Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Side 54

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Side 54
Mikið vatn hefur runnið til sjávar í NBA deildinni í sumar þrátt fyrir að enginn leikur hafi farið fram. Þrír af bestu bakvörðum deildarinnar eru hættir keppni og fleiri lið verða í baráttunni um meistaratitilinn en síðastliðin ár. Besti leikmaður deild- arinnar undanfarin ár, Michael Jor- dan, hefur afsalað sér krúnunni og munu leikmenn á borð við Shaq O'Neal, Hakeem Olajuwon, Patrick Ewing, Charles Barkley og Larry Johnson berjast um hana. Chicago verður ekki meistari fjórða árið í röð, Barkley verður ekki aftur mikilvægasti leikmaður deild- arinnar og hvorki Lakers né Boston komast í úrslitakeppnina. * Þýðir að liðinu sé spáð sæti í úrslitakeppninni. Miðriðill Við þá blóðtöku, sem meistarar Chicago urðu fyrir, opnast tækifæri fyrir hin liðin í riðlinum, sérstaklega Cleveland og Charlotte sem munu bftast um efsta sætið í vetur. Atlanta, Detroit, Cleveland og Indiana eru öll komin með nýja þjálfara og öll ætla þau sér að komast í úrslitakeppnina. Það er Ijóst að þetta er jafnasti riðill deildarinnar. Spáin er erfið og var- hugavert að taka of mikið mark á henni en hún er svona: 1. CharloHe Hornets*: Með þá Larry Johnson og Alonzo Mourning erframtíð liðsins mjögbjört. Hershey Hawking er genginn til liðs við Char- lotte en Kendall Gill er farinn. Það verður gaman að sjá hvernig nýlið- arnir Greg Graham og Scott Burrell blandast í hópinn. Liðið er nú allt í einu komið með tvær frábærar skytt- ur, þar sem þeir Hawkins og Graham eru, en það átti enga áður. Þetta kem- ur til með að opna miðjuna þar sem Johnson og Mourning fá meira pláss. Charlotte er lið framtíðarinnar og fátt getur komið í vegfyrir að við fáum að sjá Muggsy Bogues og félaga spila um meistaratitilinn innan fárra ára. 2. Clevelond Covilers*: Cleveland kemur til með að leggja allt í sölurnar í vetur. Þetta lið hefur lengi valdið aðdáendum sínum von- brigðum og þykir tími til kominn að Hverjir verða meistarar? Missir Chicago Bulls flugið? Byrjar Jordan aftur! Umfjöllun um NBA-deildina Texti: Þórlindur Kjartansson og Eggert Þ. Aðalsteinsson liðið komist í úrslit. Mike Fratello er tekinn við stjórn liðsins og verður gaman að sjá hvernig honum tekst til með þann ágæta mannskap sem er til staðar. Mark Price, Brad Daugherty og Larry Nance eru allt stjörnuleik- menn, Terell Brandon er efnilegur leikstjórnandi og Gerald Wilkins get- ur verið óstöðvandi. Liðið er samt of lint og skortir baráttugleði og því mun það ekki komst langt í úrslita- keppninni í vor. 3. Chicogo Bulls*: Ótrúlegustu fréttir ársins í íþróttaheiminum vörð- uðu Michael Jordan. Kóngurinn sjálf- ur er hættur að spila og Chicago getur kysst bikarinn bless. Liðið er ennþá nokkuð sterkt og nú kemur í Ijós hversu mikið liðið treysti á Jordan. Scottie Pippen verður áberandi en hann erenginn Jordan. HoraceGrant fær loksins að skjóta meira og B.J. Armstrongverðurbetri en áður. Liðið gæti unnið 50 leiki en það gæti líka 54

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.