Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Side 48

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Side 48
í POKAHORNINU Hvað dettur Róbert Þór Rafnssyni, hand- boltamanni í ÍR, fyrst í hug þegar hann heyrir eftirtalin orð? Breiðholt: Topphverfi Rjómaís: Fitancli en góður Landslið: Draurhörar Mús: Lítið og loðið (eða Jói) I Afslöppun: Liggja á meltunni Málsháttur: Bjáni er sá er bölvar bjórnum Blóðsuga: Sníkjudýr Skinka: Deilumál Fegurð: Brynjar þjáifari eða hitt þó heldur Eftirlætisíþróttamaðurinn Árni Þór Hallgrímsson TBR: „Ég held að ég nefni kínverskan badmintonmann, sem heitir Zhao Ji- anhua. Hann varð heimsmeistari í einliðaleik í Kaupmannahöfn 1991 en á síðasta heimsmeistaramóti keppti hann bara í tvenndarleik. Ég held mjögmikið upp á hann. Hann er örvhentur, tæknilega frábær og mjög skemmtilegur í loftinu. Hann hefur ótrúlegt vald á að stökkva upp og slá. Reyndar fáum við íslendingar allt of sjaldan að sjá þessa bestu í badmin- ton. Það er aldrei sýnt neitt af bad- minton í Sjónvarpinu og það er helst að við sjáum þá bestu á stórum opn- um mótum, sem bjóða há verðlaun. Ég held að ég hafi séð Zhao þrisvar sinnum. Ég get I íka nef nt S kaga I i ð i ð frá þv í í sumar í heild sinni. Ég get ekki gert upp á milli manna. Strákarnir stóðu sig allir frábærlega." Fyrsti verðlauna- peningurinn: Steinunn Sæmundsdóttir, skíða- og golfkona. Steinunn Sæmundsdóttirerafreks- kona í tveimur íþróttagreinum, skíða- íþróttinni og golfinu. Að eigin sögn fer lítið fyrir keppni nú orðið en hún skreppur á skíði og í golf sér til gam- ans. Hvar og hvenær fékk hún sinn fyrsta verðlaunapening og hvernig leið henni? „Það var vorið 1972 á Stefánsmótinu í Skálafelli. Ég var að keppa á mínu fyrsta móti eftir að hafa farið á nokkrar æfingar og ég sigraði í stórsvigi í flokki 11-12 ára. Ég held að ég hafi verið um tveimur sekúndum á undan næsta keppanda. Auðvitað var ég mjög ánægð með sigurinn en hann kom mér mjög á óvart. Ég bjóst alls ekki við því að vinna því þarna voru stelpur sem höfðu stundað skíði mun lengur en ég. Það er auðvitað mikil hvatning fyrir krakka að fá við- urkenningu þegar vel gengur. Égfékk mikla hvatningu frá félögum mínum í Armanni því þar vantaði sigra. Mér finnst allt í lagi að leyfa krökkum að keppa við jafnaldra sína en það má ekki gera of miklar kröfur. Það verður líka að líta á þetta sem leik. Ég er að þjálfa krakka, sem eru átta ára og yngri, og þeim finnst mjög spennandi að keppa. Þeim finnstskemmtilegtað fá að gera eins og hin sem eru eldri." 48

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.