Fréttablaðið - 08.07.2020, Page 16

Fréttablaðið - 08.07.2020, Page 16
6,7 milljarðar króna námu vaxtaberandi skuldir við árslok. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Vélsmiðjan VHE, sem fór í greiðslustöðvun í apríl, tap­aði 981 milljón króna árið 2019. Til samanburðar hagnaðist fyrirtækið um 32 milljónir árið áður. Tekjurnar drógust saman um níu prósent á milli ára og námu 8,8 milljörðum króna árið í fyrra. Eigið fé fyrirtækisins var 577 milljónir króna við árslok 2019 og skuldir námu 9,7 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfallið var sex prósent við árslok. Vaxtaberandi skuldir námu 6,7 milljörðum króna. Fram hefur komið í Markaðnum að Lands­ bankinn er aðallánveitandi VHE. VHE, sem er að mestu í eigu Unnars Steins Hjaltasonar, sagði í tilkynningu í apríl að greiðslu­ stöðvunina mætti einkum rekja til þungra áfalla byggingardeildar félagsins síðustu misseri, vegna g reiðsluvanda v iðsk ipt av ina . Grunnreksturinn væri traustur. Fram hefur komið í Markaðnum að eigendur VHE hafi byggt upp eigið fé í systurfélaginu Nesnúpi á undanförnum árum. Það hefur staðið að framkvæmdum að Hafn­ arbraut í Kópavogi, Eskivöllum í Hafnarfirði, Holtsvegi í Garðabæ og í Skarðshlíð. Eignir félagsins námu tæplega 3,4 milljörðum króna í lok árs 2018 og eigið fé rúmlega 300 milljónum. Markaðurinn greindi frá því að Íslandsbanki væri stærsti lánveitandi Nesnúps. Rekstur VHE hefur gengið erfið­ lega frá því að lán frá Landsbank­ anum tóku stökkbreytingu í kjöl­ far bankahrunsins 2008. VHE er rótgróið fyrirtæki, stofnað 1971, sem var byggt upp á þjónustu við álver. – hvj VHE tapaði um milljarði króna í fyrra MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Kvika banki hafnaði sk r i f leg r i beiðn i stjórnenda TM undir lok síðasta mánaðar, um að hefja form­legar sameiningar­ viðræður en þær áttu, samkvæmt tillögum TM, meðal annars að grundvallast á þeim skilmálum að tryggingafélagið yrði metið á nokkuð hærra verði en fjárfestinga­ bankinn, við mögulegan samruna félaganna. Stjórn Kviku taldi hins vegar engar forsendur til að hefja formlegar viðræður á þeim grunni. Samkvæmt heimildum Markað­ arins var gert ráð fyrir því í uppleggi TM að skiptihlutföllin yrðu þannig að hlutafé tryggingafélagsins yrði í kringum 55 prósent í sameinuðu félagi, á meðan hlutafé Kviku banka yrði þá á móti liðlega 45 prósent. Miðað við það áttu hlutabréf Kviku að vera metin á aðeins lítillega hærra verði en á markaði í dag, eða um 10,2 krónur á hlut – gengið stendur nú í 9,6 krónum á hlut – og að markaðsvirði bankans væri því talið vera rúmlega 20 milljarðar króna. Markaðsvirði TM stendur hins vegar í um 25 milljörðum króna. Ósk TM um að hefja sameiningar­ viðræður, sem var komið á framfæri með bréfi til stjórnar Kviku banka föstudaginn 26. júní síðastliðinn, kom í kjölfar óformlegra samtala sem höfðu áður átt sér stað milli æðstu stjórnenda, um að kanna fýsileika þess að sameina félögin. Samkvæmt heimildum Markaðar­ ins var bréfi TM svarað tveimur dögum síðar og beiðni um að hefja formlegar viðræður, sem fyrr segir, hafnað af stjórn bankans. Að óbreyttu er ekki talinn grundvöllur til að fara í slíkar viðræður, enda sé það mat stjórnenda Kviku að ekkert réttlæti að TM verði metið á hærra verði en bankinn. Greint var frá því í Markaðnum í síðustu viku að stjórnendur Kviku og TM hefðu að undanförnu átt í óformlegum samtölum um mögu­ lega sameiningu félaganna – nú síðast um þarsíðustu helgi – en ekki hefði náðst samkomulag um undirritun viljayfirlýsingar um að hefja formlegar viðræður. Því væru viðræðurnar, að sögn nokk­ urra sem komu að þeim, á ís eins og sakir stæðu. TM og Kvika sáu ástæðu til að senda frá sér tilkynningu í kjölfar fréttar Markaðarins og sagðist TM vilja „árétta að engar viðræður væru í gangi um mögulegan samruna [félaganna], né væru slíkar viðræður fyrirhugaðar.