Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Page 21

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Page 21
Inga Lára í öruggum örmum „lærimeyja" sinna í 2.- og 3. flokki Víkings. úrslit. Það lið, sem er með bestan árangur þeirra liða sem eru í 2. sæti, fersömuleiðis beint í úrsliten hin sex liðin leika um þrjú sæti. ítalir töpuðu með tíu marka mun gegn Rússum eins og við en við vitum ekki hvort þrjár sterkar stelpur frá Júgóslavíu léku með en til stóð að þær fengju ítalskan ríkisborgararétt. Hafi þær leikið með virðist mér við eiga mögu- leika gegn ítölum annars minnka þeir verulega. Eg tel það góðan árangur að lenda f 2. sæti í riðlinum og fá þar með tækifæri til að spila um það að komast í úrstlitakeppnina." — Hvernig merkirðu það að kvennahandboltinn sé á uppleið á íslandi? „Ég þekki starfið í yngri flokkum liðanna mjög vel, hef samanburð frá fyrri árum og ég er þeirrar skoðunar að stelpur, sem eru í 2. og 3. flokki, hafa betri leikskilning og boltameð- ferð en við höfðum á þeirra aldri. Fyrirkomulag íslandsmótsins hefur haft mikið að segja og úrslitakeppnin er skemmtileg. Að auki eru stelpur í mun betri æfingu og sterkari en áður. Við æfum jafn mikið og strákarnir og okkurerekki hlífteinsog vargertfyrir mörgum árum. Þjálfarar í dag leggja það sama á okkur og strákana. Það máþót ekki gleymast að til að tryggja áframhaldandi framfarir þarf góða aðhlynningu og tíma." — Hverjar eru þínar áherslur í þjálfun? „VIÐHORF MARGRA INNAN HSÍ ER Á ÞÁ VEGU AÐ VIÐ SÉUM BAGGI Á SAMBANDINU" „Ég legg mikið upp úrtækniþjálfun og leikskilningi. Það skiptir miklu máli að þaðsébolti á hvern leikmann en því var því miður ekki að heilsa fyrir nokkrum árum. Ég legg ekki mikið upp úr taktík heldur kenni ein- faldar hlaupaleiðir. Mér finnst ekki rétt að leggja áherslu á taktík áður en leikmenn læra að grípa og kasta al- mennilega við hinar ólíku aðstæður sem koma upp í leikjum. Taktíkina er hægt að læra í meistaraflokki. Hlut- verk án bolta er mjög mikilvægt í „Hliðar saman, hliðar — einn, tveir og mark." sókninni og vil ég koma því áleiðis. Ég vil að stelpurnar kunni öll grunn- atriði í handbolta þegar þær koma upp í meistaraflokk. Flókin taktík í 3.- og 4. flokki er ekki af hinu góða." — Hvernig finnst þér að leika með stelpum sem þú varst að þjálfa fyrir nokkrum árum? „Það var dálítið sérstakt þegar kjarninn úreinu sigursælasta liði Vík- ings í yngri flokkum fór að mæta á meistaraflokksæfingar. Auðvitað \ kom smá svipur á þær þegar maður \ fór að berja á þeim eins og öðrum. Ég þjálfaði Höllu Maríu, Heiðu Erlings og Hjördísi svo dæmi séu nefnd en stelpurnareru fimm í meistaraflokki í dag sem voru í gullflokki Víkings, ef svo má að orði komast. Þegar við hófum að leika saman gætti ég þess að vera ekki alltaf að leiðbeina þeim því það var ekki í mínum verkahring lengur." — Hvernig upplifir þú sjálfa þig sem handboltamann, fyrirliða, ís- landsmeistara, og leikmann ársins? „Eftir að við urðum íslandsmeistar- ar í fyrra skiptið misstum við sex leik- menn í burtu og í kjölfar þess þurfti ég að endurskoða hlutverk mitt innan liðsins. Ég hef alla tíð verið miðlari inni á vellinum og þess vegna verið gagnrýnd fyrir að gera of lítið sjálf. Ég hef alltaf litið á mig sem mann liðs- heildarinnar en í Ijósi breytinganna varð mér Ijóst að ég varð að skjóta meira. Ég lyfti lóðum reglulega bæði 21

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.