Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 62

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 62
„Það kom sundrung í hópinn þegar stjórnin tjáði okkur að við þyrftum sjálfar að standa straum af kostnaði vegna þátttöku okkar á ís- landsmótinu. Við sáum fram á að þurfa að borga um 40.000 krónur úr eigin vasa og höfðum einfaldlega ekki ráð á því. Seinna drógu stjórnar- mennirnir þessar yfirlýsingar í land en þá var það um seinan." — Ég hleraði það að liðið myndi leysast upp ef þú færir — er það rétt? „Það er mjög þægileg lausn að reyna að skella skuldinni á aðra. Það spurðist sömuleiðis út að stjórnar- menn Hauka hefðu fyrir löngu þegar tilkynnt KKÍ að félagið myndi ekki ÉG HELD ÉG HAFI ALDREI VERIÐ NEIN STJARNA senda meistaraflokk kvenna til keppni á íslandsmótinu. Astæða þess átti að vera sú að önnur félög, þá sérstaklega Keflavík, áttu að vera að reyna að lokka til sín leikmenn. Það átti að hafa gerst áður en ósköpin byrjuðu hjá félaginu." — Falaðist ÍBK eftir þér? „Þegar nokkrar stelpur í ÍBK-liðinu fréttu að ég ætlaði að skipta um félag óskuðu þær eftir því að ég kæmi til þeirra. Upp úr þvítöluðu tveir stjórn- armenn ÍBK við mig." — Er einhver munur á IBK og Haukum? „Það er mun meira gert fyrir leik- menn ÍBK og stuðningur við liðið er ómetanlegur." — Er sami húmorinn í stelpum suður með sjó og þeim sem búa í Hafnarfirði? „Það hefur stundum verið tala um einhvern sérstakan Keflavíkurmóral og þá í neikvæðri merkingu en ég hef ekki fundið fyrir honum. Stelpurnar eru mjög jákvæðar og skemmtilegar. Er það ekki alltaf þannig að þeir, sem eru bestir, eru öfundaðir og þess vegna spinnast svona sögur?" — Þið eruð á gífurlegri siglingu í deildinni, gjörsamlega ósigrandi. Hvað er að gerast? „Við erum bara bestar, svo einfalt er það. Það er spurning hvað gerist þegar Anna María Sveinsdóttir tekur Það er eins gott að reima vel og vandlega áður en lagt er af stað upp sigurbrautina. sér frí vegna barnseigna en Björg Hafsteinsdóttir er komin til baka frá KR og hún tekur væntanlega stöðu hennar." — Hafa þjálfarar ekki útdeilt pillu- spjöldum til ykkar meðan á keppnist- ímabilinu stendur til þess að koma í veg fyrir að þið verðir óléttar? „Nei, það hefur ekki verið gert hingað til. Þetta er nú einu sinni gangur lífsins og þeir þjálfarar, sem ég hef haft, hafa ekki beðið okkur um að fara varlega í þessum efnum." — Ertu eins mikil stjarna í ÍBK og þú varst í Haukum? „Ég held ég hafi aldrei verið nein stjarna en það getur vel verið að það beri minna á mér núna en í fyrra. Útnefningin í lok síðasta tímabils kom mérverulegaáóvartogég bjóst alls ekki við henni. Það var í raun fyrsta tímabilið mitt með meistara- 62

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.