Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Qupperneq 57

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Qupperneq 57
átt að meistaratitlinum. Rodman, sem er langbesti frákastarinn í NBA, styrkir liðið mikið í þeim þætti því San Antonio varð í 19. sæti yfir fjölda frákasta á síðasta keppnistímabili. Framlína liðsins verður því óhugnanlega sterk með hann, Terry Cummings, Antonie Carr og sjálfan „aðmírálinn" David Robin- son innanborðs. Mikið mun velta á leik Robinson sem vafalaust er staðráðinn í að sanna sig eftir fremur mistækt tímabil í fyrra. 2. Houston Rockets *: Eftir að hafa unnið Miðvesturriðilinn 1992-'93 í fyrsta sinn í sjö ár koma liðsmenn Houston banhungraðir til leiks til að sanna að síðasti vetur hafi ekki verið nein hunda- heppni. Mikilvægasti leikmaður liðsins, Hakeem Olajuwon, hefur aldrei verið eins góður og einmitt nú og það var kannski hann sem átti skilið að verða valinn besti leikmaður NBA 1993. Fyrir utan hann er Houston bara ósköp venjulegt lið. Framherjarnir Otis Thorpe og Robert Horry eru stöðugir leikmenn en ekki er hægt að segja það sama um bakvarðapar- ið Kenny Smith og Vernell Maxwell sem eiga sjald- an tvo góða leiki í röð. 3. Utah Jazz*: Utah var það lið sem olli mest- um vonbrigðum í fyrra eftir að margir körfubolta- sérfræðingar höfðu spáð liðinu góðu gengi. Leik- stjórnandinn, John Stockton, virkaði mjög þreytu- legur eftir Ólympíuleikana í Barcelona og hinn bak- vörðurinn í byrjunarliðinu, Jeff Malone, átti erfitt uppdráttar í vörninni en hann getur verið baneitrað- ur í stökkskotunum. Eins og svo oft áður var það Karl Malone sem hélt liðinu á floti en samt þarf meira til ætli Utah sér að vera í fremstu röð þetta árið. 4. Denver Nuggets*: Það vantaði aðeins þrjá leiki upp á að það hefði verið Denver en ekki Los Angeles Lakers, hið fornfræga stórveldi, sem hefði farið í úrslitakeppnina s.l. vor. Denver vann 36 leiki þrátt fyrir að hafa á tímabili tapað 14 leikjum í röð. Liðið er byggt upp á nokkrum stórefnilegum leik- mönnum sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða á næstu árum. Mahmoud Abdul-Rauf (áður Chris Jackson) og Reggie Williams eru með betri sóknar- mönnum NBA og LaPhonso Ellis og súdanski mið- herjinn Dikembe Mutombo eru virkir á báðum end- um vallarins. 5. Dallas Mavericks: Hver er munurinn á Dallas og Víkingi? Svar: Dallas tapar fleiri leikjum. Svona aulabrandarar hafa gengið manna á milli upp á síðkastið enda er það sögulegt að sjá NBA lið tapa 71 leik eins og raunin varð með Dallas s.l. vetur. Allt gekk á afturfótunum í herbúðum liðsins þangað til samið var við Jimmy Jackson síðla tíma- bils. Hann, leikstjórnandinn skemmtilegi Derek Harper, sem eralmennttalinn vera besti leikmaður- inn sem ekki hefur verið valinn í stjörnuleikinn, og Einmitt mjólkin sem vantaði Fjörmjólk er nýjung sem er í fullu samræmi við nýjan lífsstíl. Fjörmjólkin* er næringarrík, létt og frískandi og því kjördrykkur þeirra sem r hugsa vel um heilsu sína og útlit. Fjörmjólk líkist léttmjólk PLpL hvað varðar lit og bragð og hún er fitulítil eins og undanrenna. Fjörmjólk er ríkari af próteini og kalki en önnur mjólk og í hana er sett^ -vítamín sem hjálpar’^^- líkamanum að vinna kalkið úr fæðunni. Fjörmjólk verður án efa drykkur dagsins hjá fjölmörgum - bæði vegna bragðsins og innihaldsins. Fjörmjólk - drykkur dagsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.