Íþróttablaðið - 01.10.1993, Page 36
Heimsmeistaramóti unglinga ÍTékk-
landi. Þar gekk honum mjög illa þrátt
fyrir að hann væri mjög vel undir-
búinn og í góðu formi. Hann hafnaði
í 37. og 42. sæti en sænskir strákar
röðuðu sér í þrjú efstu sætin. „Þetta
var virkilega svekkjandi vegna þess
að ég hafði verið að vinna þessa Svía
hvað eftir annað á mótum í Svíþjóð.
En þetta gerir íþróttir spennandi,
maður getur aldrei verið öruggur um
neitt," segir Daníel.
PENINGASKORTUR
HÁIR
SKÍÐASAMBANDINU
Nokkur styr hefur staðið um Skíða-
samband íslands síðustu misseri og
Daníel hefur ákveðnar skoðanir á
uppbyggingastarfi sambandsins.
„Mér finnst það hrein og klár mis-
tök hvernig staðið hefur verið að
uppbyggingu á norrænu greinunum.
Það hefur verið haldið úti of fjöl-
mennu liði miðað við þá litlu pen-
inga sem Skíðasambandið hefur úr
að moða. Það er lítið hægt að gera
með þennan þriggja til fjögurra
manna hóp, í stað þess að leggja
áherslu á að styrkja einn eða tvo
bestu göngumenn landsins. En þetta
snýst allt um peninga og það verður
seint sagt að Skíðasambandið vaði
beinlínis í peningum. Einu tekjur
sambandsins eru Lottópeningar og
Ólympíustyrkir og svo er rifist um
hvernigeigi að skipta peningunum á
milli greina. Ég held að sú skipting
hafi verið sanngjörn hingað til. Mín
samskipti við Skíðasambandið hafa
verið mjög góð. Þeir gera eins vel og
þeir geta þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Þaðer þvíóþarfi aðgráta íblöðin þótt
menn séu ekki sammála um hlutina,
eins og gerðist, því miður.
Sem dæmi um afleiðingarafslæm-
um fjárhag Skíðasambandsins þá er
ekki starfrækt unglingalandslið í
skíðagöngu þrátt fyrir að hér séu
margir efnilegir strákar. Ég er sá eini,
sem er í A-landsliðinu, en síðan eru
aðeins þrír strákar í B-landsliðinu.
Það verður að fara að byggja upp
meira markvisst ef skíðagangan á
ekki að deyja út hér á landi. Þetta er
vel hægt, uppbyggingin á Akureyri
sýnir að það er allt hægt ef viljinn er
fyrir hendi.
Ekki má gleyma því að aðstaða
fyrir skíðagöngumenn hér á landi er
ekki sú glæsilegasta, sérstaklega
sunnanlands. Á Reykjavíkursvæðinu
búa yfir hundrað þúsund manns og
þar er bókstaflega engin aðstaða og
því er helmingur íbúa landsins úr
leik. Það væri kannski hægt að gera
brautir í Árbæ en þar sem tíðarfarið er
mjög rysjótt og áhugi lítill held ég að
það sé fjarlægur draumur. Eina að-
staðan fyrir sunnan er í Bláfjöllum en
gönguhringurinn þar er ferhyrndur.
Éghefaldrei séðannaðeinsáævinni.
Þessi braut er bara gerð fyrir túrista.
Þegarégfer í Bláfjöll ferég 6-7 hringi,
eða ferhyrninga í einu en það liggur
við að ég æli eftir 2 því brautin er svo
leiðinleg. ÍJarpen íSvíþjóðer140 km
brautarkerfi og það tekur heila viku
að fara allar brautirnar þar!
Útlendingar segja oft að miðað við
legu landsinsættu íslendingar að láta
meira að sér kveða í skíðaíþróttum.
En hér eru veður válynd og kosturinn
við það að búa í Svíþjóð er fyrst og
fremst veðurfarið. Það detta of margir
dagar á út íslandi," segir Daníel.
Á TOPPNUM EFT1R5TIL
6 ÁR
— En hvernig er það að fórna öllu
fyrir íþrótt sína en fá ekki þá viður-
kenningu sem maður á skilið í
heimalandi sínu?
„Maður verður nú að vera svolítill
egóisti í sér til að standa í þessu. Þess
vegna er það óneitanlega skemmti-
legt að sjá nafnið sitt á prenti og lesa
greinar um sig. Það er því mjög
svekkjandi þegarmaðurfert.d. íBlá-
fjöll að það er enginn sem þekkir
mann. Maður fær sjaldan nokkuð til
baka hér heima. Það er nú einu sinni
svo að ég er mjög mannlegur og eflist
um helming við allt hrós.
En á íslandi eru margir sem hlæja
að okkur og það eru alls kyns for-
dómar til gagnvart íslenskum skíða-
göngumönnum. Það er t.d. sagt: „Þið
lendið alltaf í neðsta sæti, eruð meira
að segja neðar en Darnir sem hafa
engar skíðagöngubrautir." Þetta er
auðvitað út í hött. Að bera saman
ísland og Danmörku er t.d. ekki
sanngjarnt. Danskir skíðagöngu-
menn fá 10 milljónir króna í styrki á
móti 700 þúsund krónum hjá þeim
íslensku. Auk þess búa danskir skíða-
göngumenn í Noregi og Svíþjóð og
æfa viðtoppaðstæður. Þaðtekursinn
tíma að koma sér í fremstu röð. Ætli
ég verði ekki á toppnum eftir svona 5
til 6 ár, eða það vona ég. Það er ekki
það mikil hvatning sem ég fæ. Bestu
skíðagöngumenn heims eru atvinnu-
menn ísinni íþróttog meðtekjurupp
á tugi milljóna króna á ári. Að ætlast
til þess í dag að ég standi í þeim er
eins og að láta 4. deildar lið í enska
boltanum beint upp í 1. deild og ætl-
ast til að það standi í þeim þestu.
Þetta er auðvitað alveg út í hött. En
vonandi fær maður einhvern tímann
viðurkenningu fyrir íþrótt sína en það
kostar miklar æfingar og fórnir. Þá
mun ég minnast þeirra sem hafa stutt
við bakið á mér, eins og t.d. bræðra
minna og foreldra.
Þegar ég kem heim til íslands er
Óskar bróðir aðstoðarþjálfari minn
og reynist mér mjög vel. Við höfum
oft gantast með það að hann fær
miklu meiri athygli en ég íblöðunum
hér heima og sagt er að hann sé fræg-
asti skíðagöngumaður landsins því
hann er Reykjavíkurmeistari á skíð-
um en sú keppni fær langmestu at-
hyglina í blöðunum hér á hverju ári,"
segir Daníel að lokum og hlær eins
og honum einum er lagið.
36