Íþróttablaðið - 01.10.1993, Page 4
Efnisvfirlit
Inga Lára Þórisdóttir er fyrirliði hins
sigursæla meistaraflokks Víkings í
handbolta sem stefnir að því að
hampa íslandsbikarnum þriðja árið í
röð. í léttu spjalli við ÍÞRÓTTA-
BLAÐIÐ segir Inga Lára frá keppnis-
ferlinum, möguleikum annarra liða á
íslandsmótinu, landsliðsmálunum,
strákamálunum og hvenær og af
hverju hún klæðist gallabuxum. Inga
Lára er hugsanlega að leika sitt síð-
asta keppnistímabil á íslandi, í bili,
því hún hefur sett stefnuna á Noreg.
Daníel Jakobsson er íþróttamaður
sem hefur staðið óvenju lengi utan
geisla kastljóssins þótt hann sé einn
af fremstu íþróttamönnum landsins.
Hann hefur haldið til í Svíþjóð und-
anfarin ár til þess að geta helgað sig
íþrótt sinni — skíðagöngu og er hann
þegar kominn í fremstu röð í heimin-
um í sínum aldursflokki. Daníel er
áræðinn, hispuslaus, hreinskilinn og
umfram allt skemmtilegur í viðtali
við íþróttablaðið. Hann setur stefn-
una á toppinn en ætlar að gefa sér
nokkur ár til þess að ná settu marki.
32-36
DANIEL
íslandsmótið í körfubolta, VISA-
deildin, er hafið og sjá margir fram á
spennandi keppni í 1. deild karla og
kvenna. Keflvíkingar, sem hafa borið
höfuð og herðar yfir andstæðinga
sína í báðum deildum undanfarin ár,
virðast ekki eins sterkir og áður og
gefur það öðrum liðum byr undir
báða vængi. Ljóst er að ný I ið eru að
koma sterk upp í körfunni og nægir
þar að nefna KR í kvennaboltanum
og Skallagrím í karlaboltanum. Is-
landsmótið verður líklega með lífleg-
asta móti í vetur og nær spennan
væntanlega hámarki í úrslitakeppn-
innj^
40-45
UBOLTl