Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Síða 23

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Síða 23
Guðjón var kjörinn íþróttamaður Hafnarfjarðar árið 1991. Hér er hann ásamt Bergþóri Jónssyni, formanni FH. ast vera sneyddir öllum félagsanda miðað við hversu oft þeir skipta um félög? „Leikmenn tala oft um þessa menn sem einhverjar félagsmellur sem hugsi meira um peninga en íþróttina, eins og þú segir, en samt án þess þó að tala verr um þá en aðra. Menn eru ekki bundnir því að leika ávallt með „sínu" félagi og geta skipt um lið að vild. Auðvitað hneykslast sumir og segja að þetta sé ekki rétti andinn en þetta snertir mig ekki." — Hefur það aldrei freistað þín að fara á svona flakk? „Nei, annars væri ég farinn fyrir löngu." — Þú hefur væntanlega fengið einhver tilboð? „Ekki beint — en ég hef fengið fyrirspurnir sem hafa verið kæfðar í fæðingu. Einhverju sinni sagði ég, þegar við vorum að ræða það hversu margir FEH-ingar væru enn í sínu fé- lagi miðað við það sem gengur og gerist, að þótt maður gæti fengið milljón í öðru félagi væri það ekki það sem málið snérist um. Eg sagði að ég mæti FH-hjartað á hálfa milljón og það að vera í stórliði, sem er ávallt í toppbaráttu, í Evrópukeppni og að sigra, á aðra hálfa milljón. Slík millj- ón er mikilvægari en beinharðir pen- ingar. Það er árangurinn og félags- skapurinn sem situr eftir þegar upp er staðið." — Fá menn samt ekki einhverjar greiðslur í FH? „Það vita allir að það eru komnir peningar í boltann en samt tala leik- menn ekki sín á milli um hvað þeirfá. Hjá FH eru engar beinar greiðslur í gangi til leikmanna en það fer eftir lokastöðu FH í deildinni hversu háa bónusa leikmenn fá greidda. Eftir keppnistímabilið í fyrra var okkur boðið til Portúgal ásamt eiginkonun- um og það er ekki slæmur bónus." — Ert þú ekki að þjálfa fyrir félag- ið? „Jú, ég þjálfa 4. flokk karla en ég hef aldrei fyrr gefið mér tíma til þess að þjálfa?" — Hvernig líkar þér að þjálfa? „Það er hreint ótrúlega skemmti- legt. Ég vildi að ég hefði byrjað fyrr á þessu því þjálfun er svo gefandi. Maður sér líka handboltann í nýju Ijósi sem þjálfari. Maður hugsar oft hversu gaman hefði verið að fá svona og svona þjálfun sem unglingur — að þetta og hitt hefði verið lagað hjá manni. Ósjálfrátt reynir maður að gera betur sjálfur þegar maður er að segja öðrum til." — Gætirðu hugsað þér að þjálfa meistaraflokk í framtíðinni? „Já, ég hugsa að ég myndi að minnsta kosti láta reyna á það ef tækifæri byðist. í raun yrði það kannski eðlilegt framhald af því að hafa unnið með yngri iðkendum. Annars er það ekki gefið að hand- boltamaður með mikla reynslu verði góður þjálfari." — Þú tekur kannski við af Kristjáni hjá FH? „Ég veit það nú ekki. Það fer ekki hver sem er í sporin hans. Kristján gefur rosalega mikið af sér í þjálfun- ina og er alveg einstakur." — Gætirðu í alvöru hugsað þér að taka við meistaraflokki FH í framtíð- inni? „Ég þyrfti að hugsa mig vel um því ég er ekki með mikla reynslu sem þjálfari. Ef ég væri hættur að leika kæmi það líklega til greina því FH er þannig klúbbur að það stenst allt sem talað er um. Það yrði mjög tryggt starfsumhverfi." — Nú er Kristján þekktur sem Ijúflingur, sem gerir ekki flugu mein, en hvernig er hann sem þjálfari. Öskrar hann einhvern tímann? „Sjaldan. Kristján er Ijúflingur utan vallar sem innan og það á líka við um þjálfunina hjá honum. Það er mjög gaman á æfingum hjá honum. Hann leyfir mikinn galsa, hleypir okkur upp að vissu marki og er með margar æfingar í leikjaformi. Þjált'unarað- ferðir hans eru í raun spegilmynd af persónu hans — léttar og skemmti- legar. Þetta dugar á liðið því menn bera svo miklar virðingu fyrir honum að þeir leyfa sér ekki að vera með neina misnotkun á frjálsræðinu." — Hvernig var Þorgils Óttar sem þjálfari? „Þorgils var og er ekki síður léttur og skemmtilegur karakter og hann var líka mjög góður þjálfari — mjög metnaðarfullur, eins og Kristján er reyndar líka. En hann notaði aðra að- ferð — aðferð sem er oftast kennd við Bogdan. Það voru mikil læti, hann var grimmur og rak menn áfram. Ég held að það hafi verið vegna þess að hann var búinn að spila með mörg- „Nei, ekki birta fermingarmyndina af mér." Guðjón í fullum skrúða árið 1977 — með hár, slaufu og hæla (10 sm). 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.