Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 7
„Ég ætlaði ekki að mæta til íslands þegar ég var kjörinn íþróttamaður ársins," segir Sigurður. tímapunkti? Þú hefur fengið ráð- leggingar hjá Zelezny, sem er að kasta spjótinu yfir 95 metra, og ert að hefja nýtt undirbúningstímabil. „Mér líður vel sem stendur en það er ekki þar með sagt að ég geti orðið næst bestur á eftir Zelezny sem er reyndar í algjörum sérflokki. Á með- an ég eygi framför ætla ég að gefa mig í íþróttina og ég er sannfærður um að ég eigi eftir að bæta árangur minn í framtfðinni. Ég tel mig vita hvað hefur farið úrskeiðis og þótt 90 metrar virðist óravegalengd skynja tímamotum! halda mér við efnið. Á síðustu mót- um sumarsins ræddi ég töluvert við heimsmeistarann Zelezny og fleiri stráka og fékk nýjar hugmyndir. Það ýtti hressilega við mér ogég hlakka til að æfa í vetur því allar forsendur eru breyttar. Ég er búinn að fá þá hvatn- ingu sem ég þurfti. Það verður líka að segjast eins og er að ég varð fyrir miklum vonbrigð- um með það hvernig staðið var að hlutunum hjá FRÍ og íþróttahreyfing- unni almennt eftir árangur minn á Ólympíuleikunum í Barcelona í fyrra. Þótt 5. sætið hafi ekki skilað mér verðlaunapeningi og ég hafi ekki bætt mig í metrum verður það ekki af mér tekið að þetta er þriðji besti ár- angur sem íslendingur hefur náð í einstaklingsgreinum á Ólympíuleik- um. Viðbrögð íþróttahreyfingarinnar og FRÍ voru engin og var ekkert gert til að ýta undir fjáröflun eða vekja áhuga yngri kynslóðarinnar á spjót- kasti. Ég var ekkert nýttur til þess að stuðla að útbreiðslu íþrótta og engar uppákomur voru haldnar. Mérfinnst sjálfsagt að mun meira skipulag eigi að vera á bak við afreksmenn okkar og þegar vel gengur á að nota með- byrinn. Þegar ég fór til Bandaríkjanna að leikunum loknum spurði ég sjálfan mig til hvers ég væri að standa í þessu. Hvað þyrfti að afreka til þess að fá hvatningu? Vonbrigðin urðu að áhugaleysi og ég ætlaði ekki að mæta til íslands þegarég var valinn Iþrótta- maður ársins. Ég var í raun talaður til að mæta. Ég byrjaði ekki að æfa skipulega að nýju eftirólympíuleikanafyrren í febrúar síðastliðnum og æfði þá svo stíft fram í maí að ég var kominn í ofþjálfun. Keyrslan var allt of mikil á skömmumtíma. Meiðslin íkjölfarof- þjálfunarinnar gerðu það svo að verkum að ég náði mér ekki á strik í sumar. Ég gat t.d. ekkert æft síðustu þrjár vikurnar fyrir Smáþjóðaleikana og missti þar með af mikilvægasta tímabili sumarsins. íofanálag meidd- istég á ýmsum stöðum þegar líða tók á sumarið og þar með var sumarið ónýtt. Þrátt fyrir allt á ég 26. besta árangur ársins í spjótkasti." — Hvernig líður þér á þessum ég hana þannig að ég geti alveg kast- að svo langt." — Hvað geturðu ímyndað þér að þú eigir eftir að kasta langt miðað við þá hæfileika sem þú hefur og ef allt gengur upp hjá þér? „Það er erfitt að geta sér til um það en þegar Zelezny kastaði 95 metra upplifði ég það með þeim hætti að ég gæti þetta líka. Ég skynjaði vega- lengdina á þann hátt þótt ég þyrfti að bæta mig mikið til þess að hanga í heimsmeistaranum." — Hvernig kemur Zelezny þér fyrir sjónir og hvernig æfir hann? „Það má segja að hann sé Bob Beamond spjótkastsins. Hann er langt á undan sinni samtíð, æfir mjög skynsamlega og hlustar meira á lík- amann en fyrirfram ákveðna æfinga- töflu. Hann vinnur mikið með smáa þætti í einu og nær þannig að púsla öllu saman. Zelezny lyftir sjaldan miklum þyngdum í lyftingum og stífnar þar af leiðandi ekki f hryggsúl- unni. Sé maður að lyfta vel yfir 100 kg í hnébeygju stífna litlu vöðvarnir við hryggsúluna þannig að ómögulegt verður að teygja á þeini. Þetta hefur maður verið að gera ár eftir ár en núna er ég hættur því. Hann setur aldrei miklar þyngdir á bakið á sér. Zelezny leggur mikla áherslu á að æfa litlu vöðvana í líkamanum en menn hafaoft lagtog mikla áherslu á 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.