Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 48

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 48
Háskóli íslands * Námsbraut í sjúkraþjálfun * B.S. verkefni KÖRFUKNATTLEIKUR RANNSÓKN Á EÐLI OG ORSÖKUM MEIÐSLA í FJÓRUM BOLTAÍÞRÓTTUM Á ÍSLANDI Þá er komiö að síðasta hluta loka- verkefnis Jóhönnu Katrínar Krist- jánsdóttur og Kristínar Briem sem heitir: Rannsókn á eðli og orsökum meiðsla í fjórum boltaíþróttum á ís- landi. Það eru niðurstöður spurn- inga sem voru lagðar fyrir körfu- boltamenn sex kvennaliða og sex karlaliða í lok keppnistímabilsins 1"1. .y , L Bandaríkjamaðurinn James Nai- smith er frumkvöðull körfuknatt- leiksíþróttarinnar en það var árið 1891 sem hann stuðlaði að þessari tómstundaíþrótt án návígis. Körfu- knattleikur var fyrst leikinn í Massa- chusetts 1894 en síðan hefur íþróttin breiðst út og er orðin ein af vinsæl- ustu liðsíþróttum íheimi. Meiðslum, tengdum íþróttinnt, hefur fjölgað hratt frá fyrri hluta sjöunda áratug- arins jafnhliða auknum áhuga, iðk- endafjölda og meiri hæð og tækni leikmanna (Sitorius og ‘ Kwikkel, 1990). Körfuknattleikur, sem er nú iðkað- ur á Islandi, skaut hér rótum á árun- um 1945-'51 (Gils Guðmundsson, 1987). Fyrsta íslandsmótið var haldið árið 1952 og fyrsti landsleikur háður gegn Dönum sjö árum síðar. Körfu- knattleikssamband Islands var stofn- að 29. janúar 1961. Áhugi íslendinga á íþróttinni var almennt lítill fram til 1975 en það ár komu fyrstu erlendu leikmennirnir til landsins. íþrótta- samband íslands (ÍSÍ) var með 5.818 virka körfuknattleiksiðkendur skráða 1990 en undanfarin ár hefur íslensk- ur körfuknattleikur ekki verið mjög hátt skrifaður. Karlalandsliðið hefur þó verið að sækja í sig veðrið og stendur nú jafnvel framar landsliðum Dana og Norðmanna. A-landslið kvenna hefur einnig átt undir högg að sækja og hefur verið, eins og karla- landsliðið, í hópi C-þjóða. Ýmist er leikið á dúk eða parketi. Á leikskýrslu mega vera 10-12 leik- menn og leyfist að skipta leikmönn- um inn/út að vild. Leiktfmi er 2x20 mínútur, með 10 mín. leikhléi milli hálfleikja, auk leikhléa sem tilheyra leiknum. Úrslit ráðast af skoruðum stigum. í körfuknattleik felst hröðun, hraðaminnkun, stökk og návígi sem gefa oft tilefni til áverka. Körfuknatt- leikur er nú návígisíþrótt og krefst líkamsburðar (hæð, þyngd), hraða, ^^^W^tyrks, lipurðar, andlegs sem líkamlegs jafnvægis, auk samhæfing- ar augna og handa. Þegar könnunin vargerð komu eft- irtaldar niðurstöður í Ijós: Meðalald- ur karla í körfuknattleik var 23,4 ár en 21,7 ár hjá konunum. Meðalhæð karla var 188,7 sm en 170,3 sm hjá konunum. Meðalþyngd karla var IV. HLUTI Jóhanna Katrín Kristjánsdóttir Kristín Briem 83.2 kg en 62,5 kg hjá konunum. Undirbúningstímabil karla stóð yfir í 8,7 vikur en 5,8 vikur hjá konunum. Meðalæfingafjöldi á viku var 4,3 hjá körlunum en 3,8 hjá konunum. Með- allengd æfinga hjá körlunum var 98.3 mín. en 81 mín. hjá konunum. Á keppnistímabilinu æfðu karlarnir að meðaltali 4,7 sinnum í viku en kon- urnar 3,3 sinnum. Meðallengd æf- inga þá var 95 mín. hjá körlunum en 82,5 hjá konunum. TÍÐNI MEIÐSLA Fleiri karlar (75%) en konur (51%) sögðu meiðsli hafa háð sér á tímabil- inu (p< 0,05). Fjöldi meiðsla, sem HÁÐU LEIKMÖNNUM á tímabilinu 48

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.