Íþróttablaðið - 01.10.1993, Page 11
Skagaliðinu í sumarfríinu virtist verk-
urinn vera fyrir bí og síðan hef ég
verið að reyna að ná upp fyrri styrk."
— Hvert er álagið á leikmönnum
Feyenoord?
„Við æfum bara einu sinni á dag
en þar sem mjög mikið er húfi fyrir
leikmenn, vegna bónusgreiðslna, er
gífurleg keyrsla á æfingum. Menn
gefa ekki þumlung eftir. Ég er mjög
sáttur við það að æfa bara einu sinni
á dag enda er maður búinn að kom-
ast að því að það að kunna að hvíla er
eitt lykilatriða í þjálfun."
— Hverjir eru möguleikar þínir á
að komast í liðið þegar þú ert búinn
að ná fullum bata og fyrri styrk?
„Ég tel þá góða því mér finnst
vanta sókndjarfan miðjumann í liðið,
með fullri virðingu fyrir hinum. Ég
myndi helst kjósa að fá að leika
fremst á miðjunni og ég verð að trúa
því að égeigi möguleika á að komast
íliðið."
— Verðið þið Arnar ekki í beinni
samkeppni um að komast í liðið?
„Jú, vissulega verðum við það en
það hefur ekkert með vináttu okkar
að gera. Feyenoord keypti okkur sem
sóknarpar og það kæmi mér ekkert á
óvart þótt okkur yrði stillt upp hlið
við hlið fyrr en síðar."
— Finnst þér þú hafa staðið í
skugga Arnars hafandi fylgst með
honum spila með Feyenoord og spila
vel fyrir íslenska landsliðið?
„Mér finnst gaman að sjá hversu
vel hann spjarar sigen vissulegaergir
það mig þegar ég hugsa um að ég
hefði sjálfur getað gert sömu hluti
hefði ég sloppið við meiðslin. Ég lít
þannig á að núna sé ég búinn að taka
út erfiða tímabilið í atvinnumennsk-
unni að einhverju leyti. Leiðin getur
bara legið upp á við."
— Hvað hefur komið þér mest á
óvart í atvinnumennskunni?
„Harkan á æfingum er mun meiri
en ég bjóstvið. Þjálfarinn leyfir ALLT
og síðustu tvær æfingarnar fyrir leiki
eru verstar. Þá ætla menn virkilega
að sanna sig til þess að komast í liðið
og fá þar af leiðandi bónusgreiðslur.
Laun leikmanna hjá Feyenoord
byggjast mest á bónusgreiðslum þótt
allir hafi vissa tekjutryggingu. Alls
eru 25 leikmenn á samningi þannig
að samkeppnin er gífurleg."
— Hvernig persónuleiki er fyrir-
liðinn De Wolf?
„Hann er mikill leiðtogi og mikils
„Það er staðreynd að hérna úti erum við núll og nix," segir Bjarki sem klæðist
hér búningi Feyenoord.
virtur. Hann var frá vegna meiðsla í
tvö ár en náði að rífa sig upp og hefur
t.d. miklar tekjur af ýmis konar aug-
lýsingum."
— Gætirðu hugsað þér að spila
annars staðar en í Hollandi?
„Já, en ég held að það sé best að
byrja í Holland eða Belgíu hafi leik-
menn áhuga á að komast til Italíu,
Spánar eða Frakklands. Draumur
minn væri að komast til einhverra af
fyrrgreindum löndum en ég á eftir að
sanna mig og þroskast áður en slíkir
draumórar festa rætur."
— Kom árangur Skagamanna í
sumar þér á óvart?
„Alls ekki. Við Arnar vorum báðir
búnir að spá því að ÍA yrði með yfir-
burðalið á íslandi. Þótt við höfum far-
ið hingað fengu þeir frábæra leik-
menn í staðinn þar sem Siggi Jóns og
Óli Þórðar eru. Styrkleiki ÍA er ótrú-
legur og menn vinna hver fyrir ann-
an. Alexander Högnason og Sigurs-
teinn Gíslason hafa verið vanmetn-
ustu knattspyrnumenn í íslenskum
fótboltaen þeirfengu loksins athygli í
sumar. Það var frábært að vera sam-
herji þeirra."
— Hafið þið séð einhverja leiki
með ÍA?
„Við fáum spólur senda til Hol-
lands eftir hvern einasta leik IA. Það
er búið að vera frábært að fylgjast
með liðinu og það er í raun synd að
hafa misst af tímabilinu með IA sem
er án efa eitt hið besta í sögu félags-
ins. Það er staðreynd að hérna úti
erum við núll og nix, það er í lagi að
það komi fram. Heima gekk okkur
vel, við vorum í sviðsljósinu og þess
vegna er það skrýtið að vera hér og
láta ekkert að sér kveða. Auðvitað
hugga ég mig við það að það tekur
tíma að festa sig f sessi hér úti og ég á
eftir að fá mín tækifæri."
— Hvers saknarðu mest frá ís-
landi?
„Félagsskaparins við strákana í ÍA
og vini og ættingja. Samt erum við
ekki með neina heimþrá því við vor-
um búnir að einsetja okkur að kom-
ast að hjá einhverju atvinnumanna-
liði. Þessi árkomaekki afturog þvíer
11