Fréttablaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.07.2020, Blaðsíða 18
Þrír hluthafar Hvals, sem ráða yfir rúmlega 5,3 prósenta hlut, hafa höfðað mál gegn félag-inu og krafist þess að hlutir þeirra verði inn- leystir gegn greiðslu að fjárhæð samtals um 1.563 milljóna króna auk dráttarvaxta. Saka hluthafarnir, sem eru félög í eigu feðganna Einars Sveinssonar og Benedikts Einarssonar og Ingi- mundar Sveinssonar, bróður Ein- ars, framkvæmdastjóra og stærsta einstaka hluthafa Hvals, Kristján Loftsson, um að með kaupum hans á hlutum í Hval á „verulegu undir- verði“ og fráfalli stjórnar félagsins á forkaupsrétti sínum að þeim, hafi það „aflað [Kristjáni] ótilhlýðilegra hagsmuna,“ á kostnað annarra hlut- hafa. Einar er jafnframt stjórnarfor- maður Hvals. Með þessu hafi framkvæmda- stjóri Hvals gerst brotlegur við ákvæði laga um hlutafélög, að mati félaganna sem hafa stefnt Hval, og telja þau að þær aðgerðir veiti rétt til innlausnar, samkvæmt ákvæði í 26. grein laganna. Það ákvæði, sem kom fyrst inn í lögin árið 2010 og hefur aldrei áður reynt á fyrir dóm- stólum, eftir því sem Markaðurinn kemst næst, kveður á um að hlut- hafi geti krafist dóms ef veigamikil rök standi til þess að honum verði gert kleift að losna úr félaginu. Í kröfum sínum fara félögin, sem eru eignarhaldsfélögin Erna, Eld- hrímnir og P126, fram á að við inn- lausn bréfanna verði upplausnar- virði Hvals lagt til grundvallar. Miðað við það gengi sem þau leggja til grundvallar kröfum sínum, telja þau að upplausnarvirði Hvals sé liðlega 30 milljarðar króna, en bók- fært eigið fé félagsins nam samtals 25 milljörðum í lok síðasta fjárhags- árs í september í fyrra. Í samtali við Markaðinn segir Kristján að kröfur hluthafanna þriggja, um að vera keyptir út miðað við upplausnarvirði Hvals, feli í reynd í sér að félagið verði leyst upp. „Verði fallist á kröfurnar getum við átt von á því að aðrir hlut- hafar komi í kjölfarið og fari fram á að vera keyptir út á sama gengi og félaginu yrði því slitið. Ég tel hins vegar að vilji meginþorra hluthafa Hvals standi ekki til þess,“ útskýrir Kristján. Vilja tvöfalt hærra gengi Hvalur er eitt stöndugasta fjárfest- ingafélag landsins, eftir að dóttur- félagið Vogun seldi þriðjungshlut sinn í HB Granda vorið 2018, með um 13 milljarða hagnaði. Eignir Hvals samanstanda að stærstum hluta af ríkisbréfum og hlut- deildarskírteinum í innlendum og erlendum verðbréfasjóðum – sam- tals um 11,6 milljörðum í september á síðasta ári – en þá er félagið einnig stór hluthafi í Hampiðjunni, Origo, Arion banka og Marel. Fram kemur í skýringum við nýjan ársreikning Hvals, sem var lagður fyrir aðalfund 12. júní, að félagið Erna ehf., sem er í eigu Bene- dikts Einarssonar, hafi í byrjun apríl 2019 fyrst félaganna höfðað mál gegn Hval og krafist innlausnar á hlutafé sínu – samtals 1.555.200 hlutum að nafnverði, eða 0,93 pró- senta hlutur – gegn greiðslu að fjár- hæð tæplega 260 milljónum auk dráttarvaxta, eða sem nemur geng- inu um 167 krónur á hvern hlut. Til samanburðar nam gengið í kaupum Kristjáns á bréfum í Hval, sem fóru fram á fjárhagsárinu 2017 til 2018 og hluthafarnir þrír segja að hafi verið á „verulegu undirverði“, 85 krónum á hlut, eða