Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Page 55

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Page 55
hrunið algjörlega. Enginn veit hvers er að vænta af meisturunum. Enginn mun nokkurn tímann geta fyllt skarð Jordans en nú verður liðið að sætta sig við orðinn hlut og halda barátt- unni áfram. Það verður gaman að sjá hvort Toni Kukoc nær að blanda sér inn í leik liðsins. 4. Atlanta Hawks*: Atlanta gæti orðið „spútnik" lið vetrarins. Dominique Wilkins er alltaf traustur og Kevin Wills hefur spilað vel síð- ustu tvö tímabil. Þeir tveir koma til með að halda liðinu uppi. Stacey Augmon er mjög hæfileikaríkur en hann hefur ekki spilað af stöðugleika og verður að sanna að hægt sé að treysta á hann í hverjum leik. Craig Ehlo kom með Lenny Wilkens þjálf- ara frá Cleveland og koma þeir ef- lausttil meðað lífga upp á liðið. Liðið vantar góðan m iðherja ti I að verða að virkilegagóðu liði oggóða varamenn fyrir Willis og leikstjórnandann Mookie Blaylock. 5. Indiana Pacers: Eitt litlaus- Kevin Johnson, leikmaður Phoenix Suns, er í góðum málum í vetur því hann þarf ekki lengur að etja kappi við Michael Jordan. asta lið deildarinnar verður í logn- mollunni enn einu sinni í vetur. Rik Smits sýndi smá baráttugleði í úrslita- keppninni ífyrra. Þaðvoru barafjórir leikir og hann þarf að sanna að frammistaða hans hafi ekki verið undantekning frá reglunni. Reggie Millererein besta skytta deildarinnar þegar hann er heitur, Dale Davis er góður frákastari og Detlef Schrempf er einn besti framherji deildarinnar. Liðið hefur fjórum sinnum í röð kom- ist íúrslitakeppninaen alltaf fallið úr í fyrstu umferð. Mikilla breytinga er þörf ef liðið ætlar sér að ógna stór- veldunum að ráða. 6. Detroit Pistons: Það er kalt á toppnum en líklega er kaldara í kjallaranum þar sem Detroit liðið dvelur núna. Allt virðist ganga á aft- urfótunum hjá liðinu en þetta fyrrum stórveldi er byrjað að byggja upp fyrir framtíðina. Liðið er núna eitt léleg- asta frákastalið deildarinnar eftir að Pistons lét Rodman í skiptum fyrir Sean Elliott. Isiah Thomas og Bill Laimbeer eru útbrunnir en það verð- ur gaman að fylgjast með Elliott og Joe Dumars sem nú er besti skotbak- vörður deildarinnar. 7. Milwaukee Bucks: Liðið er að byggja upp fyrir framtíðina og Mi- ke Dunleavy hefur nægan tíma til að fínpússa liðið. Efniviðurinn erágætur og má í þvf sambandi nefna Eric Mur- dock, Lee Mayberry og Todd Day. Blue Edwards og Ken Norman verða aðalmenn liðsins í vetur en þetta verður erfitt tímabil. Liðið vantar til- finnanlega háa menn og getur liðið ekki vænst góðs árangurs fyrr en góð- ur frákastari fæst og vörnin batnar. Atlantshafsriðill í fyrra var New York langsterkasta lið riðilsins, vann 60 leiki, Boston komáóvartognáði aðvinna48 leiki, New Jersey olli vonbrigðum með því að vinna aðeins 43 leiki og Orlando bætti sig stórlega. í fyrra settu meiðsli mikinn svip á keppnina í riðlinum. Leikmenn Boston eyddu meiri tíma á sjúkrabörum en inni á leikvelli. Leik- menn New Jersey urðu fyrir slæmum áföllum og Miami var ekki svipur hjá sjón sökum meiðsla leikmanna. í vet- ur er búist við hörkubaráttu í riðlin- um þrátt fyrir að hann hafi verið sá veikasti ídeildinni ífyrra. Lítum nán- ar á liðin: Það verða engin vettlingatök í NBA í vetur. 1. New York Knicks*: Margir telja að ekkert lið hafi verið sterkara en New York í fyrra og má segja að leikmenn eigi harma að hefna. Til að vinna deildina í vetur þarf liðið að fínpússa sóknarleikinn og bæta víta- hittnina. Patrick Ewing á góðan möguleika á að verða kosinn besti leikmaður deildarinnar og John Starks gæti vel fundið sér pláss í stjörnuleiknum. Jaxlar á borð við Anthony Mason, Charles Oakley og Greg Anthony gefa andstæðingum engin grið og enn sem fyrr verður vörnin aðalsmerki liðsins. 2. Orlando Magic*: Með nýjan þjálfara, Brian Hill, og leikstjórnand- ann unga, Anfernee Hardaway, inn- anborðs á Magic eftir að geta velgt hvaða liði sem er undir uggum. Trú- legt er að þeir félagar, Hardaway og nýliði ársins í fyrra, Shaquille O'Ne- al, eigi eftir að einoka deildina á tíundaáratugnum líktogMagicJohn- son og Kareem Abdul-Jabbar gerðu á níunda áratugnum. Enn er ekki minnst á Nick Andersson, einn besta skotbakvörð deildarinnar, og Dennis Scott sem er ein albesta skyttan í 55

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.