Íþróttablaðið - 01.10.1993, Síða 46
ARKÓ
— Nýir gönguskór á
markaðnum
Heildverslunin E.G. Stórhöfða
býður í fyrsta sinn upp á glæsilega og
vandaða gönguskó frá ARKÓ sem er
dótturfyrirtæki Lottó. Fyrirtækið not-
færirsér þekkingu sína íframleiðslu á
íþróttaskóm og framleiðir nú fjöl-
margar tegundir af ARKÓ göngu-
skóm — háum og lágum. Skórnir,
sem eru vitanlega vatnsheldir, eru úr
rúskinni og hentugir við ýmsar að-
stæður — hvortsem umfjallgöngu er
að ræða eða almenna útiveru. Sólinn
er mjúkur og skórnir þægilegir enda
er um fyrsta flokks gönguskó að
ræða.
Að þessu sinni býður E.G. upp á 7
tegundir af ARKÓ skóm í flestum
stærðum en útsölustaðir heildversl-
unarinnar E.G eru eftirtaldir: Hag-
kaup Kringlunni, Útilíf Glæsibæ,
Sportmaðurinn Lóuhólum, Akrasport
Akranesi, Trimmið Klapparstíg, Að-
albúðin Siglufirði, Krummafótur Eg-
ilsstöðum, Skóbúð Selfoss, Staðar-
kjör Grindavík, Skóbúð Húsavíkur
og Vöruhús KEA Akureyri.
AHEIMAVELLI
Úr einu í annað
* Það kom ekki mörgum á óvart að leik
Newcastle og Oxford skyldi vera frestað síð-
astliðið vor vegna vatnselgs á leikvellinum.
Dómari leiksins hét nefnilega Alan Flood!
* Markatöflur á íþróttavöllum eru til
margra hluta nytsamlegar. Malcom Stuart
ætlaði að nýta sér þetta tækniundur til þess
að bera fram bónorð sitt við Bridgete Colbri-
an. 33.000 áhrofendur á Old Trafford leik-
vellinum í Manchester fögnuðu gríðarlega
þegar bónorðið birtist á markatöflunni en
ekki fer sögum af viðbrögðum áhorfenda
þegar Bridget sagði nei!
* Daninn Stig Inge Björnbye vill eflaust
gleyma sem fyrst fyrstu dögum sínum hjá
enska fótboltarisanum Liverpool. Hann er
nefnilega eini leikmaðurinn, frá því að liðið
vann sér sæti í 1. deild árið 1961, sem ekki
hefur verið í sigurliði hjá Liverpool í einum
af fyrstu sex leikjum sínum fyrir félagið.
VISSIR ÞÚ...
... að ef þú SKRÚBBAR HÚÐINA vel og
vandlega áður en þú ferð í sólbað — losar
þig við dautt skinn — verður þú mun fyrr
brúnn en ella. Dautt skinn kemur í veg fyrir
fallega brúnku sem flestir sækjast eftir.
HEYRST HEFUR...
... að ÍSLENSKA KVENNALANDSLIÐIÐ í
KÖRFUBOLTA hafi þurft að kosta þátttök-
una og ferðina á Smáþjóðaleikunum í Möltu
upp á eigin spýtur með ýmsum fjáröflunum
á meðan karlalandsliðði hafi fengið allt
greitt.
VARMO
SNJÓBRÆÐSLA
46