Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 4

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 4
Efnisvfirlit Guðjón Árnason er fyrirliði „Hafnar- fjarðarhraðlestarinnar" sem hefur verið á mikilli sigursiglingu. Lið FH varð deildar- íslands- og bikarmeist- ari á síðasta keppnistímabili og er í toppslagnum um þessar mundir. í hressilegu viðtali við ÍÞRÓTTA- BLAÐIÐ ræðir Guðjón um laun íþróttamanna, landsliðsmálin, keppnisferilinn og rifjar jafnframt upp skemmtilegar sögur af meðspil- urunum. Hann er opinskár og ein- lægur og metnaðargjarn íslands- meistari. Þeir íslensku íþróttamenn sem hafa leikið sem atvinnumenn með erlend- um liðum hafa yfirleitt verið mikið á milli tannanna á fólki. Alla fýsir að forvitnast um launamál þeirra, hvort þeirséu fjárhagslega tryggðirtil fram- tíðar og fleira í þeim dúr. IÞRÓTTA- BLAÐIÐ sló á þráðinn til nokkurra íþróttamanna sem hafa verið at- vinnumenn og spurði þá út í þessi mál. Að auki er rætt við Patrek Jó- hannesson sem er líklega atvinnu- maður framtíðarinnar í handbolta. 6-14 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ kemur víða við á síðunum sem kallast „í pokahorn- inu". Þarer viðfangsefnið í styttra lagi og úr ýmsum áttum. Við spyrjum Örn Árnason hvaða íþróttamaður hann vilji vera, rekjum íþróttaferil Páls Ólafssonar, segjum frá fyrsta verð- launapeningi Ragnheiðar Runólfs- dóttur, biðjum Sigurð Sveinsson um að yrkja Ijóð ogteikna mynd og fleira í þessum dúr. Þetta eru síður sem þú mátt ekki missa af! 4

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.