Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Qupperneq 62

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Qupperneq 62
Kristrún Heimisdóttir á erfitt með að sleppa fótboltaskónum þótt hún sé hætt að sparka. Kristrún Heimisdóttir KR. (Kristrún hefur lýst því yfir að hún sé hætt í fótbolta, aðeins 22 ára gömul. Hún er í landsliðinu og íslandsmeistaraliði KR) Er þetta ekki fljótfærni hjá þér, Kristrún? „Nei, ég held að þetta sé ekki fljót- færni hjá mér. Ég er búin að hugsa þetta mál mikið og niðurstaðan er mjög yfirveguð. Mér finnst ég vera að hætta af mjög ánægjulegri ástæðu. Standardinn á knattspyrnunni er orð- inn það hár að það þýðir ekki lengur að vera í þessu með annan fótinn. Mér finnst ég reyndar ekki vera að hætta á toppnum þannig séð að ég held að ég geti orðið betri en ég er í dag. Ég er reyndar búin að vera mjög lengi í fótbolta því ég byrjaði mjög ung. Það var mjög erfitt að hætta núna og ég var alveg niðurbrotin eftir síðasta leikinn. Ég hef tekið eftir því að sumir taka bara alls ekkert mark á mér og trúa því ekki að ég sé að hætta. Égvildi hinsvegar ekki hætta í KR fyrr en við værum búnar að vinna titil." AHEIMAVELLÍ FRÍMERKI - KROSSFISKUR? I tímariti Glímusambands íslands, AF GLÍMU, er mynd af glímufrímerki sem var gefið út fyrir tveimur árum. Glímumenn eru sagðir lítt hrifnir af merkinu, sem skiljanlegt er, og hefur það vafist fyrir þeim hvað mynd- in á merkinu eigi að tákna. Margir eru þeirr- ar skoðunar að myndin sýni armstýfðan krossfisk og finnst þeim merkið eiga lítið skylt við glímu. BEINT í MARK! Þegar háskólalið MICHIGAN í körfubolta var á síðustu æfingunni fyrir leik gegn Iowa kallaði Bill Frieder þjálfari leikmennina sam- an og jós yfir þá skömmunum sökum áhuga- og einbeitingarleysis fyrir Ieikinn. Frieder trompaðist gjörsamlega og Fisher, aðstoð- arþjálfari hans, stóð undrandi við hlið hans. Þegar leikurinn við Iowa hófst degi síðar kom bolti skyndilega skoppandi í áttina að Frieder þjálfara sem var ekkert að tvínóna við hlutina heldur sparkaði í hann af öllu afli. Til allrar óhamingju fór boltinn beint í andlit aðstoðarþjálfarans sem steinlá fyrir vikið. Flestir héldu að mannræfillinn lægi dauður á gólfinu en hann slapp með glóðarauga og marbletti. „Ég held ég hafi að minnsta kosti náð athygli strákanna,“ sagði Frieder eftir atvikið. EIN MEÐ ÖLLU Árið 1985 var UTAH JAZZ að spila við LA LAKERS í Forum í NBA boltanum. Þegar vel var liðið á leikinn og Lakers var að góðri leið með að gjörsigra Utah fór FRANK LAYDEN, þjálfari Utah, að finna til svengdar. Hann leit í kringum sig og sá að margir aðdáendur Lakers voru að yfirgefa húsið enda ljóst hver sigurvegarinn yrði. „Hvurn andskotann er ég svo sem að gera hér?“ sagði Layden við sjálfan sig og ákvað að fá sér í svanginn á veitingastað fyrir utan höllina. Hann sagði aðstoðarmanni sínum að reyna að koma í veg fyrir stórslys inni á vellinum. Á leið sinni gekk Layden fram hjá vara- mannabekk Lakers og þá spurði Pat Riley, þjálfari Lakers, hvort búið væri að reka hann út af. „Nei, ég er bara svangur," svaraði Layden fúll og bætti við: „Viltu ekki koma með mér?“ „Ertu að grínast?“ spurði Riley í forundr- an. Þegar Layden var að panta sér samloku á veitingastaðnum sagði afgreiðslumaður- inn: „Þú ert alveg eins og Frank Layden, þjálfari Utah. Liðið er að spila núna og hann kemur örugglega hingað á eftir. Ég get svar- ið það — þið eruð tvífarar." Sagan segir að Layden hafi orðið kjaftstopp en þó hámað í sig samlokuna. Burstalaus bílaþvottastöð BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN HF. Sigtúni 3, sími 14820 62
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.