Fréttablaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 5 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 8 . J Ú L Í 2 0 2 0 Góðar á grillið í kvöld!Besta uppskeran núna! Börnin léku við hvern sinn fingur í rjómablíðunni við Elliðaár í gær og kældu sig í ánni. Veðurstofan spáir blíðviðri um land allt á morgun og tíu til átján gráða hita, hlýjast í innsveitum. Skammt þar frá sem börnin voru að leik var torkennilegur froðuf lekkur. Lesa má um tilurð hans og sambærilegrar froðumyndunar í ám á síðu 4 í blaðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI SJÁVARÚT VEGUR   Útf lytjendur íslenskra sjávarafurða hafa þurft að bregðast við breyttum veru- leika erlendis í kjölfar kórónavei- rufaraldursins. Minni tíðni f lug- ferða til erlendra áfangastaða hefur dregið úr framboði f lugfraktar, en minni eftirspurn fersks sjávar- fangs erlendis spilar einnig hlut- verk. Matvöruverslanir í Banda- ríkjunum og Bretlandi hafa víða lokað fiskborðum í kjölfar aðgerða stjórnvalda ytra. Minnkandi eftirspurn hótela í Evrópu hefur einnig sitt að segja þar sem ferðamennskugeirinn hefur hrunið um víða veröld, að sögn viðmælenda Markaðarins. – thg / sjá Markaðinn Aukin áhersla á frystar afurðir VIÐSKIPTI Kvika banki hafnaði skrif- legri beiðni stjórnenda TM undir lok síðasta mánaðar um að hefja form- legar sameiningarviðræður. Viðræðurnar áttu, samkvæmt til- lögum TM, meðal annars að grund- vallast á því að tryggingafélagið yrði metið á nokkuð hærra verði en fjár- festingabankinn við mögulegan sam- runa. Stjórn Kviku taldi hins vegar engar forsendur til að hefja formlegar viðræður á þeim grunni. Samkvæmt heimildum gerði upp- legg TM ráð fyrir því að skiptihlut- föllin yrðu þannig að hlutafé trygg- ingafélagsins yrði um 55 prósent í sameinuðu félagi á meðan hlutafé Kviku banka yrði þá á móti liðlega 45 prósent. – hae / sjá Markaðinn Höfnuðu að TM væri verðmeira VIÐSKIPTI Þrír hluthafar Hvals, sem ráða yfir 5,3 prósenta hlut, hafa höfð- að mál gegn félaginu og krafist þess að hlutir þeirra verði innleystir gegn greiðslu að fjárhæð samtals um 1.563 milljóna króna auk dráttarvaxta. Saka hluthafarnir, sem eru félög í eigu feðganna Einars Sveinssonar og Benedikts Einarssonar og Ingi- mundar Sveinssonar, bróður Einars, framkvæmdastjóra og stærsta ein- staka hluthafa Hvals, Kristján Lofts- son um að hafa með kaupum hans á hlutum í Hval á „verulegu undir- verði“ og fráfalli stjórnar félagsins á forkaupsrétti sínum að þeim, „aflað [Kristjáni] ótilhlýðilegra hagsmuna“ á kostnað annarra hluthafa. Fara þeir fram á að við inn- lausn bréfanna verði upplausnar- virði Hvals lagt til grundvallar. Miðað við gengið í kröfum sínum áætla þeir að upp- lausnarvirði Hvals sé um 30 milljarðar. Kristján segir að kröfur hluthafanna þriggja, um að vera keyptir út miðað við upplausnar- virði Hvals, feli í reynd í sér að félagið verði leyst upp. „Verði fallist á kröf- urnar getum við átt von á því að aðrir hluthafar komi í kjölfarið og fari fram á að vera keyptir út á sama gengi og félaginu yrði því slitið. Ég tel hins vegar að vilji meginþorra hluthafa Hvals standi ekki til þess.“ Hvalur er eitt stöndugasta f jár festingafélag lands- ins með 25 milljarða eigið fé. – hae / sjá Markaðinn Hluthafar stefna Hval Einar Sveinsson, Benedikt Einarsson og Ingimundur Sveinsson krefjast inn- lausnar á bréfum. Kristján Loftsson segir kröfuna þýða að félagið yrði leyst upp. Kristján Loftsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.