Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Qupperneq 13

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Qupperneq 13
eftir Valbjörn Jónsson EFTIRMAL UM JÓN PÁL Fyrir nokkrum árum féllu tveir ís- lenskir íþróttamenn á lyfjaprófum eftir íþróttakeppni. Þeir báru því við að þeir hefðu tekið lyf samkvæmt læknisráði vegna meiðsla, sem þeir áttu við að stríða, en neituðu að hafa tekið inn lyf til að bæta árangur sinn í íþróttum. Þetta var á fyrstu árum lyfjaprófanna og íþróttamenn og læknar gættu ekki sem skyldi að var- ast þau fjölmörgu lyf sem voru skyndilega komin á bannlista al- þjóða Ólympíunefndarinnar. í kjöl- far þessa hafa allir verið betur á verði enda ekki vanþörf á því núorðið er allra leiða leitað til að koma íþrótta- manni aftur til æfinga og keppni eftir meiðsli. Fyrr á þessu ári lést Jón Páll Sig- marsson skyndilega. Hann hafði, rúmu ári fyrir andlátið, orðið fyrir al- varlegu slysi. Stór vöðvi slitnaði frá beini við átök og hann gekk í gegnum erfiða læknisaðferð erlendis. Jón Páll hafði atvinnu sína af aflraunum eftir að hafa fyrr á árum keppt í mörgum algengum íþróttagreinum. Hann átti lengi í meiðslunum og hafði ekki náð bata er hann lést. Reyndar hafði Jón Páll verið metinn 25% öryrki vegna meiðslanna. Engar upplýsingar er að fá um lyfjameðferðina vegna meiðslanna en ekki finnst mér ólíklegt að gripið hafi verið til steralyfja til að flýta fyrir bata. Lyfin eru reyndar framleidd og notuð í læknisfræðilegum tilgangi þótt misnotkun þeirra þekkist hjá íþróttamönnum. Falli menn frá án undanfarandi sjúkdómslegu heyrir látið undir lög um mannskaðaskýrslur og skulu yfir- völd grafast fyrir um dánarorsök. Vandaður og mikilsvirtur læknir sá um krufningu og voru niðurstöður hans um banameinið þær að hinn látni hafi verið með kransæðasjúk- dóm og skyndileg stífla vegna fitu í æðavegg hafi valdið snöggum dauða hans. Við fyrstu skoðun benti ekkert til inntöku lyfja og fyrir utan það að vera haldinn þessum algenga sjúk- dómi vestrænna þjóða var hinn látni heilbrigður. í framhjáhlaupi má geta þess að árlega deyja 6-700 manns úr kransæðastíflu á íslandi. Strax eftir andlátið var gerð húsleit á heimili hins látna og var lagt hald á allt sem líktist lyfjum og það sent í rannsókn. Niðurstöður þeirra rann- sókna sýndu að einungis var um skaðlaus vítamín að ræða. Einhverra hluta vegna voru sýni úr hinum látnasendutantil rannsóknar. Sú rannsókn tók um tvo mánuði og FANNST VOTTUR AF UMBROTS- EFNI STERALYFS við rannsóknina. Venja er við próf sem þessi að mæla hlutfallið milli hinna náttúrulegu hormóna testosterons og epitestost- erons og á það að vera 1/1. Ekki var getið um neina brenglun þar á hjá hinum látna. Það þýðir að ekki var um utanaðkomandi testosteron að ræða. Þess er getið í skýrslu vegna þessa að umbrotsefni steralyfs finnist í þvagi í marga mánuði eftir inntöku. Hjá Jóni Páli fannstaðeinsvottursem bendir til að langt hafi verið frá inn- töku og er alls ekki útilokað að notk- unin hafi verið í læknisfræðilegum tilgangi. Hér á landi eru hjarta og æðasjúk- dómaralgengustu dánarorsakir. Mat- aræði hefur þar mikið að segja. Neysla harðrar fitu er áhersluþáttur, yfirþyngd er áhættuþáttur en fyrst og sfðast líta læknar til erfiða þegar áhætta er metin. Nú vill svo til að langafi Jóns Páls dó 32 ára gamall á sama háttogjón Páll. Jón Páll var40 kg yfir kjörþyngd og vegna starfa sinna að aflraunum hafði hann borð- að feiknin öll af orku- og fituríkum mat og oft misboðið líkama sínum með sveiflum í mataræði. Ættingjar og vinir hins látna setja andlátið ekki í samband við annað en samspil erfða og umhverfisþátta. Ferill jóns Páls í kraftlyftingum var undir merkjum KR og er hann reynd- ar sá eini sem á hæstaréttardóm fyrir þeirri félagsaðild. Hann stóðst öll lyfjapróf sem hann fór í vegna íþrótt- arinnar. IHann hefur af sumum verið tortryggður vegna lyfjaprófs sem ÍSÍ vildi að fram færi árið 1985 eftir að kraftlyftingamenn höfðu stofnað samband utan þess. Jón Páll varð að ósekju fórnarlamb tveggja sambanda sem deildu en sannleikann um þetta undarlega mál er að finna í hæstarétt- ardómum frá 1987. Jón Páll vildi vera æskulýðnum gott fordæmi og er á engan hallað þótt hann hafi verið í fylkingarbrjósti íslenskra íþróttamanna hvað það varðaði. Hann boðaði hollt líferni og hollustu í mat og drykk, tók afstöðu gegn reykingum og drykkjuskap og hvatti alla til líkamsræktar. Hann var sönn fyrirmynd. ( keppnum erlendis auglýsti hann ísland í hvívetna á já- kvæðan hátt. Hann neitaði ávallt ásökunum um lyfjanotkun og ENG- AR sannanir eru til um að hann hafi notað þau til að bæta árangur sinn í íþróttum. Hér á landi gildir sú regla að allir séu saklausir þar til sekt sann- ast. Það er undarlegt ef þetta á ekki við um Jón Pál eins og aðra. Vegna framangreindra atriða vakna ýmsar spurningar. Tíðkast hús- leit þegar skyndilegt andlát verður? Tíðkast lyfjapróf við fráfall manns? Mega menn búast við að niðurstöður slíkra prófa komi fram í fjölmiðlum. 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.