Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Qupperneq 19

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Qupperneq 19
INGA LÁRA ÞÓRISDÓTTIR, fyrirliði handboltaliðs Víkings og* leikmaður ársins 1993, ræðir við ÍÞRÓTTABLAÐIÐ um landsliðið, íslandsmótið, þjálfun og framtíðina Alltaf í BOLTANUM Það telst til Kátíðabrigða hjá henni að smeygja sér í gallabuxur því hún klæðist íþróttafatnaði frá morgni til kvölds. Hún er íþróttakennari í MH, þjálfari hjá tveimur yngri flokkum Víkings og leikmaður með meistara- flokki. Reyndar fyrirliði og leik- stjórnandi. Hún byrjaði að kenna í MH aðeins 23 ára gömul og þurfti því að eiga við óstýrláta gaura í leik- fimi sem voru rétt aðeins yngri en hún. Þegar hún skellti sér í gallabux- ur og fór út á lífið um helgar kom það fyrir að einhver nemenda hennar steig í vænginn við hana. Hún segist vera orðin þreytt á hinni svokölluðu „leit" á skemmtistöðunum og kærir sig kollótta þótt hún sé enn laus og liðug. Það hefur löngum verið deilt um það hvort fólk í boltaíþróttum sé lið- ugt og skal ósagt látið hvort Inga Lára Þórisdóttir getur farið í splitteða spíg- at. Hún er í það minnsta hvorki stíf né stirð í framan því það er stutt í brosið. Stelpurnar í Víkingi hafa verið áberandi í íþróttalífinu undanfarin ár því þær hafa orðið íslandsmeistarar síðastliðin tvö keppnistímabil og ætla sér ekki að sleppa bikarnum úr Víkinni átakalaust. Inga Lára Þóris- dóttir, fyrirliði Víkings, og leikmaður ársins á síðasta tímabili, hefur hafið keppnistímabilið nánast í kyrrþey því hún lá í flensu með nokkurra daga millibili fyrir skemmstu og í ofanálag missti hún lóð á tærnar á sér. Hún hefur því ekki sett mark sitt á leiki Víkingstil þessen klæjar ífingurna af tilhlökkun við að geta lagt sig alla fram. Inga Lára, sem verður 26 ára í des- ember, lauk prófi frá íþróttakennara- skólanum á Laugarvatni árið 1990 en hefur reyndar þjálfað frá 15 ára aldri með góðum árangri. Allt leit út fyrir að hún einbeitti sér að skíðaiðkun til frambúðar því fjölskyldan var með bakteríuna. Handboltinn heillaði handa reyndar upp úr skíðaskónum og síðar kom hún fjölskyldunni aftur á óvart þegar hún keypti sér hest. „Ég seldi hann reyndar um daginn þvf ég hafði ekki tíma til þess að sinna hon- um. En ég er sannfærð um að ég fæ mér hest í framtfðinni. Hver veit nema ég freistist líka í golfið því mamma og pabbi er komin á kaf í það." Fyrirskömmu lék íslenska kvenna- landsliðið við rússneska björninn í Evrópukeppni landsliða og beið lægri hlut í tveimur leikjum með samtals 20 mörkum. Ég spurði Ingu Láru að því hvernig henni liði sem íþróttamanneskju eftir að hafa att kappi við svo sterka þjóð og líklega fundið hversu langt er í land með að hanga í þeim bestu. „Ég hef tvisvar áður gengið í gegn- um þetta og það var sýnu verra. Við töpuðum 38:7 gegn Ungverjum og eitthvað áþekkt gegn Hollendingum fyrir nokkrum árum. Víkingur beið síðan afhroð gegn Valencia í Evrópu- keppni meistaraliða á dögunum þannig að maður er eiginlega búinn að fá nóg. Sumir segja að þetta sé góð reynsla en ég er orðin dauðleið á þessari reynslu. Það má kannski segja sem svo að hefðum við úr 42 milljónum að moða á einu keppnis- 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.