Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 26

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Qupperneq 26
Fyrirliðar mætast fyrir leik FH og Selfoss — Einar Gunnar og Guðjón. ár. Hann komst reyndar aldrei í landsliðið en lék nokkuð oft með pressuliðinu. Hann þótti víst grípa vel og einhver sagði að hann hefði getað gripið með handarbökunum. Pabbi náði að spila með Stjána Ara því hann hætti ekki fyrr en hann var orðinn 37 ára. Stjáni var þá 17 ára, held ég." — Ef við snúum okkur að síðasta keppnistímabili — er hægt að lýsa þeirri tilfinningu sem fylgir því að verða þrefaldur meistari? „í rauninni ekki. Það var alveg meiriháttar þótt ég hafi aðeins leikið með seinni hlutann vegna meiðsla. Þetta tímabil var engu lagi líkt og það, sem situreftir hjá mérog flestum okkar, eru móttökurnar sem við feng- um í Hafnarfirði eftir síðasta leikinn gegn Selfossi í úrsl itakeppninni. Þegar við ókum í gegnum hliðið á Kaplakrika var búið að raða kertum meðfram veginum, krakkarnir komu hlaupandi og maður þurfti að oln- boga sig í gegnum þvöguna inn í íþróttahúsið. Það var algjör stappa þar inni. Fagnaðarlætin voru slík að maður upplifir slíkt örugglega aldrei aftur. Ég fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa um þetta. A móti okkur tóku hátt á tvö þúsund manns en margir fylgdust með leiknum á breiðtjaldi í íþróttahúsinu. Það hvart'laði að mér að hætta eftir svonaglæsilegttímabil, enda orðinn 29 ára, en auðvitað skaut því bara upp í kollinn því ég sagðist mundu verða fyrsti maðurinn til þess að mæta á æfingu þegar und- irbúningur fyrir næsta tímabil hæf- ist." — Hvað varstu lengi frá? „Þetta er svo mikli sorgarsaga að það tekur því varla að segja frá því. Ég tognaði aftan í lærinu í upphafi þar- síðasta tímabils og náði mér ekki þá um veturinn. Ég þrjóskaðist við, æfði takmarkaðen lékalltaf með. Sumarið eftir fékk ég engan botn í meiðslin, fórúttil þýsks sérfræðings, kom heim aftur og var loks skorinn upp. Þá kom í Ijós að vöðvahólfið utan um vöðv- ann var of þröngt þannig að vöðvinn náði ekki að vinna eðlilega undir álagi. Eftir þetta fékk ég hægan bata en samtals varaði þettatímabil í rúm- lega eitt ár." — Hvernig var að sitja í stúkunni og horfa á félagana spila? „Það var allt í lagi því liðinu gekk vel. Ég sá þá líka að ég er ekki ómis- sandi en auðvitað hættir manni til þess að halda það eftir öll þessi ár. Vissulega hættir manni líka til að of- meta sigen ég komst að því að maður kemur í manns stað." — Hvernig finnst þér þú hafa spil- að í vetur? „Ég hef ekki verið nógu ánægður með spilamennsku mína í vetur — eiginlega allt að því óánægður. Ég held að þessi langa fjarvera vegna meiðsla eigi einhverja sök á því. Mér finnst mig vanta snerpu og ég er enn 2-3 kílóum of þungur. Ég er svo fljót- ur að bæta á mig á sumrin. Mér finnst ég vera búinn að skjóta illa og sjálfs- traustið hefur ekki verið eins mikið og þegar ég var upp á mitt besta. Þetta kemur vonandi allt." — Af hverju ert þú fyrirliði? Hvað hefurðu fram yfir hina? „Ætli það sé ekki bara leikjafjöld- inn. Þorgils Óttar gerði mig að fyrir- liða þegar hann tók við þjálfuninni og líklega hefur reynslan ráðið þar mestu." — Þú ert þá væntanlega hin sanna fyrirmynd — ferð í rúmið klukkan ellefu, ert algjör bindindismaður og mætir fyrstur á æfingar, ekki rétt? „Sko. Égerekki fyrsturáæfingar — er yfirleitt með þeim síðustu. Annars breytist það brátt því við tókum upp á I því í vetur að sekta sjálfa okkur fyrir „ÉG FÆ ENN GÆSAHÚÐ ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞETTA" 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.