um 60 pró- sentum af bókfærðu eigin fé félags- ins á þeim tíma. Kristján jók þá verulega við eignarhlut sinn í Hval í eigin nafni – úr 1,2 prósentum í 8,7 prósent – en stóð þá meðal annars að kaupum á bréfum Sigríðar Vilhjálmsdóttur, sem var áður einn stærsti hluthafi félagsins. Á móti minnkaði nokkuð eignarhlutur stærsta hluthafans, Fiskveiðahlutafélagsins Venusar, sem Kristján er í forsvari fyrir, en hann nemur í dag rúmlega 36,5 pró- sentum. Félagið Eldhrímnir, sem er í eigu Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, ásamt þremur börnum þeirra, stefndi Hval í júní í fyrra – byggt á sömu máls- ástæðum og í máli Ernu ehf. – og krefst innlausnar á 2.278.892 hlut- um, sem jafngildir 1,63 prósenta eignarhlut, gegn greiðslu upp á 471 milljón króna. Þá höfðaði félagið P126, sem er í eigu Einars Sveins- sonar, mál gegn Hval í október og fer sömuleiðis fram á innlausn bréfa félagsins, samtals 4.632.793 hluti að nafnverði, eða 2,77 prósenta eignar- hlutur, gegn greiðslu að fjárhæð 833 milljónum króna. Aðalmeðferð í haust Hvalur hefur tekið til varna, þar sem í fyrsta lagi er krafist að því sé hafnað að skilyrði innlausnar séu til staðar. Í öðru lagi, verði fallist á innlausn, að við mat á verðmæti hlutanna verði ekki litið eingöngu til upplausnarvirðis, við ákvörðun innlausnarverðsins. Byggir Hvalur á því að litið verði til verðs í síðustu þekktu viðskiptum, sem og að horft verði til sjónarmiða um minni- hlutaafslátt og seljanleikaafslátt frá upplausnarvirði. Beiting slíkra sjónarmiða leiði til þess að verðið yrði nærri verðinu í síðustu við- skiptum, eins og fram hafi komið í verðmati Deloitte sem Hvalur afl- aði í tilefni af málinu. Þá hafa verið dómkvaddir matsmenn til að svara annars vegar spurningum Hvals og hins vegar Ernu. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í málinu muni hefjast í héraðsdómi Vesturlands í september næstkom- andi. Sá sem fer með málið fyrir hönd hluthafanna þriggja er lög- maðurinn Einar Baldvin Árnason hjá BBA // Fjeldco en þeir sem gæta hagsmuna Hvals í málinu, sam- kvæmt upplýsingum Markaðarins, eru lögmennirnir Stefán A. Svens- son hjá Juris og Ólafur Arinbjörn Sigurðsson hjá Logos.  Stefna Hval og krefjast innlausnar bréfa gegn 1.600 milljóna greiðslu  Einar Sveinsson, Benedikt Einarsson og Ingimundur Sveinsson saka framkvæmdastjóra Hvals um að hafa „aflað [sér] ótilhlýðilegra hagsmuna“ á kostnað annarra hluthafa. Krefjast innlausnar bréfa sinna miðað við upplausnarvirði Hvals. Kristján Loftsson segir það í reynd fela í sér að félagið, sem er með 25 milljarða króna í eigið fé, verði leyst upp. Áætlað að aðalmeðferð hefjist í haust.    Borgun hefur óskað eftir heim-ild Fjármálaeftirlits Seðla-bankans til að lækka hlutafé kortafyrirtækisins, með greiðslu til fráfarandi hluthafa að fjárhæð rúmlega 3,5 milljarða króna. Tillaga um hlutafjárlækkunina, sem var samþykkt á hluthafafundi Borg- unar í lok síðasta mánaðar, felur í sér afhendingu allra eignarhluta í dótturfélaginu Borgun-VS ehf., en það heldur utan um forgangshluta- bréf í Visa Inc., sem Borgun eignaðist þegar fyrirtækið seldi hlut inn í Visa Europe 2016. Fráfarandi stærstu hluthafar Borgunar eru Íslandsbanki, með 63,5 prósenta hlut og Eignarhaldsfélagið Borgun, sem er í eigu meðal annars Stálskipa og Einars Sveinssonar fjár- festis, með 32,4 prósenta hlut. Fram kemur í skýrslu stjórnar Borgunar vegna tillögunnar, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að samhliða hlutafjárlækkuninni eigi að koma inn nýtt hlutafé með inngreiðslu reiðufjár að fjárhæð 8 milljónir evra, jafnvirði um 1.250 milljóna króna.  