Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Side 27

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Side 27
Pétur Ormslev. Pétur Ormslev, fyrrum leik- maður og þjálfari Fram (Pétur gat ekkert leikið í sumar vegna meiðsla) Er þjálfun í sigtinu, Pétur? „Ég er alla vega hættur að spila. Það er nokkur Ijóst. Annað hnéð hef- ur neitað að starfa eðlilega og þess vegna er boltaspark úr sögunni. Jú, þjálfun kemurtil greinaen hvortslíkt er á döfinni á næsta tímabili get ég ekki sagt til um. Vissulega myndi ég skoða tilboð sem bærust." HEYRST HEFUR *...að ísíðasta EUROTIPS potti hafi aðeins komið fram tveir seðlar með öllum 14 leikjunum réttum. Annar seðillinn kom fram á Islandi en hinn í Svíþjóð. Hvorki Danir né Austurríkismenn fundu seðil með 14 leikjum réttum. íslenska seðil- inn átti Keflvíkingur en seðilinn, sem kom fram í Svíþjóð, átti ís- lenskur námsmaður í Lundi. Það voru því tveir íslendingar sem skiptu með sér rúmum 17 milljón- um þótt þeir hafi tippað hvor í sínu landi. *...að eftir að Keflvíkingurinn vann rúmar 8,7 milljónir í Eurotips hafi getraunasala margfaldast í Vallar- húsinu í Keflavík. Þar selja þeir einnig svokölluð Hlutabréf í getra- unakerfum og seldu þeir yfir 200 bréf á 500 kr stykkið, næstu helgi á eftir. *...að þegar Ungmennafélagið á Dalvík setti upp gervihnattabúnað fyrir SKY SPORT, og hóf þar með beinar útsendingarfrá Englandi, hafi 80 manns mætt og horft á Man. Utd.- Arsenal. Það er meira en tvöf- alt fleiri áhorfendur en sáu landsleik íslands og Luxemborgar í sumar — ef miðað er við fjölda íbúa. Hver segir að enginn hafi áhuga á ensku knattspyrnunni. *...að sama sunnudag hafi nær 300 manns mætt í kaffiteríu ÍSÍ í Laugar- dal til að sjá sama leik. Margir urðu frá að hverfa en þeir, sem eftir sátu, sáu ekki mikið fyrir margnum. I dag eru þeir hjá ÍSÍ betur undirbúnir fyrir slíkan fjölda og þangað geta fót- boltaáhugamenn nú komið og séð beinar útsendingar á Sky Sport alla sunnudaga og mánudaga. Einnig verður fljótlega hægt að sjá toppleiki frá Ítalíu á sunnudagskvöldum. Það verður því mögulegt að sjá 5 beinar útsendingar frá toppfótbolta yfir helgi í Laugardalnum. ÞÓRSHAMAR Frábærir þjálfarar! Besta æfingaaðstaða landsins! m- Alltaf ný námskeið 1 gangi! Upplýsingar í síma 14003 KARATEFÉLAGIÐ ÞÓRSHAMAR BRAUTARHOLTI 22

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.