnur og mikilvægari verkefni en að rabba við blaða-
menn. En tíminn fannst, klukkan 21.30 hittumst við á Hótel Loftleiðum,
þá var sameiginlegu borðhaldi landsliðshópsins lokið og þjálfarinn gat séð
af nokkrum mínútum.
Nú er fyrsta sumarið þitt hér á landi
liðið, hvernig hefur þér líkað?
„Mér hefur liðið mjög vel hér á Iandi.
Landsliðið spilaði vel í vor þótt það
hafi vissulega gert mistök sem kostað
hafa leiksigra. En það sem skiptir öllu
máli er að íslendingar eiga leikmenn
sem geta myndað gott og sterkt lið,
landslið sem vissulega getur gert góða
hluti.“
Hvað finnst þér um íslenska knatt-
spyrnu?
„Ég verð að viðurkenna að íslenski
fótboltinn olli mér töluverðum von-
brigðum fyrst eftir að ég kom hingað.
Ég hafði séð íslensku atvinnumennina
leika með liðum sínum erlendis og
gerði mér ákveðnar hugmyndir um ís-
lensku knattspyrnuna en þegar ég
kynntist henni betur reyndist hún
töluvert lakari en ég átti von á.“
Eru íslensku atvinnumennimir þá
langtum betri en áhugamennirnir að
þínu mati?
„Já, það er ekki hægt að líkja áhuga-
mönnunum við atvinnumennina. At-
vinnumennirnir stunda knattspyrnu 11
mánuði á ári. Allt þeirra líf snýst um
boltann og þeir hafa ekki um neitt ann-
að að hugsa, líf þeirra er fótbolti.
Knattspyrna áhugamannanna er öll
önnur. Þeir spiia einungis í sex mánuði
á ári og það liggur í augum uppi að
þeir geta ekki náð eins góðum árangri
og atvinnumennirnir. Auk þess sem
áhugamennimir leika knattspyrnu
samhliða fullri vinnu og eru því oft
þreyttir og illa upp lagðir þegar þeir
mæta á æfingar að loknum erfiðum
vinnudegi. Þessir leikmenn eru því
ekki til stórræðana á æfingum og ár-
angur þeirra verður eðlilega mun
minni en atvinnumannanna.
Flestir atvinnumennimir bera af
áhugamönnunum en með fleiri og
betri æfingum geta íslensku áhuga-
mennirnir náð mun lengra og lyft ís-
lenskri knattspyrnu upp á hærra plan.“
Verður landslið íslands þá að mestu
skipað atvinnumönnum í framtíðinni?
„Það er ekki hægt að skipuleggja
liðið langt fram í tímann. Leikmenn
geta átt við meiðsli að stríða og ýmis-
leg ófyrirsjáanleg atvik geta sett strik í
reikninginn.
En hitt er víst að ég mun leitast við
að hafa sem flesta atvinnumenn í lið-
62