Íþróttablaðið - 01.10.1993, Síða 58
Ewing og Shaq kasta mæðinni í kór eftir mikil átök.
nýliðinn Jamal Mashburn, sem
íþróttablaðið spáir að verði nýliði
ársins, sjá til þess að sama sagan end-
urtaki sig ekki aftur.
6. Minnesota Timberwolves:
Nú þykir mörgum vera kominn tími
til að Minnesota fari að sýna ein-
hvern árangur, a.m.k. eru áhorfendur
í Target Center, heimavelli liðsins,
orðniróþolinmóðir. En kannski verð-
ur breyting hér á í vetur. Spennandi
verður að fylgjast með leik framherj-
ans og ólympíufarans Christian La-
ettner og bakvarðarins Doug West
sem tók stórstígum framförum í fyrra.
Margir spá nýliðanum Isaiah Rider
góðu gengi enda er hann einn besti
sóknarmaðurinn sem komið hefur úr
háskólunum í langan tíma.
Kyrrahafsriðill.
Það eru margir sem telja Kyrra-
hafsriðilinn vera sterkasta riðilinn í
NBA enda unnu 3 lið 50 leiki eða
fleiri í fyrra. Phoenix Suns, sem vann
flesta leiki í deildakeppninni í fyrra,
eða 62, verður erfiður keppinautur í
vetur og það sama má segja um lið
Seattle Supersonics sem hefur tekið
stórstígum framförum eftir að George
Karl tók við liðinu 1992. Bæði Port-
land Trail Blazers og Golden State
Warriors munu veita hinum liðunum
verðuga keppni og svo má ekki
gleyma Los Angeles Clippers, Los
Angeles Lakers og Sacramento Kings
sem öll eru stór spurningamerki.
Greinarhöfundar spá liðunum eftir-
farandi gengi:
1. Phoenix Suns*: Hversu mikil
áhrif hafði koma Charles Barkley á
Phoenix liðið á síðasta tímabili? Jú,
liðið vann Kyrrahafsriðilinn í fyrsta
sinn síðan 1981 og það komsteinnig í
úrslitaleikina í fyrsta sinn í 17 ár. Sir
Charles er besti framherjinn (ef ekki
besti leikmaðurinn) í NBA og með
samherja á borð við Kevin Johnson,
Dan Majerle og Cedric Ceballos er
liðið ekki árennilegt. Richard Dum-
as, skotframherjans unga, sem var
settur í eins árs bann af liði sínu eftir
að hann neitaði að fara í lyfjapróf,
verður sárt saknað. Skarð hans fyllir
baráttujaxlinn A.C. Green, sem er
nýkominn frá L.A. Lakers, og er það
vel.
2. Seattle Supersonics *: Ekk-
ert lið ÍNBA hefuráeinsgóðum hópi
að skipa og Seattle. Liðið er vel sett í
öl I um stöðum og ætlar sér þess vegna
stóra hluti í vetur. Shawn Kemp er
orðinn ein af stórstjörnum deildar-
innar og Kendall Gill, sem kom frá
Charlotte Hornets, væri einnig kom-
inn í sama klassa ef hann hefði nennt
því! Gary Payton, Derrick McKey og
Rickey Pierce eru á góðum degi stór-
hættulegir. Þetta er eitt sterkasta lið
sem Seattle hefur átt og því mun allt
kapp vera lagtáaðvinnatil meistara-
titilinsins.
3. Portland Trail Blazers *: Nú
eraðduga eðadrepastfyrir liðsmenn
Portland. Þetta lið, sem svo oft hefur
verið spáð sigri undanfarin ár, fær nú
örugglega sitt sfðasta tækifæri áður
en tekið verður til þess bragðs að
stokka það upp. Stjarna Portland er
eins og áður Clyde Drexler sem var
mikið meiddur í fyrra. Menn eru
orðnir nokkuð hræddir um að hnén á
honum séu farin að gefa sig og því
gæti þetta orðið síðasta árið sem við
sjáum Drexler í essinu sínu. Hinn
fjölhæfi framherji Cliff Robinson bíð-
ur þolinmóður eftir að fá að sanna sig
ogekki mágleymaþeimTerry Porter,
Rod Strickland og Buck Williams.
4. Golden State Warriors *:
Segja má að síðasta tímabil hafi verið
liðinu einskisvert. Don Nelson, þjálf-
ara liðsins, tókst aldrei að stilla upp
sínu besta liði því alltaf settu meiðsl
leikmanna hans strik í reikninginn.
Chris Mullin og Tim Hardaway
munu halda áfram uppteknum hætti
og vera besta sóknarpar NBA og
ungu strákarnir Billy Owens, Latrell
Sprewell og nýliðinn Chris Webber,
sem var fyrstur valinn í síðasta há-
skólavali, munu ekki láta sitt eftir
liggja. Elsti leikmaður Golden State
er Chris Mullin, sem er aðeins þrítug-
ur, svo að tímabilið gæti verið byrj-
unin á miklum sigurtímum hjá félag-
inu.
5. Los Angeles Lakers: Sú var
tíðin að bóka mátti Lakers í úrslitun-
um en það er liðin tíð. Síðan „Magic"
Johnson varð að draga sig í hlé, árið
1991, hefur leið liðsins legið niður á
viðen eitter víst aðþað verðurekki til
frambúðar. Jerry West, fram-
kvæmdastjóri félagsins, hefur ekki
setið auðum höndum við að leita að
leikmönnum í framtíðarlið sittog hef-
ur fengið þá Anthony Peeler, Doug
Christie og nú síðast George Lynch
58