Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Side 60

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Side 60
AHEIMAVELLI Platt hefur víða komið við. PLATT SÁ DÝRASTI DAVID PLATT hefur verið seldur fyrir samtals 17,4 milljónir punda á knattspyrnu- ferlinum en það samsvarar 1,7 milljarði ís- lenskra króna. Enginn annar leikmaður í heiminum hefur verið seldur fyrir jafn háa upphæð. Platt hefur leikið fyrir Crewe, Ast- on Villa, Bari og Juventus en núna leikur hann með Sampdoria. Það er með ólíkind- um að þessi dýri leikmaður skuli hafa fengið frjálsa sölu frá Manchester United á sínum yngri árum! Ruud Gullit. Gazza lætur dómarana fá það óþvegið! Ekki í fyrsta skipti! GAZZA Á ÚTOPNU Ritstjóri hins virta tímarits WORLD SOCCER, Keir Radner, hefur ekki mikla trú á því að enski landsliðsmaðurinn, PAUL GASCOIGNE sem leikur með Lazio, endist lengi sem toppleikmaður. Radner fylgdist með leik Tottenham og Lazio á æfingamóti í Englandi fyrir keppnistímabilið þar sem Tottenham sigraði 3:2. Gazza naut hylli áhangenda Tottenham í upphafi leiks en þegar leið á leikinn var byrjað að púa á hann. Framkoma hans á vellinum við leik- menn og dómara var ekki til fyrirmyndar og hvetur ritstjórinn fólk til þess að sjá Gazza leika hið fyrsta því hann telur að hann muni brátt hverfa af sjónarsviðinu. ÚT MEÐ ÞIG KARLINN! RUUD GULLIT, sem hefur flutt sig um set á Ítalíu og leikur nú með Sampdoria, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið um daginn þegar hann tölti inn í bakarí á leið heim frá ströndinni og ætlaði að kaupa sér brauð. Hann var varla búinn að skima eftir girnileg- asta brauðhleifnum þegar eigandi bakarís- ins, hin 75 ára Norma Pandolfini, sagði: „Nei, takk. Eg vil ekkert í dag. Svona hunsk- astu héðan út.“ Gullit hrökklaðist út úr bakaríinu og velti því fyrir sér hvort mannasiðir á suður Ítalíu væru öðruvísi en í Mílanó. Hann komst fljótt að hinu sanna því Norma hélt að Gullit væri einn af hinum þúsund Afríkubúum sem ráfa um götur í Sampdoria og selja útvörp, boli og annan ódýran varning. NÝSTÁRLEGAR Janus Guðlaugsson. AÐFERÐIR JANUS GUÐLAUGSSON, sem tók við þjálfun KR í fótbolta eftir að Ivan Soccor, var rekinn, þótti brj'dda upp á ýmsum nýjungum í knattspyrnuþjálfun sem fengu misgóðar undirtektir. Hann átti víst að hafa tekið upp bolta á fyrstu æf- ingunni, sem hann stjórnaði, og sagt að þetta væri fótbolti. Svo rakti hann víst öll undirstöðuatriði knattspyrnunnar. Á annarri æfingu lét hann alla leikmenn halda í sarna léreftsdúkinn þegar þeir hituðu upp — til þess að sýna sarn- stöðu, en það sem vakti hvað mesta athygli í þjálfun Janusar var fjallgangan. í stað þess að æfa á KR-velIinum fór hann með leikmenn í fjallgöngu og á leiðinni niður áttu þeir að yrkja ljóð. Því fylgdi ekki sögunni hvort von væri á ljóðabók um jólin eftir meistaraflokk KR! 60

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.