Íþróttablaðið - 01.10.1993, Side 16
PUNKT AR
eftir Steingrím Ólafsson
** Veðbankar í henni Ameríku tóku sam-
stundis við sér þegar MICHAEL JORDAN
lýsti því yfir að hann væri hættur í körfu-
bolta og hættu að taka við veðmálum í tvo
sólarhringa um það hverjir yrðu næstu NBA
meistarar. Þegar veðbankarnir lokuðu voru
taldar helmingi meiri líkur á að Chicago
Bulls myndi verja meist-
aratitilinn á komandi
keppnistímabili en
klukkustund eftir að þeir
opnuðu aftur, eftir yfirlýs-
ingu Jordans, leit dæmið
allt öðruvísi út. New York
Knicks er nú talið sigurs-
tranglegasta liðið ásamt
Cleveland Cavaliers og
Phoenix Suns. Bulls er nú
spáð 3.- 4. sæti. Á sumum
stöðum, eins og t.d. í mið-
og vesturfylkjum Banda-
ríkjanna, lenti Bulls enn
neðar hjá veðbönkunum,
jafnvel í 8.-10. sæti. Það er
því nokkuð ljóst að menn
álíta Jordan nánast bera
Bulls-liðið uppi eða allt að
því.
** Yfirstjórn NBA
deildarinnar hefur nú lokið opinberri rann-
sókn á MICHAEL JORDAN vegna ásakana
um að hann sé sjúkur fjárhættuspilari en
slíkt er litið illum augum í deildinni. Jordan
sagði sjálfur að rannsóknin hefði ekkert haft
með það að segja að hann hefði hætt og það
sama sagði yfirstjórnin. Rannsóknin hélt
áfram þótt Jordan væri hættur og lauk nú á
dögunum, Jordan í hag.
** Helstu stjörnur NBA boltans hafa lýst
skoðun sinni á því að Michael Jordan sé
hættur að spila körfubolta. Tim Hardaway
hjá Golden State Warriors segir ljóst að öll
lið muni nú spila með allt öðru hugarfari
gegn Chicago Bulls því ekki þurfi lengur að
hafa áhyggjur af því hvernig eigi að eiga við
Jordan. Kevin McHale, sem hætti hjá Boston
Celtics eftir síðasta keppnistímabil, tók
kannski aðeins dýpra í árinni þegar hann
sagði: „Ég þori að veðja að eftir fimm ár mun
fólk segja: „Hvaða Michael Jordan?“ því
þannig er NBA boltinn.11
* * Liðsmenn annarra NBA liða hafa orðið
heldur kokhraustari eftir að Jordan hætti.
Terry Mills hjá Detroit Pistons segir til dæm-
is að það eina, sem hafi komið í veg fyrir að
Pistons yrðu NBA meistarar, sé Michael
Jordan. „Hann er farinn og við verðum
næstu meistarar," sagði Mills.
* * Ónefndur leikmaður Charlotte Horn-
ets sagði þegar hann heyrði fréttirnar:
„Þegar Jordan er hættur á Bulls ekki mögu-
leika á að halda titlinum. Liðið vinnur í
mesta lagi 35 leiki á keppnistímabilinu.11
** Bill Clinton Bandaríkjaforseti lét af-
sögn Jordans sig varða því hann var inntur
álits á henni á blaðamannafundi. Clinton
sagði: „Hans verður saknað í bakgörðum,
leikvöllum, hjá krökkum sem og fullorðn-
um. Alla dreymdi um að vera Jordan. Við
sjáum líklega aldrei aftur hans líka.“
Barkley sagði að Jordan væri eini
maðurinn í heiminum sem spilaði
körfubolta eins vel og hann sjálfur.
** Einn besti vinur Jordans, en um leið
einn harðasti andstæðingur hans á vellinum
Charles Barkley hjá Suns, var gráti næst
þegar hann fékk fréttirnar. „Þetta er sorglegt
og kom mér verulega á óvart. Jordan er eini
maðurinn í öllum heiminum sem spilaði
körfubolta eins vel og ég. Þess vegna á ég
eftir að sakna hans á vellinum.11
** Afsögn Jordans kom íbúum Chicago
gjörsamlega í opna skjöldu. Flestir voru
harmi slegnir en virtu ákvörðun hans. Allar
„þjóðarsálir11, í borginni snérust um Jordan í
heila viku en Jordan hefur hingað til ekki
þurft að borga í stöðu-
mæla og hefur yfirleitt
fengið fyrirgreiðslur á öll-
um stöðum. Hann gæti
þurft að venjast því á
næstunni að vera með-
höndlaður eins og Jón
Jónsson.
** Michael Jordan er
líklega tekjuhæsti íþrótta-
maður heims og auglýs-
ingatekjur hans nema mil-
ljörðum á hverju ári.
Helstu auglýsingasérf-
ræðingar Bandaríkjanna
voru spurðir álits á því
hvaða áhrif afsökn Jord-
ans hefði á auglýsinga-
markaðinn, hvort Jordan
myndi hverfa af honum.
Einróma svar sérfræð-
inganna var „Nei“. Þeir
sögðu að Jordan væri allt of stórt nafn til að
gleymast. Þeir sögðu reyndar að yrði hann
ekki byrjaður að spila körfubolta aftur eftir 5
ár myndu þeir endurmeta stöðuna.
** Mikill sjónarsviptir er að stórstjörnum
úr NBA boltanum. Magic Johnson er hættur,
Larry Bird og Kevin McHale eru sömuleiðis
hættir. Júgóslavinn Drazen Petrociv hjá Lak-
ers lést í bílslysi og Reggie Lewis hjá Boston
úr hjartaáfalli. Og ekki má gleyma Jordan.
„NBA boltinn mun seint ná sér af þessum
skakkaföllum11 var einróma álit tíu helstu
íþróttafréttamanna Kaliforníu.
* * Charles Barkley fékk heldur betur áfall
í æfingabúðum Suns í byrjun október þegar
hann féll skyndilega niður og gat hvorki
hreyft legg né lið. Hann var í skyndi fluttur á
sjúkrahús þar sem læknar framkvæmdu 28
rannsóknir á kappanum. Þeir komust að
þeirri niðurstöðu að hann hefði gjörsamlega
ofkeyrt sig á æfingunni og það hefði orsakað
máttleysi hans. Barkley sagði sjálfur að
þegar hann hefði hnigið niður hefði honum
aðeins dottið eitt í hug: „Ég er lamaður.11
** Það á ekki af Golden State Warriors að
ganga. Liðinu var spáð velgengni á síðasta
keppnistímabili en það lenti í einu af neðstu
sætunum. Helsta ástæða þess var mikil
meiðsli hjá helstu stjörnum liðsins, þeim
Veðbankar spá Chicago Bulls 3.-10. sæti eftir að Michael Jordan
ákvað að hætta að leika körfubolta.
16