Íþróttablaðið - 01.10.1993, Page 32
— Rætt við huldumanninn og
skíðagöngugarpinn Daníel Jakobsson
GERA
PRESTSSYNIR
SVONA?
Hvernig tilfinning ætli það sé að
fórna öllu fyrir íþrótt sína en fá
aldrei þá viðurkenningu sem maður
á skilið? Verða þess í stað aðhláturs-
efni íslensku þjóðarinnar, þrátt fyrir
að hafa hlotið mikið lof á erlendri
grundu og teljast með þeim efnileg-
ustu í sinni íþróttagrein?
Daníel Jakobsson ertvítugur ísfirð-
ingur og langbesti skíðagöngumaður
landsins um þessar mundir. Enginn
annar göngugarpur kemst með tærn-
ar þarsem Daníel hefur hælana, jafn-
vel þótt hann sé á gönguskíðum.
Daníel hefur nýlokið þriggja ára
námi í skíðamenntaskóla í Svíþjóð
þar sem hann stundaði íþrótt sína af
kappi við bestu hugsanlegu aðstæður
— með bestu göngugörpum Svíþjóð-
ar. Hann fékk alþjóðalegan Ólymp-
íustyrk til að getaeinbeitt sér að íþrótt
sinni og hefur náð mjög góðum ár-
angri á mótum í Svíþjóð, þykir einn
efnilegasti skíðagöngumaðurinn þar
um slóðir. Þrátt fyrir það hefur farið
undarlega lítið fyrir þessum geð-
þekka pilti í íslenskum fjölmiðlum,
hann virðist vera týndur og tröllum
gefinn! Daníel varð yfirburðasigur-
Texti: Þorsteinn Gunnarsson
Myndir: Hreinn Hreinsson
vegari á síðasta skíðalandsmóti og
rósina íhnappagatiðfékkhann þegar
hann sigraði heimsmeistara unglinga
í 30 km göngu á stórmóti í Noregi í
apríl síðastliðnum.
Þótt skíðaíþróttin sé mjög vinsæl
íþrótt meðal íslendinga er skíða-
ganga sú tegund skíðaíþrótta sem á
ekki upp á pallborðið hjá landanum,
enda aðstæðurtil iðkunar hennar hér
á landi fremur takmarkaðar.
32