Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 18

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 18
í KNATTSPYRNU Sigmundur Ó. Steinarsson, íþróttafréttamaður á Morgunblað- inu, hefur getið sér gott orð fyrir bækur um knattspyrnu sem hann hefur skrifað. Má þar til telja bók um Ásgeir Sigurvinsson og bækur um heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu. Nú nýverið kom út ný bók eftir Sigmund sem fjallar um sögu Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu frá 1958-1992. Bókin spannar sögu Evrópukeppn- innar allt frá upphafi en eins og knatt- spyrnuáhugamenn vita er Evrópuk- eppnin orðin ein mesta knattspyrnu- veisla sem fram fer. Það var þó ekki fyrr en á Ítalíu árið 1980 sem keppnin tók á sig núverandi form — tveir fjög- urra liða riðlar, þar sem átta bestu knattspyrnuþjóðir Evrópu reyna með sér, en framan af var keppnin byggð á útsláttarfyrirkomulagi. í bókinni eru leikir keppninnar raktir og ferill þeirra stjarna, sem skinið hafa skærast hverju sinni, er rakinn. Alls eru 150 stjörnur Evrópu- keppninnar kynntar, allt frá di Stef- ano og Yasim fram til Papin og Schmeichel. Sérstaklega er gerð grein fyrir þátt- töku íslendinga í Evrópukeppninni í aukaköflum við kaflana um þær for- keppnir sem íslendingar hafa tekið þátt í. Sigmundur Ó. Steinarsson. Ekki þarf að fara mörgum orðum um feril Sigmundar Ó. Steinarssonar — hann þekkja flestir íþróttaunnend- ur. Hann hefur unnið í tvo áratugi við íþróttablaðamennsku og er því flest- um hnútum kunnugur jaegar íþróttir eru annars vegar. M.a. má taka fram að í bókinni er að finna Evrópu- úrvalslið leikmanna Evrópukeppn- annafrá 1958-1992 sem hópurfrétta- manna var fenginn til að velja. Sig- mundur Ó. Steinarsson var einn þeirra sem tóku þátt í valinu. Af ellefu leikmönnum úrvalsliðsins veitti Sig- mundurátta þeirrabrautargengi ívali sínu. Hann vildi taka þá Franco Bar- esi, Lothar Mattháus og Johan Cruyff úr liðinu og færir haldgóð rök fyrir því að aðrir leikmenn hefðu fremur átt heima í úrvalsliðinu. Aðspurður sagði Sigmundur að margir leikjanna í Evrópukeppninni væru honum minnisstæðir en minn- isstæðastan kvað hann vera leik Vest- ur-Þjóðverja gegn Belgum í úrslita- leik EM árið 1980 en hann varð í meira lagi dramatískur. Bókin er 160 blaðsíður að stærð og er byggð upp á svipaðan hátt á fyrri bækur Sigmundar. Fjölda fróðleiks- mola er að finna í bókinni og er þar oft að finna „hina hliðina" á leikjum og leikmönnum keppninnar. M.a. er sagt frá því að kassetta með lögum Eltons John hafi verið í miklu uppá- haldi hjá leikmönnum danska liðsins síðastliðið sumar og hlustuðu þeir ávallt á þessa snældu á leið sinni í leiki. Fyrir úrslitaleikinn skaustafturá móti nýtt lag upp á toppinn hjá dönsku leikmönnunum — lagensku stórsveitarinnar Queen „We are the champions"! Forkálfar í íþróttalífinu hafa jafnan valist til að rita formála bóka Sig- mundar. Meðal þeirra má nefna Bryan Robson, fyrrum fyrirliða enska fótboltalandsliðsins, og Ásgeir Sigur- vinsson, fyrrum fyrirliða íslenska landsliðsins. Á þessu er engin breyt- ing að þessu sinni og formála bókar- innar ritar forseti ÍSÍ, Ellert B. Schram. Fróði hf. gefur bókina út og kostar hún kr. 1.980,- 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.