Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 72

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 72
A LIIMUIMIMI GUNNAR BEINTEINSSON HAND- KNATTLEIKSMAÐUR í FH Gefurðu kost á þér í landsliðið, Gunnar? (Gunnar gaf ekki kost á sér í landsliðið fyrir B-keppnina í fyrra og bar því við að hann vildi gera annað við tímann en að sitja á bekknum). „Já, já, ég geri það og er alveg til- búinn í slaginn aftur. Ástæða þess að ég gaf ekki kost á mér í landsliðið í B-keppnina var sú að þá hafði ég fengið nýja vinnu og varekki tilbúinn til að hætta mér út í fjarvistir. Ég het'ði hinsvegar verið fyllilega tilbúinn á Ólympíuleikana en þá var ég ekki valinn. Staðan er því þannig að mað- ur bíður bara og vonast eftir því að kallið komi frá Þorbergi landsliðs- þjálfara. Þrátt fyrir þetta hliðarspor mitt er ég ekki hættur og stefni á HM '93. Jú, okkur FH-ingum hefur gengið ágætlega það sem af er mótinu. Við byrjuðum illa en núna er kominn stígandi í þetta og það er jákvætt. Við stefnum að því að verja titilinn að bikarnum undanskildum og helstu andstæðingarnir verða Valur og Sel- foss með Sveinsson illviðráðanleg- an."

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.