Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 74

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 74
Á heimavelli FtlLLBÓKAÐA FLGGVÉLIN Fyrir réttum þremur árum fór ís- lenska landsliðið í handbolta í eina af sínum fjölmörgu keppnisferðum til útlanda. I þetta skipti var förinni heit- ið til Tékkóslóvakíu og átti að leika við lið frá járnborg einni eigi langt frá Prag. Bogdan var sem kunnugt er landsliðsþjálfari og töldu fararstjórar sig vera á grænni grein ef tungumála- erfiðleikar kæmu upp því austur- evrópska er leikur í munni hans. Þeg- ar komið var á flugvöllinn í Prag, hvíldu landsliðsmennirnir lúin bein en fararstjórarnir könnuðu stöðu mála í innanlandsflugi á áfangastað. Þeir komu þar nánast að luktum dyrum og var tjáð að fullbókað væri á tiltek- inn stað — og það næstu 5 daga. Nú voru góð ráð dýr því ekki mátti verða töf á æfingaferð landsliðsins. Arkað var því með allan hópinn, þungar töskur og böggla á næstu jámbrautarstöð og lestarmálin könn- uð. Úr varð að mannskapurinn færi með lest á áfangastað þótt um margra klukkustunda ferð væri að ræða. Lestarkerran var ekki af bestu gerð og ekki bætti úr skák að stopp- að var á nánast hverjum einasta sveitabæ á leiðinni til að taka mjólk- urbrúsann og láta annan í staðinn. Það voru þreyttir ferðalangar sem komu á áfangastað mörgum tímum seinna og hafði ferðin að heiman tek- ið margfalt lengri tíma en ráð var fyr- ir gert. Tékkneskir móttökustjórar voru hundskammaðir og spurðir hvers konar gestrisni það væri nú að láta liðið ferðast með lest. Þeir urðu mest undrandi allra og sögðu að hér væri um einhvern misskilning að ræða. Hringt var því niður á flugvöll og málið kannað. Jú, lá þar ekki hundurinn grafinn. Flugvélin var full- bókuð en allir Islendingarnir áttu bók- að far með vélinni!!!! Ekki vitum við hvort fararstjórunum varð fótaskort- ur á tungunni en eitt er víst að þeir sáust á kvöldnámskeiðum í Mála- skólanum Mími! HVERA BAKARÍ Tvær gerðir af hverabökuðum brauðum og yfir30 tegundir af öðrum grófum brauðum, ásamtfjölbreyttu úrvali af kökum. Getum bætt við okkur útsölustöðum. Sendum hvert á land sem er. HVERABAKARÍ, Heiðmörk 35 sími: 99—4179 [þróttafélög íþróttahópar SALIR fyrir t.d. ráðstefnur árshátíðir afmæli Getum boðið uppá lifandi tónlist gerum föst verðtilboð Framleiðslumaður: Pétur Sturlaugsson RISIÐ Veislu- og fundarsalir Hverfisgötu 105 Símar 29670 - 22781 74

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.