Íþróttablaðið - 01.10.1993, Síða 49

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Síða 49
í POKAHORNINU Hvernig andstæðingur er Linda Stefánsdóttir, Val? Anna María Sveinsdóttir, ÍBK: „Hún er mjög góður körfubolta- maður. Hún er sterk í vörn og stelur boltum í gríð og erg. Hún er með svo langa handleggi að það er eins og þeir séu alls staðar. Hún skorar mikið og þaðererfitt að spilaá móti henni. í sóknarfráköstunum er hún mjög sterk en helsti galli hennar í sókninni er að hana vantar svolítið undirstöðuatriði í tækninni; hún byrjaði frekar seint að æfa körfubolta. I vörninni lætur hún stundum plata sig of auðveld- lega til að stökkva upp. Linda er mjög heiðarlegur leikmaður og er aldrei með neitt skítkast en hún lætur mann auðvitað finna fyrir sér. Hún reynir frekarað tala um fyrir hinum stelpun- um. Það er skemmtilegt að spila með henni í landsliðinu því hún hefur m.a. gott auga fyrir samspili. Þótt hún skori mikið sjálf, spilar hún hinar líka uppi. Linda er mjög fín; hress og skemmtileg. Hún hefur mikið keppn- isskap og gefst aldrei upp. Ef illa gengur heldur hún bara áfram að berjast. Það er mjög erfitt að brjóta hana niður." Guðbjörg Norðfjörð KR: „Linda er mjög erfið; hún er snögg og það er oft erfitt að stöðva hana. í vörninni er hún mjög flink að fiska bolta, hún hefursvolangahandleggi. Hún er líka hávaxin og blokkar bolta vel. í sókninni er hún með góðar hreyfingar inni í teig, hittir ágætlega og tekur mörg fráköst. Linda er mjög yfirveguð og lætur aldrei neitt á sjá; virðist ekki láta neitt fara í skapið á sér. Hún er mjög prúð á leikvelli og ég man ekki eftir að hún hafi brotið neitt illa á mér. Hún gerir þetta allt svo snyrtilega og hefur ekkert fyrir því. Ég þekki hana ekki mikið utan vallar, aðeins í sambandi við lands- liðið. Hún er mjög fín. Það er gaman að spila með henni, hún er útsjónar- söm og góð undir pressu." Jordan snýraftur — eða hvað? Linda Stefánsdóttir í Val æfir körfubolta á margvíslegan hátt nema krókurinn beygist svona snemma? Draumaliðið: Stefán Arnarson, þjálfari KR í handbolta, velur sitt draumalið að þessu sinni. Stefán fékk það verkefni að velja landslið íslands í handbolta og valdi hann 14 leikmenn í hópinn, þar af 7 í byrjunarliðið (feitletrað). Markverðir: Fanney Rúnarsdóttir Cróttu og Vigdís Finnsdóttir KR. Vinstra horn: Svava Sigurðardóttir Víkingi og Brynhildur Þorgeirsdóttir Gróttu. Skýttur vinstra megin: Halla María Helgadóttir Víkingi og Laufey Sig- valdadóttirGróttu. Leikstjórnendur: Inga Lára Þórisdóttir Víkingi og Brynja Steinsen KR. Skyttur hægra megin: Andrea Atladóttir ÍBV og Gerður Beta jóhannsdótt- ir Val. Hægra horn: Heiða Erlingsdóttir Víkingi og Sara Ólafsdóttir ÍBV. Lína: Guðný Gunnsteinsdóttir Stjörnunni og Huida Bjarnadóttir Vestar/ Refstad.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.