Verða 5 milljónir evra greiddar samtímis framkvæmd hlutafjárlækkunarinnar og síðan 3 milljónir evra, sem komi til greiðslu innan næstu tólf mánaða. Það er alþjóðlega greiðslumiðl- unarfyrirtækið Salt Pay sem leggur Borgun til hið nýja hlutafé, en gengið var formlega frá kaupum félagsins á tæplega 96 prósenta hlut í Borgun í gær. Þegar kaupsamningur var undirritaður þann 11. mars síðast- liðinn  átti kaupverðið að vera 35 milljónir evra, jafnvirði 5,5 milljarða króna á núverandi gengi. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur verð- ið hins vegar tekið breytingum og er nokkuð lægra en áður var áætlað. Í kaupsamkomulaginu var kveðið á um að hlutabréfin í Visa Inc. myndu ekki fylgja með, en í ársreikningi Borgunar voru þau bókfærð á rúm- lega 3,1 milljarð í árslok 2019. Markaðsaðstæður á árinu hafa haft neikvæð áhrif á rekstur Borg- unar. Þannig kemur fram í skýrslu stjórnar að rekstrartap á fyrstu fimm mánuðum ársins hafi numið 642 milljónum, sem var töluvert meira tap en gert var ráð fyrir í áætlunum. Helstu ástæðurnar eru efnahags- áhrifin af kórónaveirufaraldrinum, lægra vaxtastig og minni notkun á virðisaukandi þjónustu. Stjórnin segir að félagið hafi brugðist við þessu með hertum lána- reglum til að minnka láns áhættu og losa lausafé. Þá hafi félagið gert samning um lánalínu við viðskipta- banka sinn til þess að tryggja nægt aðgengi að lausafé. Eigið fé Borgunar nam 6,7 milljörðum í árslok 2019 en í lok maí hafði það lækkað í 6,46 millj- arða. Eiginfjárhlutfall félagsins hefur lækkað talsvert frá árslokum – þá var 20,5 prósent – og var 14,69 prósent í lok maí. Að meðtöldu sjálfsmati á eiginfjárþörf eru lágmarkskröfur um eiginfjárhlutfall Borgunar 15,3 prósent. „Með því að lækka hlutafé með útgreiðslu eignarhluta í Visa Inc. og hækka hlutafé með inn- greiðslu reiðufjár er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall hækki þar sem eignarhlutur í Visa Inc. er ekki tekin með í eiginfjárútreikninga,“ að því er segir í skýrslu stjórnarinnar. – hae Ætla að greiða út 3,5 milljarða til fráfarandi hluthafa Borgunar  642 milljónir var rekstrartap Borgunar fyrstu fimm mánuði ársins. 30 milljarðar er áætlað upp- lausnarvirði Hvals miðað við fyrirliggjandi kröfur hluthafanna þriggja sem hafa stefnt Hval. Kristján er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Hvals. Félagið er eitt stöndugasta fjárfestingafélag landsins eftir að hafa selt um þriðjungshlut í HB Granda vorið 2018 með um 13 milljarða hagnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Verði fallist á kröfurnar getum við átt von á því að aðrir hluthafar komi í kjölfarið og fari fram á að vera keyptir út á sama gengi og félaginu yrði því slitið.  Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals 8 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.