Íþróttablaðið - 01.10.1993, Page 42
til alls líklegir og með besta erlenda
leikmanninn, John Rhodes, verða
þeir erfiðir viðureignar. Þeir verða
mjög ofarlega.
Akranes:
Lið Akurnesinga hefur ekki leikið
áður í úrvalsdeildinni og mun því án
efa fyrst og fremst setja sér það tak-
mark að halda sér þar. Þeir eru þó
heppnir að því leytinu að þeir eru
almennt taldir í „veikari" riðlinum
þar sem meiri líkur eru á að lið reiti
stig hvert af öðru.
Grindavík:
Grindvíkingar komust í úrslita-
keppnina í fyrra en urðu þá að lúta í
lægra haldi gegn Haukum. Lið þeirra
er ungt og efnilegt og á eftir að gera
marga góða hluti. Guðmundur
Bragason hefur tekið við þjálfun liðs-
ins auk þess sem hann mun áfram
leika með. Þeir hafa fengið liðsstyrk
frá nágrönnum sínum úr Keflavík, þá
Nökkva Má og Hjört Harðar auk þess
sem Bandaríkjamaðurinn Wayne
Casey hefur gengið í þeirra raðir.
KR:
KRingar koma fullir bjartsýni til
leiks í ár enda komnir með töfra-
manninn Lazlo Memeth sem þjálf-
ara. Veturinn í fyrra var nokkur von-
brigði fyrir Vesturbæinga og því ligg-
ur leiðin upp á við. Breiddin hefur
aukist og ef þeim tekst að lynda við
útlendinginn hjá sér verða þeir ofar-
lega.
Valur:
Valsmenn hafa orðið fyrir mikilli
blóðtöku frá því í fyrra. Margir leik-
menn eru farnir og verða þeir því að
treysta mikið á unga og efnilega leik-
menn. Valur er með lið sem getur
unnið flest lið á góðum degi en hrap-
að síðan niður þess á milli.
Guðmundur Bragason hefur þjálf-
araferilinn í Grindavík en hann er
gríðarlega sterkur leikmaður.
UMFN:
Njarðvíkingar koma til leiks með
spá um íslandsmeistaratitil í fartesk-
i na og hvort það reyn ist gott eða vont
skal ósagt látið. Þeir hafa fengið
gríðarlegan liðsstyrk í þjálfara sínum
Vali Ingimundarsyni og hans bíður
erfitt en skemmtilegt verkefni.
Snæfell:
Hólmarar mætatil leiks með nokk-
uð breytt lið frá því ífyrra. Þeir munu
heyja afar harða baráttu við Vals-
menn og Borgnesinga um réttinn til
að fylgja Keflvíkingum upp í úrslita-
keppnina.
Skallagrímur:
Borgnesingar eru almennt taldir
með besta Vesturlandsliðið. Liðið
hefurorðiðfyrir litlum breytingumog
bætt við sig ef eitthvað er. Þeir eiga
r *' Hbr- ^
f * y
{ PIZZAHÚSID ,
679333 J
FRI HEIMSENDING