Íþróttablaðið - 01.10.1993, Side 50
í POKAHORNINU
Jívaða íþróttamaður
vildir þú fielst vera?
Guðbjörg Norðfjörð
KR:
„Ég held að ég vildi helst vera
Charles Barkley. Hann er alltaf hann
sjálfur; algjör nagli. Hann hrífur liðið
með sér og er alltaf hvetjandi þegar
illa gengur. Baráttan hjá honum er
rosaleg."
í þá gömlu
og góðu ...
Róbert Agnarsson,
bæjarstjóri í
Mosfellsbæ.
Róbertæfði ogspilaði knattspyrnu
af miklum áhuga frá fimm ára aldri,
þar til hann var orðinn tuttugu og
fimm. Félagið hans var Víkingur og
með því varð hann m.a. íslands-
meistari 1981 og 1982. Hann hætti í
boltanum aðeins hálfþrítugur eftir að
hafa átt f slæmum meiðslum.
„Ég var búinn að fá mig fullsaddan
af fótbolta. Ég hætti í fyrsta lagi vegna
slæmra meiðsla en einnig vegna þess
að ég var að Ijúka námi í viðskipta-
fræði og mér bauðst starf hjá Kísiliðj-
unni við Mývatn. Ég tók starfinu og
starfaði þar sem skrifstofumaður
fyrsta árið, síðan sem skrifstofustjóri í
eitt og hálft ár en eftir það var ég
framkvæmdastjóri í átta ár. í fyrra
flutti ég mig um set og hóf störf sem
bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Reyndar
héltég, þegarég kom til Mývatns, að
þar væri ekki spilaður fótbolti en það
var nú ekki rétt. Ég þjálfaði og spilaði
með HSÞ-B í nokkur ár en síðar kom-
um við þrír félagar á fót „old-boys"
flokki til þess að hafa gaman af fót-
bolta og því sem hægt væri að búa til ,
í kringum hann. Liðið varð frægt, að/
minnsta kosti um alla Mývatnssveit.
Liðið heitir,, Bjartar vonir vakna" ög
hefur margsinnis unnið til verðlauna
fyrir persónuleika á pollamótunum
en fáum sögum fer af öðrum afrek-
um. Ég er reyndar enn í fótbolta, hef
verið að leika mér með „old-boys"
hérna hjá Aftureldingu."
Eftirminnilegasta
augnablikið
Arna Þórey
Sveinbjörnsdóttir,
Sundfélaginu Ægi:
„Það, sem kemur fyrst upp í hug-
ann, erfrá Evrópumeistaramóti ungl-
inga í sundi. þar sá ég ungverska
stelpu, sem er heimsmeistari og
heimsmethafi í 100 og 200 metra
baksundi, synda. Það var mjög eftir-
minnilegt ogskemmtilegt. Þarna fékk
ég að fylgjast með þeim bestu og það
var mikils virði."
50
Við hvern
hefur þér
verið líkt?
Einar Gunnar
Sigurðsson, Selfossi:
„Ég get nú bara hreinlega ekki
svarað þessu sjálfur. Ég leitaði
ráða hjá félögum mínum f Sel-
fossliðinu en þeir hlógu bara að
mér og sögður „Hvað heldurðu
að það sé hægt að líkja þér við
einhvem?" Égfékk ekkert meira út
úr þeim." það eru kannski orð að
sönnu :að ekki-sé hægt að líkja
Einari Gunnari Sigurðssýni við
neinn. Hann er engum líkur!