Íþróttablaðið - 01.10.1993, Síða 26
Friðrik Rúnarsson, fyrrum
þjálfari Njarðvíkur og KR
(Friðrik þjálfar ekki í úrvalsdeild-
inni í vetur)
Friðrik Rúnarsson.
Ert þú grafinn og
gleymdur eftir eitt tímabil
á titils?
„Nei, svo tel ég ekki vera. Ef ég fer
rétt með höfðu 8 lið samband við mig
fyrir keppnistímabilið, bæði karla-og
kvennalið, úr úrvalsdeildinni og 1.
deild. Ég manekki eftirað hafafengið
svo mörg tilboð áður. Sem stendur
þjálfa ég tvo flokka hjá Njarðvík —
drengjaflokk, 17 ára, og 8. flokk sem í
eru 13 ára strákar. Svo hef ég verið að
aðstoða við þjálfun og undirbúning
næsta unglingalandsliðs. Að auki hef
ég aðstoðað Torfa Magnússon með
21. árs landsliðið.
Ástæða þess að ég tók mér hvíld
frá úrvalsdeildinni er sú að mér finnst
égenn ungurogeiga svo margtólært.
Hvíldina ætla ég að nota til þess að
skoða leiki frá öðru sjónarhorni en ég
gerði sem þjálfari. Ég hef lært ýmis-
legt af því að fylgjast með úr stúk-
unni. Éger í góðu sambandi við þjálf-
ara hér heima og erlendis, fæ mikið
af lesefni um körfubolta og er með
allar skúffur fullar af blöðum um
þjálfun. Reyndar stefni ég að því að
fara til útlanda, læra meira og þrosk-
ast sem þjálfari. Sumir þjálfarar hafa
starfað í 20 ár án þess að vinnatil titla
en ég hef þjálfað í úrvalsdeildinni í 3
ár og unnið til nokkurra titla. Frá
fimmtán ára aldri hef ég verið í þjálf-
un og reyndar þjálfað alla flokka af
Á L.ÍOJUIMIMI
báðum kynjum. í því starfi hef ég
unnið til titla með þeim yngstu til
þeirra elstu. Vegna þessa hef ég ekki
trú á því að ég sé gleymdur. En vitan-
lega stefni ég að því að þjálfa í úrvals-
deildinni í framtíðinni."
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson, fyrrum
aðstoðarþjálfari Fram
(Flann og Ásgeir Sigurvinsson
hættu störfum sem þjálfarar
Fram)
Hvaða leikmenn hefðir þú
viljað fá í Fram ef þú
hefðir haldið áfram hjá
félaginu?
„Því er erfitt að svara en vitanlega
eiga allir þjálfarar sér óskaleikmenn.
Ég get reyndar nefnt einn leikmann,
sem hefði verið á mínum óskalista,
en það er Hlynur Birgisson. Sannast
sagna er skortur á sterkum varnar-
mönnum í deildinni.
Sú hugmynd var viðruð hvort ég
tæki einn við Framliðinu en ekkert
varð úr þeirri umræðu. Að mínu mati
var undirbúningurinn fyrir tímabilið
góður þótt Ásgeir hafi ekki verið á
staðnum en auðvitað er æskilegt að
þjálfari starfi allt árið um kring hjá því
liði sem hann stýrir. Sumarið olli að
vissu leyti vonbrigðum og maður
hefði viljað ná betra sæti í deildinni,
sérstaklega þegar litið er til spila-
mennsku liðsinsum miðbiksumaren
þá lék liðið mjög vel. Nú hefégtekið
við þjálfun Fylkis sem mér finnst
spennandi verkefni og ég geri mitt
bestatil þess að koma liðinu í þangað
sem það á heima."
Kristinn R. Jónsson, þjálfari
knattspyrnuliðs Hauka
(Kristinn hættir hjá Fram og
snýr sér að þjálfun — á besta
aldri)
Kristinn R. Jónsson.
Er þetta ekki hálfgerð
uppgjöf, Kristinn?
„Nei, það myndi ég ekki segja.
Finnst þér það? Ég hef áhuga á að
reyna mig sem þjálfari og mun ég því
sameina spilamennsku og þjálfun
næsta sumar. Hvað sumarið hjá Fram
varðar var undirbúningur fyrir mótið
góður en því miður er ekki hægt að
segja það sama um mannskapinn.
Líklega eiga þjálfararnir einhverja
sök á því hvernig fór en þegar illa
gengur reyna menn alltaf að finna
sökudólga."
26