“ Starfsemi félaganna er um margt talsvert ólík. Kvika banki, sem hefur orðið til úr sameiningu fjölmargra fjármálafyrirtækja á undanförnum árum, skilgreinir sig sem sérhæfðan fjárfestingabanka, sem leggi áherslu á eignastýringu fjárfestingastarf­ semi. Með kaupum TM á eigna­ leigufyrirtækinu Lykli, sem gengu í gegn í janúar á þessu ári, bættist þriðja stoðin undir starfsemi trygg­ ingafélagsins, ásamt vátrygginga­ starfsemi og fjárfestingum. Samkvæmt viðmælendum Mark­ aðarins, sem þekkja vel til viðræðna félaganna að undanförnu, er ljóst að stjórnendur TM horfa einkum til þeirrar samlegðar sem myndi fást með því að renna Lykli saman við þá bankastarfsemi sem er fyrir hendi innan Kviku banka. Yfirlýst áform TM hingað til hafa verið að sækjast eftir viðskiptabankaleyfi fyrir Lykil þannig að félagið, sem hefur að stærstum hluta verið að bjóða upp á fjármögnun bíla og atvinnutækja, geti farið að byrja að bjóða upp á innlán. Stærstu hluthafar TM eru fjárfest­ ingafélagið Stoðir, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi lífeyrissjóð­ ur og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR). Lífeyrissjóður versl­ unarmanna og LSR eru sömuleiðis á meðal umsvifamestu hluthafa í Kviku banka, en stærsti einkafjár­ festirinn í eigendahópi bankans, með tæplega 6,8 prósenta hlut, er eignarhaldsfélagið SNV í eigu Svan­ hildar Nönnu Vigfúsdóttur. Hagnaður TM á árinu 2019 nam 1.866 milljónum króna eftir skatta. Afkoman var drifin áfram af fjár­ festingatekjum upp á 2.945 millj­ ónir króna, sem jafngilti rúmlega 10 prósenta ávöxtun á eignasafn félagsins. Hagnaður Kviku banka var hins vegar 2.660 milljónir eftir skatta í fyrra og var arðsemi bank­ ans á eigin á fé um 21 prósent. Höfnuðu að TM yrði metið á hærra verði TM óskaði eftir formlegum sameiningarviðræðum við Kviku, með bréfi til stjórnar bankans í lok síðasta mánaðar. Hlutafé TM átti að vera í kringum 55 prósent í sameinuðu félagi. Kvika hafnaði alfarið viðræðum á þeim grunni. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sjóðastýringarfélagið Júpíter, sem er dótturfélag Kviku banka, hefur komið á fót sjóðnum ACF III slhf., en um að ræða samlagshluta­ félag sem mun koma að fjármögnun fyrirtækja. Heildaráskriftaloforð sjóðsins, sem er í eigu f lestra af stærstu lífeyrissjóðum landsins, nema 19,5 milljörðum króna og er fjárfestingatímabil hans þrjú ár. Sjóð­ urinn mun fjárfesta í skuldabréfum og lánum til fyrirtækja, einkum með veði í fasteignum og fastafjármunum. Ekki hefur verið stofnaður jafn stór fjárfestingasjóður hér á landi síðan Framtakssjóður Íslands var settur á fót í árslok 2009. Hannes Fr ímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Júpíters, segir góðan árangur fyrri sjóða og traust fjárfesta endurspeglast í frábærri þátttöku í ACF III. „Sjóðurinn er sá stærsti sinnar tegundar á Íslandi og stofnun hans er afar jákvætt skref í örum vexti og uppbyggingu Júpí­ ters.“ Vinna við stofnun sjóðsins hófst í janúar á þessu ári. Fyrir rekur Júpíter fjölmarga sjóði sem koma að fjármögnun fyrirtækja með mismunandi hætti en félagið er með heildareignir í stýringu að fjár­ hæð um 150 milljarða króna, Sé litið til stærðar ACF III þá nemur umfang sjóðsins um tveimur þriðju af lánabók Kviku banka, en hún var tæplega 31 milljarður króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Þorkell Magnússon, forstöðumaður sjóðastýringar hjá Júpíter, en hann hefur komið að fjármögnun fyrir­ tækja í meira en áratug. Þorkell segir þetta ánægjulega niðurstöðu eftir langt og stíft ferli á óvenjulegum tímum. „Eins og hjá fyrri sjóðum í rekstri félagsins leggj­ um við áherslu á að finna áhugaverða fjárfestingakosti og um leið bæta kjör fyrirtækja,“ segir hann. Hagnaður Júpíters eftir skatta í fyrra nam rúmlega 260 milljónum króna, borið saman við 82 milljónir árið áður. Eignir í stýringu jukust um tæplega 30 milljarða í fyrra. – hae Júpíter kemur á fót um 20 milljarða fjárfestingasjóði  Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Júpíters. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 45 milljarðar króna er saman- lagt markaðsvirði Kviku og TM í dag. 150 milljarðar eru heildareignir í stýringu Júpíters. 8 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.