Íþróttablaðið - 01.10.1993, Síða 51

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Síða 51
í POKAHORNINU Keppnisferillinn Erla Rafnsdóttir Erla er núverandi landsliðsþjálfari kvenna í handbolta og hefur náð all- góðum árangri. Landsliðið hefur leik- ið fjórtán leiki undir hennar stjórn, unnið þrjá, gert eitt jafntefli og tapað níu. Auk þess hefur hún þjálfað í yngri flokkunum í mörg ár. Keppnis- ferill Erluerorðinn langurogstrangur eins og sá má. Aðalgreinarnar eru auðvitað handbolti ogfótbolti en Erla hefur einnig keppt í frjálsíþróttum og á nokkuð safn verðlaunapeninga fyrir frjálsíþróttir. Meðal þeirra pen- inga er t.d. einn sem hún hlaut fyrir 4x100 m. boðhlaup með sveit Ár- manns á 1100 ára afmæli íslands árið 1974. Knattspyrna: Landsleikir: 12 Breiðablik: 1976: 2. sæti á íslandsmóti 1977: íslandsmeistari 1978: 2. sæti á íslandsmóti 1979: íslandsmeistari 1980: íslandsmeistari 1981: íslands- og bikarmeistari 1982: íslands- og bikarmeistari 1983: íslands- og bikarmeistari 1985: 2. sæti á íslandsmóti 1986: 2. sæti á íslandsmóti og í bikarkeppni, markahæst á íslands- móti. íslandsmeistari innanhúss 1976, '77, '80, '82, '85 og'86. Stjarnan: 1987: Þjálfari og leikmaður, 3. sæti á íslandsmóti Handknattleikur: ÍR: 1980: Reykjavíkurmeistari með2. flokki 1981: Reykjavíkurmeistari og 2. deildar meistari innanhúss, íslands- meistari utanhúss og íslandsmeistari utan- og innanhúss með 2. flokki 1982: 2. sæti í bikarkeppninni, ís- landsmeistari utanhúss 1983: Bikar- og Reykjavíkurmeist- ari 1984: 2. sæti í bikarkeppninni, 3. sæti í íslandsmóti - handbolti kvenna lagður niður hjá ÍR Fram: 1985: íslands-, bikar- og Reykja- víkurmeistari Stjarnan: 1986: 2. sæti á íslandsmóti og í bikarkeppni, íþróttamaður Garða- bæjar, handknattleikskona ársins 1987: 3. sæti á íslandsmóti, markahæst með 176 mörk 1988: 2. sæti í bikarkeppni 1989: Bikarmeistari og 3. sæti á íslandsmóti, íþróttamaður Garða- bæjar, markahæst með 152 mörk, kjörin besta handknattleikskona landsins 1990: 2. sæti í bikarkeppni 1991: íslandsmeistari og 2. sæti í bikarkeppni íþróttafélagið Höttur, Egilsstöðum: Stofnár: 1974. Formaður: Árni Margeirsson. íþróttagreinar: Knattspyrna, körfubolti, handbolti, frjálsíþróttir, fimleikar, badminton og skíða- íþróttir. Fjöldi iðkenda: U.þ.b. 350 og eru þeir þá tvítaldir, sem stunda fleiri en eina grein. Fjöldi einstakl- inga, sem stundar íþróttir á vegum félagsins, er u.b.b. 250. Aðstaða: Aðgangur að hálfbyggðu íþróttahúsi sem því miður státar ekki af löglegum handboltavelli en körfu- boltavöllurinn er löglegur. Knatt- spyrnudeildin hefur einn grasvöll til æfinga og keppni en þar að auki aðgang að malarvelli sem er um 10 km. frá bænum. í deiglunni: Að koma upp gras- og malarvöllum fyrir æfingar. Sundlaug (25m) er í byggingu og verður tekin í notkun á næsta ári en þá verður stofnuð sunddeild. 51

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.