Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 75

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Page 75
fréttabréf Umsjón: Guðmundur Gíslason kvæmdastjóra. Glæsilegt íþróttaþing 61. íþróttaþing ÍSÍ var haldið 24. og 25. okt. sl. í Ráðhúsi Reykjavíkur. Rétt til setu átti 261 fulltrúi frá 28 héraðs- samböndum og íþróttabandalögum og 21 sérsambandi. Mæting var mjög góð og mættu 243 fulltrúar af þeim 261 sem rétt áttu til setu. Mörg mál lágu fyrir þessu þingi sem var mjög starfsamt og gott. Tillögur Margar tillögur lágu fyrir þessu þingi og skal getið nokkurra þeirra sem samþykktar voru: Tillaga um ... — endurskoðun laga ISI — þátttöku kvenna í stjórnun íþróttahreyfingarinnar — íþróttaminjasafn — jafna aðstöðu til þjálfunar og keppni — skráningu félagsmanna og iðk- enda — sérsambandsdómstól Þá var samþykkt afreksíþrótta- stefna sem eflir afreksíþrótta- sjóðinn verulega. Kosningar Ellert B. Schram var einn í kjöri tii forseta ÍSÍ og hiaut hann kosningu með dynjandi lófataki þingfulltrúa sem risu úr sætum og hylltu hann. Friðjón B. Friðjónsson var einn í kjöri til gjaldkera og var hann einnig kosinn með dynjandi lófaklappi þing- fulltrúa. Þrír voru í kjöri til varaformanns: Katrín Gunnarsdóttir, Lovísa Einars- dóttir og Magnús Oddsson. Magnús Oddsson hlaut 113 at- kvæði og var kosinn varaforseti ISÍ. Katrín hlaut 83 atkvæði og Lovísa 45 atkvæði. Þegar kosið var um 6 meðstjórn- endur í framkvæmdastjórn ÍSÍ voru

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.