Íþróttablaðið - 01.10.1993, Síða 20
„Það er staðreynd að við erum mörgum árum á eftir strákunum hvað varðar
ýmis mál," segir Inga Lára.
tímabili eins og Valencia væri hægt
að gera ýmislegt hjá Víkingi. Þetta er
bara munurinn á atvinnumennsku og
áhugamennsku. Valencia getur
keypt hvaða leikmenn sem er og
stelpurnar gera ekkert annað en að
æfa því ekki skortir fjármagnið.
Ef við víkjum að landsliðinu þá er-
um við frekar brothættar og með litla
breidd. Ef einn sterkur leikmaður
meiðist, eins og t.d. Andrea sem gat
ekki leikið gegn Rússum, er aðeins
einn leikmaður um skyttustöðuna
hægra megin. Það er staðreynd að
mjög margar stelpur hætta að æfa
þegar þær koma í 3. og 2. flokk því
fleira en handbolti glepur. Yfirleitt
þarf sterkan karaktertil þess að koma
sterkur upp úr yngri flokkum í meist-
araflokk."
— Er þetta bara spurning um pen-
inga þegar um árangur er að ræða?
Nú virðist íslenska karlalandsliðið
geta haldið sér í fremstu röð og ekki
er verið að dæla peningum í þá?
„Það er staðreynd að við erum
mörgum árum á eftir strákunum hvað
varðar ýmis mál. Það eru ekki svo
mörg ár síðan farið var að ráða mjög
hæfa menn sem þjálfara í meistara-
flokki kvenna og hreinlega styðja við
bakið á kvennahandbolta með ýms-
um hætti. Þessi þróun hjá strákunum
hófst með tilkomu Bogdans, að mínu
mati, en mun síðar hjá okkur. Það er
gleymt og grafið núna en landsliðið
tapaði oft og illa þegar Bogdan var
fyrst við stjórn en síðan snérist blaðið
við."
— Finnst þér landsliðið eiga langt
í land með að verða topplið?
„Eins og staðan er í dag eigum við
langt í land þótt við getum strítt þeim
bestu með toppleik. Við höfum ekki
breiddina til þess að eignasttopplið á
næstunni. Til þess að ná betri úrslit-
um þurfum við að spila fleiri lands-
leiki en því miður er ekki hægt að
senda landsliðið utan í keppnisferðir
vegna fjárskorts."
— Er þetta alltaf sama baráttan
hjá ykkur — selja klósettpappír,
baka kökur og sníkja endalaust?
„A-landsliðið þarf þessekki lengur
sem betur fer en öllum er Ijóst hver
fjárhagsstaða HSÍ er þannig að það
verður ekki mikið gert fyrir okkur á
næstunni. Þátttakan í Evrópukeppni
landsliða er þó mikilvægt skref í rétta
átt og náist einhver árangur þar gæti
framtíðin orðið bjartari."
— Ertu sátt við HSÍ?
„Égerekki sáttvið það viðhorfsem
virðist rfkja hjá nokkrum innan
stjórnar HSÍ að kvennalandsliðið sé
nánasttil trafala. Því miðurer viðhorf
margra innan HSÍ á þá vegu að við
séum eingöngu baggi á sambandinu.
Menn verða bara að gera sér grein
fyrir því að kvenfólk er 40% iðkenda
innan vébanda HSÍ og hvers vegna
ætti þá ekki að verja 40% af þeim
styrk, sem HSÍfærfrá ríkinu ígegnum
ÍSÍ, í kvenfólkið?"
— Eigum við raunhæfa möguleika
í riðlinum í Evrópukeppni landsliða
sem samanstendur af liðum íslands,
Portúgals, Rússlands og Ítalíu?
„Ef við lendum í öðru sæti í riðlin-
um, sem er mögulegt eftir að hafa
sigrað landslið Portúgals á útivelli,
þurfum við að leika nokkra leiki til
þess að eiga möguleika á að komast í
úrslitakeppnina. Þetta eru 7 riðlarog
efsta liðið úr hverjum riðli fer beint í
hitahlíM'
ISLENSKA KARLALANDSLIÐIÐ
í HANDKNATTLEIK NOTAR
REHBAND HITAHLÍFAR
Smásöluaöilar:
Stoð Trönuhrauni 8
Sportbúð Kópavogs Hamraborg
Kringlusport Borgarkringlunni
Sparta Laugavegi 49
Toppmenn og sport Akureyri 3
Sportbúð Óskars Keflavík 1
ItSTOÐ
Trönuhrauni 8 220 Hafnarfirði
Sími 91-652885 Bréfsími 91-651423
20