Íþróttablaðið - 01.10.1993, Side 56
Chris Webber, sem var valinn fyrstur í „draftinu", hefur átt við meiðsli að
stríða að undanförnu.
heiminum. Ef enginn af þeim leik-
mönnum, sem minnst hefur verið á,
lendir í meiðslum ætti liðið að ná að
vinna 50 leiki í vetur.
3. New Jersey Nets*: Þrátt fyrir
sorglegt fráfall Drazen Petrovic getur
liðið haldið áfram að bæta sig. Derr-
ick Coleman er einn 10 bestu leik-
manna deildarinnar og Kenny And-
erson sannaði í fyrra að hann getur
orðið einn besti leikstjórnandi deild-
arinnar. Liðið þarf á honum að halda
ef það ætlar sér að komast í úrslita-
keppnina (liðið tapaði 10 af síðustu
11 leikjum sínum án Anderson síðast-
liðinn vetur). Sam Bowie erfarinn frá
liðinu og til þess er kominn vand-
ræðagemlingur Benoit Benjamin.
Nets verður hart í horn að taka og
gæti veitt Orlando töluverða sam-
keppni.
4. Miami Heat*: Sökum meiðsla
náði liðið aðeins einu sinni að stilla
upp 5 bestu leikmönnum sínum allan
síðastliðinn vetur. Rony Seikaly var
þó sterkur í miðjunni og Grant Long
var frábær í stöðu kraftframherja.
Glen Rice náði aldrei að sýna sitt
rétta andlit. Liðið gæti tekið algjörum
stakkaskiptum með Steve Smith í
fullu fjöri. Hann er besti leikmaður
liðsins og ætti að komast í stjörnu-
leikinn í febrúar. Troðslukóngurinn
Harold Miner fær meiri leiktíma og á
möguleika á framfaraverðlaununum
í vor. Liðið ætti að komast í úrslita-
keppnina og gæti vel komist hærra í
riðlinum.
5. Washington Bullets: Það
hljómar kannski ekki sennilega en
Kevin Duckworth á eftir að hjálpa
liðinu töluvert ívetur. Pervis Elison er
of lítill og aumur til að vera miðherji í
NBA-deildinni og hentar betur í
stöðu kraftframherja. Calbert Chean-
ey, frá Indiana háskólanum, verður
skemmtilegur á að horfa og eiga Tom
Gugliotta og Doug Overton, nýliðar
frá í fyrra, eftir að vera liðinu mikil-
vægir. Rex Chapman þarf að vera
heill og Michael Adams þarf að eiga
gott tímabil til að Washington verði
sér ekki til skammar í vetur.
6. Boston Celtics: Allt hefur
gengið á afturfótunum hjá stórveld-
inu undanfarin ár. Larry Bird neydd-
ist til að hætta og nú í sumar lést
fyrirliði liðsins, Reggie Lewis. Kevin
McHale er hættur og liðið er vægast
sagt vængbrotið. Xavier McDaniel
kemur til með að gegna þýðingar-
mesta hlutverkinu í vetur. Dee
Brown, Kevin Gamble, Robert Parish
og Ed Pickney verða einnig að standa
fyrir sínu. Sherman Douglas verður
leiksjórnandi og fær tækifæri til að
sanna sig. Gamla veldið er að hruni
komið og nú verður að huga að end-
urnýjun.
7. Philadelphia 76ers: Risinn
Shawn Bradley (228 sm)erósköp lík-
ur Manute Bol í vextinum en Bradley
er sagður vera snöggur og hittinn.
Auðvitað er ekkert verra að geta troð-
ið án þess að hoppa. Moses Malone
var fenginn til að vera kennari og
varamaður risans. Jeff Hornacek er
mjög góður bakvörður en Malone og
Eddie Johnson (fékkst frá Seattle) eru
of gamlir, enginn veit hvernig Brad-
ley mun standa sig og Clarance
Weatherspoon er bara efnilegur enn-
þá. Það gæti orðið grátbroslegt að
fylgjast með liðinu í vetur því það er
líklega slakasta liðið í deildinni.
Miðvesturriðill
Það var Houston Rockets sem bar
höfuð og herðar yfir önnur lið Mið-
vesturriðilsins á síðasta leikári með
því að sigra í 55 leikjum eða 6 leikj-
um meira en næsta lið sem var San
Antonio Spurs. Eftir lélega byrjun
tóku liðsmenn San Antonio sig sam-
an í andlitinu og má því einkum
þakka frábærum árangri þjálfarans
skrautlega John Lucas sem tók við af
Jerry Tarkanian eftir 19 leiki. Utah
dalaði á sama tíma og Denver tók
miklum framförum. Lestina ráku svo
Minnesota og Dallas sem unnu
aðeins samtals 30 leiki. En hvað ætli
veturinn beri í skauti sér?
Tekst Barkley að verða meistari með
Suns á sínu 10. keppnistímabili í
NBA boltanum?
1. San Antonio Spurs *: Með þvf
að fá framherjann Dennis Rodman til
liðsins í október s.l. fyrir Sean Elliot
hefur San Antonio stigið stórt skref í
56