Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 69

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 69
KA-heimilið Stefán er framkvæmdastjóri og einn eigenda veitingahúsanna Bautans og Smiðjunnar en ekki síður kunnur sem maðurinn á bak við KA, mikill félags- máiamaður og sívinnandi fyrir sitt fé- Iag, mest fyrir knattspyrnudeiidina en einnig fyrir handknattleiksmenn fé- lagsins. „Þú finnur hann sjálfsagt upp á KA-velli,” segir Hugrún kona Stefáns er ég slæ á þráðinn. Mikið rétt þar er kappinn eins og stóran hlut síðast lið- ins árs meðan framkvæmdir við félags- heimilið stóðu sem hæst. Stefán er stoltur af glæsilegu klúbbhúsi þeirra KA-manna og fús til að sýna okkur dýrðina og veita upplýsingar um framkvæmdirnar. Ekki pláss fyrir áhöldin í áhaldaheymslunni „Ef ég stikla á stóru í sögu KA- svæðisins hérna við Lundarskólann, þá verður fyrst fyrir afhending þess til okkar. Það var fyrir 12 árum og að venju var byrjað á að koma upp malar- velli. Síðan var grasvallagerð á dag- skrá. Aðalgrasvellinum var lokið 1981, og þremur árum síðar var annar gras- völlur tekinn í notkun. Þegar þessi að- staða var komin til æfinga og leikja fyr- ir knattspyrnumenn félagsins var ljóst að við þyrftum áhaldageymslu fyrir öll þau áhöld og tæki sem notuð eru við viðhald vallanna. Reyndar vantaði einnig búningsaðstöðu o.fl., en við höfðum afnot af tengibyggingu Lund- arskóla fyrir búningsklefa, svo ljóst var að áhaldageymsla yrði númer eitt. Það var ákveðið að hefja framkvæmdir og málið í upphafi var að reisa 60—80 m2 áhaldageymslu. Hugmyndin hlóð hins vegar utan á sig. Úr því við ætluðum að byggja hús á annað borð, því ekki að hafa búningsaðstöðu þar líka. Síðan bættist veið eitt og annað og að lokum sátum við uppi með teikningu að 540 m2 húsi með alhliða nýtingu í huga. Þetta var orðið að félagsheimili með skrifstofu, kaffiteríu, vallarstjóraað- stöðu, búningsklefum, snyrtingu fyrir gesti o.fl. o.fl. — Reyndar er orðið lítið pláss eftir fyrir áhöldin svo við þurfum líklega að byggja nýja áhaldageymslu!” Glæsileg aðstaða Með teikninguna klára var hafist Hið glæsilega félagsheimili KA á Akureyri. Góð fundar- og félagsaðstaða er í KA-heimilinu. handa í maí 1985. Markmiðið var að taka einhvern hluta hússins í notkun 1986 og Ijúka því fyrir 60 ára afmæli KA1988. Framkvæmdir gengu frá byrj- un ótrúlega vel og voru langt á undan áætlun. Húsið var fullklárað rétt rúmu ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin, og opnunarhátíðin haldin með pompi og pragt 28. júní sl. Á byggingarstiginu urðu ýmsar breytingar, svo þegar upp var staðið hafði húsið fátt samiginlegt með upp- haflegu teikningunni, innanhúss a.m.k. Auk þess sem upp hefur verið talið er í KA-heimilinu heilsurækt með gufu- baði, stórum nuddpotti og ljósalömp- um. Þar er setustofa með sjónvarpi og myndbandstæki, og síðast en ekki síst 80 m2 salur, hin ákjósanlegasta funda- aðstaða fyrir félagið. Salurinn verður einnig leigður út fyrir fundi og aðra mannfagnaði á Akureyri í samræmi við á stefnu KA-manna að láta rekstur fé- lagsheimilisins bera sig. Það á ekki að verða baggi á félaginu. Fyrir utan rekstur heilsuræktar og útleigu salar- 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.