Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 27

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 27
að koma of seint á æfingar og tuða í dómurum. Við borgum 50 krónur fyrir hverja mínútu sem við komum of seint en aldrei þó meira en 500 krónur." — Ert þú skuldseigastur? „Nei, en ég er nokkuð skuldugur — er kominn yfir þúsund kallinn. Núna sitja menn um hver annan og það sleppur enginn inn óséður sem kemur of seint. Svo borga menn 500 krónur fái þeir gult spjald í leik, 1000 krónur fyrir tveggja mínútna brott- reksturog1500 krónurfái þeirað líta rauða spjaldið. Þetta er vitanlega meira til gamans en það er gott að eiga penginga í sjóði. Reglulega er skuldalistinn hengdurupp — sumum til lítillar gleði." — Þú lékst þinn fyrsta landsleik árið 1989 og átt 30 leiki að baki. Ertu ósáttur við að hafa ekki fengið fleiri tækifæri? „Vissulega hefði maðurkosiðaðfá að spreyta sig oftar. Minn fyrsta landsleik spilaði ég undir stjórn Bogdans en þegar kom að B-keppn- inni var ég ekki valinn sem var skilj- anlegt þvíég var nýr í hópnum. Þegar Þorbergurtók við liðinu varég valinn til þátttöku á Friðarleikunum árið 1990 en meiddist fyrir mótið. Allan veturinn þar á eftir átti ég í meiðslun- um og kom því ekki til greina í lands- liðið. Síðasta vetur var ég í endurhæf- ingu og er ekki orðinn frískur fyrr en í úrslitakeppninni. Eg var valinn í landsliðshópinn síðastliðið haust en ég veit ekkert um framhaldið." — Finnst þér þú vera nógu góður fyrir landsliðið? „Ég veit ekki hvað skal segja í dag en mér fannst ég vera það þegar ég varfyrst valinn. Núnaeru ungirstrák- ar að koma inn í landsliðið sem leika sömu stöðu og ég og nægir þar að nefna Dag Sigurðsson sem mér pers- ónulega finnst nú þegar vera einn af betri leikmönnum deildarinnar þótt hannséekkiorðinntvítugur. Hanner gríðarlega efnilegur og framtíðarleik- maður og það er Gunnar Andrésson líka. Ég hef að vísu reynsluna fram yfir þá en vitanlega er það landsliðs- þjálfarans að velja liðið. Á meðan maður er í handboltanum gefur mað- ur alltaf kost á sér í landslið." — Hvernig finnst þér þú standa í samanburði við menn eins og Gunn- ar Gunnarsson og Sigurð Bjarnason? „Ég hef alltaf litið á Sigga Bjarna FH-ingar frá fæðingu þótt leynst hafi Haukur í horni! Mynd af bræðrunum frá árinu 1970; Maggi, Jónas, Gaui. „Ég hef ekki verið nógu ánægður með spilamennsku mína í vetur." sem skyttu en ekki leikstjórnanda. Eins og ég þekki hann er hann mjög góður leikmaður og á mikla framtíð fyrir sér. Sem leikstjórnandi finnst mér hann of bráður en ég tek það fram að ég hef ekki séð hann leika í vetur. Helsti galli Gunnars Gunnars- sonar er sá hversu sjaldan hann skýt- ur sjáifur. Útsjónarsemi hans vegur upp á móti því en hún er rosaleg. Hann er einn albesti leikstjórnandi sem við eigum í dag. Gunnar sýndi það í síðustu leikjunum á Ólympíu- leikunum að hann geturtekið af skar- ið og skorað sjálfur. Ef ég ber mig saman við þá hef ég kannski reynsl- una fram yfir Sigga og líklega skotin fram yfir Gunna, þ.e. þegar þau eru í lagi hjá mér. En þetta er alltaf mats- atriði." — Finnst þér að allir, sem hafa verið valdir í landsliðið síðustu árin, hafi átt það skilið? „Þorbergur hefur notað um tíu manna kjarna en einnig gefið mjög mörgum tækifæri. Hann er líklega búinn að prófa yfir þrjátíu leikmenn og eflaust er hægt að gagnrýna hann því menn verða aldrei á eitt sáttir. Ég er alls ekki óánægður með hans vinnubrögð." — Finnst þér þá einhver hafa orð- ið útundan sem hefði átt skilið að vera valinn? „Ég hefði viljað sjá Hálfdán Þórð- arson, línumann FH, í fleiri lands- leikjum. Hann er búinn að leika geysilega vel í vetur og hefur verið á stöðugri uppleið i' fjögur ár. Gunni Beinteins á heima í landsliðinu í dag, sérstaklega vegna þess hversu fjöl- hæfur hann er. Hann er líka góður varnarmaður. Það er spurning hvort Hansi hefði ekki átt að spilafleiri leiki því hann er góð skytta en við höfum átt aðrar góðar skyttur." — Heldurðu að þú fáir fleiri tæki- færi með landsliðinu? „Ég veit það ekki. Eina tækifærið, 27

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.