Íþróttablaðið - 01.10.1993, Side 33
Daníel er vel ættaður, sonur Jak-
obs Hjálmarssonar Dómkirkjuprests
og Auðar Daníelsdóttur og er yngstur
þriggja bræðra. Hann fæddist í
Reykjavík 17. ágúst 1973 og varð því
tvítugur á árinu. Hann bjó á Seyðis-
firði fyrstu fjögur ár ævinnar en það-
an flutti hann til ísafjarðar þar sem
hann komst í kynni við skíðagöng-
una. Frá tólf ára aldri hefur hann
stefntað því, leyntog Ijóst, að komast
í röð fremstu skíðagöngumanna í
heiminum.
Daníel lítur mjög göngumanns-
lega út, er grannur og spengilegur og
myndarlegur pilturen því miður, fyrir
íslensk fljóð, hefur sænskri skíða-
konu tekist að klófesta hann. Daníel
er lýst sem miklum keppnismanni
með ódrepandi sjálfstraust, vel gefn-
um, svolítið dulum en kjarnyrtum,
hugrökkum og mjög meðvituðum
pilti. Bræður hans, Óskar og Þórir,
eru miklir áhugamenn um skíða-
göngu og Óskar er reyndar núver-
andi Reykjavíkurmeistari í þeirri
grein!
Á ísafirði fetaði Daníel í fótspor
eldri bræðra sinna í orðsins fyllstu
merkingu. Hann fór að elta þá upp
brekkurnar og síðan í göngubrautirn-
ar en á 8. aldursári byrjaði hann að
æfa skíðagöngu fyrir alvöru.
„Þá voru svigbrautirnar komnar
svo hátt upp í brekkuna og orðið svo
bratt að ég þorði ekki lengur niður,"
segir Daníel þegar hann rifjar upp
fyrstu ár ferils síns. „Ég var líka að
leika mér í fótbolta á sumrin en skíðin
voru mitt helsta áhugamál. Fyrst var
þetta auðvitað aðallega leikur og það
ríkti gífurlegur áhugi á þessum árum.
Við vorum milli 20 og 30 strákar á
æfingum en nú erum við bara þrír
eftir sem æfum af einhverju viti. Auk
33