Íþróttablaðið - 01.10.1993, Page 10
Bjarki í góðum félagsskap stuðningsmanna IA fyrir Evrópuleikinn gegn Feyenoord.
LEYFT Á ÆFINGUNUM
BJARKI GUNNLAUGSSON,
leikmaður Feyenoord í Hollandi, hefur verið
frá keppni vegna meiðsla í rúmt ár en er á
góðri leið með að ná fyrri styrk
Texti og myndir:
Þorgrímur Þráinsson
Þeir knattspyrnumenn, sem ís-
lendingar binda hvað mestar vonir
við í framtíðinni, eru Skagatvíbur-
arnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssyn-
ir, leikmenn Feyenoord í Hollandi.
Arnar hefur þegar leikið nokkra leiki
með A-liðinu en Bjarki hefur átt við
þrálát meiðsli að stríða frá upphafi
sumars 1992. Þrátt fyrir að hafa leik-
ið flesta leiki ÍA í 1. deild það ár æfði
hann lítið vegna meiðslanna en spar-
aði kraftana fyrir leikina.
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ hitti Bjarka að
máli fyrir leik Feyenoord og ÍA í
Evrópukeppni meistaraliða íloksept-
ember en Arnar var hins vegar að
undirbúa sig fyrir átökin gegn Skaga-
mönnum.
„Mér stóð ekki á sama þegar ég
vaknaði eftir uppskurðinn hér í Hol-
landi," segir Bjarki og kímir aðspurð-
ur um meiðslin sem hafa hrjáð hann.
„Ég átti við meiðsli í nára að stríða en
skurðurinn var það ofarlega að ég
hélt þeir hefðu tekið botnlangann
eða skorið mig við kviðsliti. Lækn-
arnir sögðust vera mjög ánægðir með
uppskurðinn en þegar ég tók engum
framförum næstu vikurnar leitaði ég
álits annars læknis. Sá sagði að ég
væri með klemmda taug í bakinu
sem orsakaði eymsli í náranum.
Hann sagði sömuleiðis að einn góð-
an veðurdag fengi ég fullan bata en
hann gat ekki sagt hversu langan tíma
það tæki. Þegar ég var á æfingu með
10