Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 72
Á heimavelli
FERNANDES
FRANSKI
Eins og flestum er kunnugt var
franski landsliðsmaðurinn Luis Fern-
andes seldur frá franska l.deildarlið-
inu Paris Saint Qermain til erkióvin-
anna í Racing Club Paris sem unnu
sér sæti í l.deild að nýju á síðasta
keppnistímabili. Fernandes óskaði
sjálfur eftir sölu og fékk sínu fram-
gengt þrátt fyrir ósk forráðamanna
Paris SQ. að hann yrði um kyrrt.
Gengið var frá málunum þegar
nokkrar umferðir voru eftir af deildar-
keppninni en Fernandes var ekki
laus allra mála fyrr en að henni lok-
inni. Til að lýsa óánægju sinni með
ákvörðun kappans setti þjálfarinn
hann út úr liðinu og varð hann því að
verma varamannabekkinn í síðustu
leikjunum. Fernandes var að vonum
ekki sáttur við hlutskipti sitt en hafði
sig þó hægan þar til hann kom inn á
sem varamaður í næst síðasta leik
París SG. í deildinni. Svo illa vildi til
að búið var að nota báða varamenn-
ina þegar markvörður liðsins meidd-
ist og þar sem Fernandes þykir sleip-
ur á milli stanganna setti hann á sig
markmannshanskana. Hann hugsaði
sér þá gott til glóðarinnar og ákvað
að koma fram hefndum á þjálfaran-
um á afsakanlegan hátt. Ekki er mér
kunnugt um hver staðan var í leikn-
um þegar laust skot kom í áttina að
marki Parísarliðsins sem allir bjugg-
ust við að Fernandes myndi verja.
Ollum nema honum til mikillar undr-
unar hafnaði boltinn í netinu — hann
lét sem hann gæti ekki varið.
Skömmu síðar var öðru sinni skotið
að markinu og sama sagan gerðist
— Fernandes lét boltann sigla í
markið og virtist hafa reynt sitt besta.
Félagar hans og forráðamenn voru
að vonum ekki sáttir við frammi-
stöðu landsliðsmannsins í markinu
en hann sagði bara :„Pardon, ég
sá’ann ekki“, síðan gekk hann glott-
andi í burtu.
JUSTAMOMENT
Hið frækna knattspyrnulið Augna-
blik í Kópavogi dróst gegn Víkingum
í Mjólkurbikarkeppni KSÍ í sumar
sem er kannski ekki í frásögur fær-
andi. Eins og þeirra er von og vísa
fylgdust þeir grannt með Hæða-
garðsliðinu í margar vikur fyrir leik til
þess að komast að taktík Magnúsar
Jónatanssonar. Símar leikmanna
voru hleraðir — fylgst með eiginkon-
um þeirra í vinnunni, allar æfingar
teknar á videó og blóðflokkur leik-
manna rannsakaður. Hvort þetta reið
baggamun í leiknum skal ósagt látið
en árangur lét ekki á sér standa því
liðið tapaði með aðeins 12 marka
mun — nánar tiltekið 1-13. Þegar vel
var liðið á leikinn og mörkin hrönn-
uðust upp fóru óp varamanna
Augnabliks að dynja í eyrum félaga
þeirra á vellinum. Eitthvað fór þetta í
taugamar á einum þeirra sem tók
rakleitt á rás með boltann frá miðju
vallarins, lék í áttina að varamanna-
skýlinu og þrumaði síðan boltanum í
skýlið — í gamni eða alvöru. Dómar-
inn brosti bara út í annað og Víkingar
fengu innkast. Þegar mörkin nálguð-
ust tuginn sem Víkingarnir skoruðu
tókst einum Augnabliksmanni að
pota einu við mikinn fögnuð sam-
herja hans. „Strákar ég sagði ykkur
að þeir myndu bráðum brotna nið-
ur“, hrópaði skorarinn um leið og
hann hljóp fagnandi til baka.
LÍNGVÖRÐGRINN
FÉKK RAGÐA
SPJALDIÐ
Vettvangurinn er Grundarfjörður
og leikur heimamanna gegn Augna-
bliki var að hefjast í 4. deild Islands-
mótsins í knattspyrnu. Dómarinn var
frá næsta byggðarlagi en engir línu-
verðir létu sjá sig á vellinum. Þegar
skammt var til leiks voru tveir
óbreyttir heimamenn settir í hlutverk
línuvarða og leikurinn flautaður á.
Annar línuvörðurinn var eldheitur
stuðningsmaður heimaliðsins eins
og gefur að skilja en hann gleymdi
sér algjörlega í hita leiksins. Flaggið
var í algjöru aukahlutverki í lúku
kappans en málbeinið var óspart not-
að í þágu Grundarfjarðarliðsins.
Hann hvatti sína menn óspart og
öskraði ókvæðisorð að gestunum.
Dómaranum stóð vitanlega ekki á
sama — stöðvaði leikinn sem
snöggvast, gekk að línuverðinum
óðamála og ávítaði hann. Sá lét sér
ekki segjast og tók að hnakkrífast
við dómaragreyið. Sá síðarnefndi
hélt ró sinni að hætti dómara —
sýndi línuverðinum rauða spjaldið og
lét fjarlægja hann af svæðinu. Eflaust
er þetta einsdæmi í sögunni en síðast
fréttist af línuverðinum óðamála á
dómaranámskeiði fyrir norðan!!!
BLIKKAÐGR
FJÓRGM SINNGM
Það gerðist í léttum gleðskap 1.
deildarliðs í Reykjavík í sumar að
menn fengu sér lögg í glas að kvöldi
dags eftir sannfærandi sigurleik. Þeg-
ar nálgaðist miðnætti fóru menn að
hugsa sér til hreyfings og gerði einn
vinurinn sig líklegan til fara á bflnum
sínum á eitt af öldurhúsum borgar-
innar — undir áhrifum áfengis. Félag-
ar hans reyndu að telja honum hug-
hvarf og sögðu að bfll og áfengi færi
ekki vel saman — slíkar ferðir end-
uðu oft á sjúkrahúsi. Vinurinn lét ekki
segjast fyrr en einn skondinn húmor-
isti sagð: „Okey, Nonni minn gerðu
bara það sem þú vilt. En mundu að
þegar við heimsækjum þig á spítal-
ann, þá blikkaðu augunum fjórum
72